Öldrun - 01.03.2002, Page 5
5ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002
kennd um alla Evrópu og þykir mjög eftirsóknarvert
bæði að nema, sem og að kenna við deildina. Andrúms-
loft deildarinnar er alþjóðlegt þar sem kennarar og
gestakennarar, ekki síður en nemendur koma víðs-
vegar að úr heiminum. Um þessar mundir eru m.a.
nemendur frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Austurríki,
Belgíu, Þýskalandi og Ísrael sem stunda nám við deild-
ina. Til að komast inn í deildina verður fólk að fara í
inntökupróf og eru einungis 10 – 12 umsækjendur
teknir inn ár hvert, en yfirleitt eru umsækjendur yfir 60
talsins.
Hvað er músíkþerapía?
Músíkþerapía er ein tegund meðferðar þar sem
skipulögð notkun tóna, hljóða og hreyfinga er beitt til
að hjálpa viðkomandi skjólstæðingi við að auka
vellíðan eða ná fram þeim mögulega þroska og eigin-
leikum sem skjólstæðingurinn býr yfir. Músíkþerapist-
inn vinnur eftir mismunandi músíkþerapíufræðum og
aðferðum sem hentar hverjum og einum skjólstæðingi
í samræmi við sett markmið. Gert er mat á ýmsum eig-
inleikum skjólstæðingsins, styrk hans og meðferðar-
þörf. Út frá þessu mati eru síðan gerð markmið sem
unnið er með í þerapíunni.
Músíkþerapíu er hægt að nota með margskonar
markhópum t.d. líkamlega og andlega fötluðum ein-
staklingum, heyrnalausum einstaklingum, einstak-
lingum sem eiga erfitt með mál, börn og unglingum
með hegðunarvandamál eða börnum sem eiga erfitt
með nám. Einnig er hægt að nota músíkþerapíu með
geðfötluðum einstaklingum og síðast en ekki síst öldr-
uðum einstaklingum. Með öðrum orðum má nota mús-
íkþerapíu með öllum börnum og fullorðnum sem hafa
sérstakar andlegar, félagslegar, vitsmunalegar eða lík-
amlegar þarfir.
Það sem gerir músíkþerapíu frábrugðna öðrum
meðferðum er sjálf tónlistin. Í hverjum tíma upplifir
skjólstæðingurinn tónlistarlega reynslu af einhverju
tagi. Sem dæmi má nefna „að impróvisera“ eða að
spinna en þá býr skjólstæðingurinn til tónlist án undir-
búnings með því að syngja eða að spila á einhver hljóð-
færi. Skjólstæðingurinn ræður algjörlega hvað hann
vill spila en oft út frá fyrirfram ákveðnu þema og mús-
íkþerapistinn spilar með. Skjólstæðingurinn getur líka
endurskapað tónlist en það gerir hann þegar hann
syngur og spilar fyrirfram tilbúna tónlist.
Einnig getur skjólstæðingurinn samið tónlist en þá
hjálpar músíkþerapistinn skjólstæðingnum að skrifa
tónlistina niður, hvort sem er með nótum, teikna og
mála, eða með einhverjum öðrum hætti sem hentar
viðkomandi skjólstæðingi.
Skjólstæðingurinn getur einnig hlustað á tónlist af
öllu tagi en þá er mjög mikilvægt að músíkþerapistinn
finni hina réttu tónlist sem hentar viðkomandi skjól-
stæðingi svo að hann fái sem mest út úr þerapíunni.
Það er alls ekki sama hvað er spilað og hér er gott að
fá upplýsingar frá t.d. fjölskyldu skjólstæðingsins eða
öðrum sem er náinn skjólstæðingnum.
Það þarf enga tónlistarmenntun af neinu tagi til að
geta nýtt sér músíkþerapíu. Tónlistin er alltaf sniðin að
þörfum og þroska viðkomandi skjólstæðings.
Margir vilja rugla saman tónlistarkennslu og mús-
íkþerapíu en það er alls ekki sami hluturinn. Munurinn
á tónlistarkennslu og músíkþerapíu er sá að í tónlistar-
kennslu er tónlistin aðalatriðið og þar er markmiðið að
kenna viðkomandi tónlist. Tónlistin virkar algjörlega
eftir hæfni þess sem tekur þátt í að flytja hana.
Í músíkþerapíu er það einstaklingurinn sem er aðal-
atriðið. Þar skiptir máli að nota tónlistina á þann hátt að
hægt sé að hjálpa viðkomandi til að ná fram t.d. mögu-
legum þroska. Það getur vel verið að tónlistin hljómi
vel og fagurfræðilega rétt en það er alls ekki mark-
miðið.
En af hverju tónlist? Jú, tónlistin skapast af þeim
sem hlustar á hana. Það þýðir að fólk upplifir ekki endi-
lega tónlist á sama hátt. Upplifunin er m.a. í tengslum
við tíma og stað, menningu, tónlistaruppeldi og félags-
legt samhengi. Tónlist er þess vegna ekki einhver fyr-
irfram ákveðin framleiðsla sem passar öllum heldur lif-
andi fyrirbæri sem lagar sig eftir persónuleika og sál-
arástandi hlustandans, umhverfi og augnabliki. Tónlist
er líka samskiptatæki sem getur haft boðskap eða inni-
hald. Þessi boðskapur getur verið margbreytilegur allt
eftir því hver á í hlut.
Það er mikilvægt fyrir alla að fá tækifæri til að tjá
sig. Þeir sem ekki geta tjáð sig með orðum geta orðið
mjög einangraðir og getur það valdið mikilli vanlíðan
Með tónlistin geta þeir fengið að tjá sig og tilfinningar
sínar og það er síðan músíkþerapistans að lesa úr
henni. (Ruud, 1997)
Músíkþerapía með heilabiluðum
einstaklingum
Músíkþerapía getur verið mjög mikilvægur þáttur í
lífi heilabilaðra einstaklinga. Meðal annars er hún
mjög góð til:
• að mynda samband við einstaklinginn
• að hjálpa einstaklingnum að vinna gegn einmana-
leika, vonleysi og aðgerðarleysi
• að gefa einstaklingnum möguleika á tjáningu án
orða
• að skapa sálrænt og líkamlegt jafnvægi hjá einstak-
lingnum
• að byggja upp lífsgleði hjá einstaklingnum
• að efla hæfni einstaklingsins til að velja eða gefa
honum möguleika á vali
• að styrkja og efla sjálfsálit og sjálfsvirðingu hjá ein-
staklingnum
• að efla félagslega samveru og hæfni til að vera/
starfa í félagsskap við aðra
• að örva mál hjá einstaklingnum
• að styrkja einbeitingu og úthald hjá einstaklingn-
um