Öldrun - 01.03.2002, Qupperneq 10
10 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002
15 mögulegum. Spönnin var frá 0 til 10 stig. Á öðru
mati reyndist meðalgildið vera 1,2 þar sem spönnin var
0 til 2 stig. Þegar litið er á þriðja mat reyndist meðal-
gildið hafa hækkað í 1,6 stig og var spönnin þar frá 0 til
6 stig ( sjá töflu nr. 3).
Önnur breyta sem mig langar til að fjalla um, er til-
gátan um hvort að músíkþerapía hafi áhrif á ofskynj-
anir hjá Alzheimerssjúklingum.
Á annarri breytu matsins sem er ofskynjanir reynd-
ist meðalgildi þátttakenda í fyrsta mati vera 5,2 stig af
Tafla 3. Meðalgildi og staðalfrávik á breytunni ofskynjanir.
Skjólst.1 Skjólst.2 Skjólst.3 Skjólst.4 Skjólst.5 Meðalgildi Staðalfrávik
Mæling 1 8 1 0 10 7 5,2 4,4
Mæling 2 0 0 2 2 2 1,2 1,1
Mæling 3 0 0 2 6 0 1,6 2,6
Skali mæligilda er frá 0-15
Tölfræðilegur munur reyndist vera (p=0,11).
Miðað er við marktækan mun (p>0,05) en mark-
tækur munur á þessum tveim breytum sem nefndar
voru hér að ofan er samkvæmt tölfræðilegum útreikn-
ingum (p = 0,12) og (p=0,11). Samkvæmt þessu virðist
því ekki tölfræðilega marktækur árangur af meðferð-
inni. Hins vegar þarf að hafa í huga að fjöldi mælinga
(mat á hegðun á þremur tímabilum og fimm einstak-
linga, þ.e. 15 mælingar) er mjög lítill og áreiðanleiki
tölfræðiprófanna fremur lítill. Því þarf að túlka allar töl-
fræðilegar niðurstöður með varúð.
Umræður
Þegar litið er á þessar niðurstöður könnunarinnar
ber að hafa í huga að lagt var af stað með 8 sjúklinga
og endað með 5 sem gerði það að verkum að mælingar
urðu mjög fáar eða einungis 15 mælingar í allt. Það er
mjög lítið og gerir það að verkum að áreiðanleiki töl-
fræðiprófanna verður fremur lítill og því verður að
túlka allar tölfræðilegar niðurstöður með mikilli varúð.
Sá tími sem notaður var í músíkþerapíuna gat því
miður ekki verið lengri en oft þarf meðferð að vara í
mörg ár hjá hverjum sjúklingi. Þetta ber að hafa í huga
þegar niðurstöður eru skoðaðar. Því er merkilegt að
skoða nánar, að þó svo ekki reyndist tölfræðilega mark-
tækur munur á hegðun sjúklinganna miðað við
ofsóknar og aðrar ranghugmyndir fyrir og eftir músik-
þerapíu miðað við 95% tölfræðileg skekkjumörk, er
hins vegar munur miðað við 85% tölfræðileg skekkju-
mörk og nálægt því að vera marktækt miðað við 90%.
Segjast verður eins og er að það er ótrúlega góð
breyting á sjúklingunum miðað við þennan stutta tíma
sem þeir fengu í músikþerapíu.
Þegar litið er á hvern einstakan sjúkling, sést að
músíkþerapíumeðferðin hefur haft mjög mikil áhrif á
b) Ofskynjanir
0
2
4
6
8
10
12
14
16
Skjólst. 1 Skjólst. 2 Skjólst. 3 Skjólst. 4 Skjólst. 5 Meðalgildi
Gott
Slæmt
Mesta gildi Mæling 1 Mæling 2 Mæling 3