Öldrun - 01.03.2002, Page 13

Öldrun - 01.03.2002, Page 13
13ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002 Greinin byggir á erindi sem höf- undur flutti á námstefnu Öldrunar- fræðafélags Íslands og Endurmennt- unarstofnunar Háskóla Íslands um búsetu aldraðra í nútíð og framtíð. Inngangur Ef við veltum fyrir okkur kröfunum til hjúkrunar- heimila fyrir aldraða eins og þær birtast á Stór-Reykja- víkursvæðinu þar sem mesta eftirspurnin er, þá er krafan sú að fá pláss. Það er lítið rúm fyrir óskir, skort- urinn er það mikil að verðandi íbúar hjúkrunarheimila eru þakklátir fyrir hvað sem er svo þeir verði ekki lengur byrði á öðrum eða fyrir í kerfinu liggjandi á sjúkradeildum sem ekki er ætlað að hafa þá. Ættingjar, oft yfirkomnir af áhyggjum og langvarandi þreytu þiggja plássið óháð því hvort það sé í takt við óskir eða ekki, eða hvort um sé að ræða herbergi til einkaafnota eða í fjölbýli með öðrum. Umönnunaraðilar á sjúkra- húsum og í heimaþjónustu útskrifa íbúann í næsta úrræði sem fæst og snúa sér að eigin biðlistum. Ef litið er á lögin um málefni aldraðra, sem enn eru við lýði og umfram lög sem gilda almennt um borgar- ana ( lög sem sérstaklega er ætlað að tryggja hag aldr- aðra). Þar segir að hverjum einstaklingi skal gert kleift að dvelja á eigin heimili eins lengi og kostur er. Krafan þar er að fólk fái þjónustuna til sín. Verulega vantar á að því sé mætt. Heimaþjónusta hérlendis er það fjár- hagslega svelt að hún getur ekki mætt nema broti af þjónustuþörfinni og þá þeim sem betri heilsuna hafa og sterkasta stuðningskerfið. Það eru því fáir aldraðir búandi á eigin heimili í dag, sem búa við sama heilsu- far og þeir sem dvelja á sjúkrahúsum og hjúkrunar- heimilum. Hugmyndafræðin í lögunum er og verður ,,utopia” þar til meira fé verður veitt til uppbyggingu heimaþjónustunnar og hugmyndir manna um hvað sé heimili þróist. Sífellt eykst þörfin fyrir fleiri hjúkrunarheimili á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þar kemur til að háöldr- uðum fjölgar, fólksflutningar utan að landi aukast einnig í þessum aldurshópi og unnið er að fækkun fjölbýlisherbergja á eldri hjúkrunarheimilum. Áætlað er að byggja þurfi 100 íbúa hjúkrunarheimili í þessum Hjúkrunarheimili framtíðarinnar Ný hugmyndafræði er samræmist kröfum nútímans til hjúkrunarheimila Anna Birna Jensdóttir hjúkrunarforstjóri Sóltúni

x

Öldrun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.