Öldrun - 01.03.2002, Page 6
6 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002
Tónlistin getur einnig virkað sem vitræn örvun,
hana er hægt að nota í tengslum við líkamlegar æfingar
og síðast en ekki síst getur tónlistin verið mjög áhrifa-
rík til að vekja upp minningar og efla umræður hjá ein-
staklingnum. (Friis, 1987)
Músíkþerapíu er hægt að nota til að hugsa um og
hjálpa viðkomandi í sambandi við líkamlega heilsu.
Einnig er hægt að minnka virkni sjúkdómsins, hindra
að viðkomandi lendi í ógöngum vegna sjúkdómsins,
viðhalda stöðu viðkomandi sem einstaklings og passa
upp á virðingu hans sem manneskju. Einnig er hægt að
minnka og fyrirbyggja tilfinningalega og einstaklings-
bundna erfiðleika sem viðkomandi getur lent í.
Músíkþerapía getur hjálpað heilabiluðum einstak-
lingum að ná sambandi her við annan og minnka þar
með þeirra einangrun. Tónlistin getur virkað hvetjandi
og örvað minni einstaklinganna í endurminningahópi.
Hún getur einnig verið mikilvægur þáttur sem áhuga-
mál hjá viðkomandi og tónlistarleikir geta verið not-
hæfir í tengslum við líkamlegar æfingar. Tónlistin
virkar afslappandi t.d. þegar að viðkomandi einstak-
lingar eru órólegir, hræddir eða þunglyndir. (Bright,
1997)
Það er ekki hægt að segja neitt ákveðið um það
hvernig er best að vinna með heilabiluðum einstak-
lingi. Það er með þennan hóp eins og aðra hópa að
nauðsynlegt er að vinna mjög persónubundið með
hverjum og einum einstaklingi. Hvaða þörf hefur við-
komandi, hvað þarf hann að fá út úr músíkþerapíunni?
Áhrif tónlistarinnar á heilabilaða
einstaklinga
Tónlistin er mjög margbreytileg og hefur marga
þætti s.s. rytma, laglínu, hljóma, tempó og fleira sem
hægt er að vinna með allt eftir því hvað hentar hverjum
og einum. Í músíkþerapíu er það reyndar ekki ein-
göngu tónlistin sjálf sem virkar heldur líka hvernig
hún er notuð af músíkþerapistanum og skiptir það auð-
vitað öllu máli. Þó svo að það geti haft góð áhrif að spila
tónlist fyrir heilabilaða einstaklinga þá er ekki endilega
nóg að setja bara tónlist í tækið og láta hana hljóma
daginn út og daginn inn. Geislaspilarinn spyr ekki við-
komandi einstakling spurninga og getur heldur ekki
tekið á móti þeim mörgu og misjöfnu tilfinningum sem
fram koma hjá viðkomandi þegar hann hlustar.
Fyrir heilabilaða einstaklinga er léttara að muna
gamlar minningar heldur en nýjar. Þegar tónlistin
hefur svo sterka eiginleika að hún vekur upp minn-
ingar hjá okkur, er það sjálfsagt í samhengi við, að tón-
listin er oft hluti af okkar siðum og venjum. (Ruud,
1997)
Nauðsynlegt er fyrir músíkþerapista að hafa þetta í
huga þegar velja á lög fyrir skjólstæðingana. Barna-
söngvar, ættjarðarsöngvar og jólalög er það sem fólk
man best og það sem vekur upp flestar minningarnar
og er það vegna þess að allar okkar upplifanir, sögur
okkar og minningar með tónlist eru einn hluti af sjálfri
tónlistarupplifuninni. Við syngjum þessa söngva ár
eftir ár í tengslum við fasta viðburði í tilveru okkar t.d.
jólasöngva sem við syngjum á jólum, árstíðarsöngva
sem við syngjum allt árið og vögguvísur sem voru
sungnar fyrir okkur þegar við vorum lítil og við
sungum svo fyrir börnin okkar. Eins minnumst við
heimahaga okkar þegar við syngjum ættjarðarsöngva.
Tónlistin er því mikilvægur miðill til að minna okkur á
tíma og staði. (Rolvsjord, 1999).
Söngur er ómissandi þegar kemur að auknum lífs-
gæðum fólks með heilabilun og aðstandendum þeirra.
Söngurinn hvetur til aukinnar meðvitundar, kunnings-
skapar, huggunar og samskipta meira en nokkuð
annað. Margir geta sungið saman og er engin nauðsyn-
leg þekking á tónlist nauðsynleg til að fólk geti verið
með (Clair, 2000).
Minningarnar streyma fram þegar við syngjum og
hlustum á tónlist. Sumar eru góðar og aðrar vondar og
sumar bera með sér sorg af því að þær eru því miður
bara minningar, en ekki sjálfur raunveruleikinn (Rolv-
sjord, 1999).
Fyrir heilabilaðan einstakling eru minningarnar
mjög mikilvægar vegna þess að í gegnum þær getur
viðkomandi haldið fast í sjálfsvitund sína og í sitt líf.
Margar minningar koma fram þegar við syngjum eða
hlustum á tónlist en þessar minningar sem að tónlistin
kallar fram geta verið uppspretta lífskraftsins (Rolf-
sjord, 1998).
Það er með tónlistina sem og svo margt annað að
það er mismunandi hverju fólk heillast af. Þetta á auð-
vitað jafnt við um heilabilaða einstaklinga sem og aðra.
Ekki eru allir sem heillast af söngnum og sumir neita
algjörlega að taka þátt í honum hafa kannski aldrei
sungið fyrr á sinni lífsleið og vilja ekki taka upp á því
núna. Því er mjög mikilvægt að músíkþerapían sé fjöl-
breytt. Eitt af því sem mörgum finnst spennandi að
gera í músíkþerapíunni er að spila á hljóðfæri. Margir
eru hálf hræddir í byrjun, hræddir um að „spila vit-
laust“ og hafa aldrei spilað á hljóðfæri fyrr. Þegar búið
er að skýra út að það sé ekki hægt að „spila vitlaust“ í
músikþerapíu freistast margir til að prófa og sjá þá að
þeim gengur bara ágætlega þó svo þeir hafi aldrei
spilað fyrr.
Áhrif músíkþerapíu á hegðun og þung-
lyndi heilabilaðra einstaklinga
Þar sem músíkþerapían er tiltölulega ný fræði-
grein, alla vega miðað við margar aðrar fræðigreinar er
mörgum spurningum enn ósvarað. Því er mikið rann-
sakað og á það líka við um músíkþerapíu með heilabil-
uðum einstaklingum. Langar mig hér á eftir að minn-
ast á örfáar þar að lútandi.
Árið 1989 var framkvæmd rannsókn á vegum Mill-
ard og Smith í Bandaríkjunum þar sem þeir athuguðu
áhrif hópsöngs á félagslega hegðun Alzheimerssjúk-
linga. Þeir framkvæmdu rannsóknina með 10 sjúk-
lingum sem komu tvisvar í viku í fimm vikur, 30 mín. í