Fréttablaðið - 13.06.2015, Page 41
ÍSLENSKI
JARÐVARMAKLASINN
LAUGARDAGUR 13. JÚNÍ 2015
Kynningarblað
HS Orka, Efla, Orka
náttúrunnar, KPMG, Mannvit,
Verkís, Kadeco, Rarik og VSÓ
Iceland Geothermal, sem í dag-legu tali er kallað Íslenski jarð-varmaklasinn, er nátengt iðn-
aðinum og hefur að mestu leyti
unnið að verkefnum sem gagnast
honum, styrkja og efla nú og í nán-
ustu framtíð. Að jafnaði hafa verið
um 50 aðildar félagar í klasanum og
er grunnstarf hans fjármagnað með
aðildargjöldum.
Viðar Helgason gegnir hlutverki
klasastjóra en starfið snýr einkum
að framþróun og styrkingu innviða
íslensks jarðvarmaiðnaðar bæði
innan lands og utan. Hann vinn-
ur með og heyrir undir stjórn klas-
ans en í henni sitja fulltrúar Arion
banka, GEORGS, HS Orku, Íslands-
banka, Landsbankans, Landsnets,
Landsvirkjunar, Mannvits, Nýsköp-
unarmiðstöðvar Íslands, Orkuveitu
Reykjavíkur, VERKÍS og Vélaverk-
stæðis Hjalta Einarssonar (VHE).
„Helsta hlutverk Iceland Geo-
thermal er að kynna Ísland sem
land jarðvarmans enda fáum við
Íslendingar 70% allrar frumorku
úr jarðvarma. Þá er nærri 100% af
frumorkuþörf landsins mætt með
endur nýjanlegum orkugjöfum,“
segir Viðar en tilgangur klasasam-
starfsins er einnig að styðja við sam-
keppni innan jarðvarmaklasans,
bæta nýtingu auðlindarinnar og
stuðla að virðisaukandi verkefnum.
Markmið samstarfsins er að
sögn Viðars að skapa ný viðskipta-
tækifæri innan jarðvarmageirans
og byggja upp samstarf innanlands
og erlendis til að selja þjónustu og
þekkingu. „Stefnan er að Ísland
gegni lykilhlutverki í alþjóðlegri
virðiskeðju jarðvarmaiðnaðarins.“
Ávinningurinn augljós
Frá upphafi hefur Iceland Geo-
thermal verið hugsað sem vett-
vangur til að markaðssetja íslenskan
jarðvarmaiðnað undir sameiginlegu
vörumerki erlendis. „Ávinningur
af slíku vörumerki er augljós þar
sem aðgengi að upplýsingum um
orku-, ráðgjafar- og iðnfyrirtæki
er allt á einum stað. Þrátt fyrir að
farið hafi verið rólega af stað var
þegar ljóst árið 2014 að þessi nálg-
un væri að skila árangri því aðilar
frá Þýskalandi, Alaska, Frakklandi,
Ítalíu, Litháen, Póllandi, Indlandi,
Mexíkó, Níkar agva og fleiri löndum
hafa sett sig í samband við klasann
til að kanna möguleika á samstarfi
við íslensk fyrirtæki,“ upplýsir Viðar.
Hann segir einnig mikilvægt fyrir
íslenskar stofnarnir að geta vísað
fyrirspurnum sem koma til þeirra til
sérhæfðs iðnaðarklasa sem tryggir
að erindi fái hlutlausa og málefna-
lega meðferð.
„Samstarf við atvinnuvega- og
nýsköpunarráðuneytið, Íslands-
stofu og aðra opinbera aðila hefur
sömuleiðis reynst klasanum vel.
Stjórn hans telur afar mikilvægt að
eiga í góðu samstarfi við fulltrúa
ríkisins og nægir í því sambandi
að nefna samskipti við erlenda
embættis menn sem vilja ræða um
jarðvarmanýtingu við stjórnvöld og
íslenskt atvinnulíf.“
Nýsköpun og aukin menntun
Hlutverk klasans innanlands er
annars eðlis en erlendis, meðal
annars vegna þess að tryggja verð-
ur að klasasamstarfið stangist ekki
á við samkeppnislög. „Jarðvarma-
iðnaðurinn er samheldinn og mik-
ill samhugur ríkir um að þróa og
styrkja innviði hans. Áhersluverk-
efni klasans hafa verið tengd ný-
sköpun og kemur klasinn meðal
annars að viðskiptahraðli. Þá eru
önnur verkefni tengd nýsköpun á
landsbyggðinni í skoðun,“ upplýs-
ir Viðar. Menntamál eru ekki síður
mikilvæg fyrir klasann og er horft
til þess að byggja upp námskeið á
háskólastigi til að þjálfa verkfræð-
inga og tæknifræðinga til að vinna í
jarðvarmageiranum. „Það er í þessu
samhengi mjög mikilvægt að styðja
við og bæta ímynd iðnnáms. Við-
hald og rekstur orkuvera, hitaveit-
ur og iðnaðurinn sem þjónar þess-
um atvinnugreinum líður nú um
stundir fyrir skort á hæfum iðn-
aðarmönnum, sem hefur neikvæð
áhrif á samkeppnishæfni íslensks
samfélags.“
Önnur verkefni klasans eins og
gerð kynningarefnis og heimasíða
eru að sögn Viðars í stöðugri þróun.
„Að mínu mati er nauðsynlegt að Ís-
lendingar geri sér grein fyrir þeirri
sérstöðu sem þeir búa við þegar
kemur að upphitun híbýla sinna
með jarðvarma. Jarðvarmaauðlind-
in er ein helsta forsenda þess að Ís-
land býður upp á þau lífsgæði sem
við teljum sjálfsögð. Þeir sem muna
örlítið lengra aftur en aftur fyrir
miðja síðustu öld átta sig á þeim
verðmætum sem jarðvarminn hefur
skapað íslensku samfélagi. Íslensk-
ar hitaveitur og fjölþætt og sam ofin
nýting jarðvarmans einkennir ís-
lenskt samfélag öðru fremur.“
Ísland er land jarðvarmans
Meginhlutverk Íslenska jarðvarmaklasans er að kynna Ísland sem land jarðvarmans en íslenskar hitaveitur og samofin nýting
jarðvarmans eru einkennandi fyrir land og þjóð. Klasanum tilheyra að jafnaði 50 aðildarfélagar sem allir starfa nátengt iðnaðinum.
Íslendingar fá 70 prósent allrar frumorku úr jarðvarma. Nærri 100 prósentum af frumorkuþörf landsins er mætt með endurnýjanlegum orkugjöfum.
Að mínu mati er
nauðsynlegt að
Íslendingar geri sér
grein fyrir þeirri
sérstöðu sem þeir búa
við þegar kemur að
upphitun híbýla sinna
með jarðvarma.
Viðar Helgason