Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 14

Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 14
14 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002 landshluta á hverju ári fram til ársins 2010 til að mæta eftirspurn og þörf. Meðalaldur íbúa hjúkrunarheimila á Stór-Reykja- víkursvæðinu er um 84 ár, þeir búa við lélegt heilsufar og skerta getu til athafna daglegs lífs. Verulegur hluti þeirra þjáist af minnisskerðingu. Þeir eiga það sameig- inlegt að þurfa sólarhringshjúkrun alla daga ársins, en af mjög margvíslegum ástæðum. Kröfur til hjúkrunar- heimila þurfa því fyrst og fremst að taka mið af flóknum þörfum einstaklinga. Heimilið Til að hús geti verið heimili einstaklings þarf hann að upplifa heimiliskenndina. Upplifunin að þetta eða hitt sé mitt, og maður hafi eitthvað með hlutina að segja, sé þátttakandi í ákvarðanatöku og forgangs- röðun í daglega lífinu. Að hlustað sé á óskir og vænt- ingar. Heimilið þarf að vera griðastaður þar sem ein- staklingurinn hefur frið, til að mynda frið fyrir ágengi annarra. (Þessir aðrir geta verið aðrir íbúar, gestir og starfsfólk). Mikilvægt þeim sem sjúkir eru er að finna sig í öruggum höndum, þannig að fumlaust verði tek- ist á við veikindi þeirra. Þekking er því hornsteinn allrar þjónustu á hjúkrunarheimili og það sem starfið ber að byggja á. Hjúkrunarheimili þurfa að forðast allar rútínur sem steypir íbúum þess í sama farið. Vinna þarf að því að málamiðlanir verði sem minnstur þáttur í daglega líf- inu. Dagsins önn þarf að vera til staðar til að tilgangur sé til staðar. Fólk þarf að fá athafnafrelsi til að takast á við verkefni dagsins á sínum forsendum. Það getur verið töluverð list ef sjálfsbjargageta er lítil. Aðstæður bæta iðulega ekki úr, þar sem hefðin er að hjúkrunar- heimilin séu stór, allt frá 48 manna heimilum upp í nokkur hundruð. Þeim er síðan deildarskipt og geta búið allt að 25-30 manns á hverri deild. Sambýli ruddu sér braut fyrir nokkrum árum, en þau hafa þann ann- marka að fólk þarf að flytjast úr þeim á deild ef heilsu- farið versnar. Þannig er búsetan ekki örugg. Af 1700 hjúkrunarrýmum á Íslandi eru einungis rúmlega 100 einbýli. Þjónustan Margvísleg þjónusta er veitt á hjúkrunarheimilum. Þjónusta sem veitt er allan sólarhringinn er hjúkrun og bakvaktarþjónusta læknis. Yfir daginn er auk þess mikilvæg þjónusta eins og máltíðir, afþreying, sál- gæsla, þjálfun, ræsting, snyrtiþjónusta, bankaþjónusta, viðhald húsnæðis og akstur. Til þess að veita þessa þjónustu þarf einn starfsmann per hvern íbúa að minnsta kosti. Þessi staðreynd gerir það að verkum að íbúi getur þurft að kynnast mjög mörgum mann- eskjum sem þjónusta hann og starfa með honum. Það er oft ofraun lasburða einstaklingi. Krafan til hjúkrun- arheimilis framtíðarinnar er að tryggja íbúum að sem mest sama starfsfólkið þjónusti hann. Til þess að svo megi verða er þörf á viðhorfsbreytingu í samfélaginu sem endurspeglast í aukinni virðingu á störfum meðal aldraðra og þyngri vigtun í launaumslag þeirra sem annast þá. Ennfremur þarf til allar þær lausnir og tækni sem auðveldar sjálfsbjörg, umönnun og léttir störfin. Snjöll hús Hjúkrunarheimili framtíðarinnar þurfa að vera snjöll hús. Við hönnun þeirra þarf að gera sér grein fyrir þörfum íbúa og stuðla frá upphafi að því að mæta þeim. Ef vafaatriði koma upp ber ávallt að spyrja spurn- inga út frá sjónarhorni íbúanna. Hönnun þarf að miða að því að um heimili sé að ræða og þeir sem þar búa geti haft aðbúnað til að stunda flest það sem gert er í venjulegu heimilislífi s.s. að elda, þvo þvott, annast blóm og gróður, taka til, lesa, horfa á sjónvarp, hlusta á útvarp, taka á móti gestum o.s.frv. Það þarf að uppfylla ákveðnar lágmarkskröfur: Eigin íbúð til einkaafnota. Það þýðir að íbúinn fær íbúð úthlutað og heldur henni meðan hann býr á hjúkr- unarheimilinu. Þetta er heimilið hans/hennar og þjón- ustan er veitt heim til hans/hennar. Á þessu nýja heim- ili íbúans skal vera hægt að veita honum þá hjúkrunar- þjónustu sem þörf er á til æviloka. Mæta á þörfum hjóna með stærri íbúð. Það að hafa íbúð til einkanota, breytir flestum áherslum sem stofnanir hafa lagt áherslu á. Íbúa er vitjað heima hjá honum, hann fær hjúkrun inni hjá sér, er með eigið baðherbergi, geymir lyfin sín sjálfur. Fjölskyldufundir eru haldnir á heimili hans. Hann hefur eigin síma, sjónvarp, tölvu o.s.frv. allt eftir áhuga hvers og eins. Endalausar málamiðlanir sem fylgja sambýli með mörgum öðrum hverfa úr sög- unni og uppgjöfin verður vonandi minni. Nóg er yfir- leitt að glíma við heilsufarsmissinn og þá staðreynd að verða upp á aðra komin með aðstoð. Ef heilsufarið er þannig að maður þarf alla aðstoð við að snúa sér í rúmi, setjast upp, fara úr rúmi í stól, fara úr stól á salerni, þá ber að nota nútíma lausnir til að auka öryggi og flutn- ing. Lyftubúnaður hvers konar ýmist frístandandi eða loftfestur er fáanlegur til þessarra nauðsynlegu flutn- inga manneskjunnar. Í stað þess að hjúkrunarstarfs- fólk sé að nota líkamsburði til flutninganna notar það tækni, en styður, hvetur og leiðbeinir meðan athöfnin fer fram. Einstaklingur sem býr við svima og dettni, getur nýtt sér hjúkrunarvöktunarkerfi til að tryggja öryggi sitt. Þar er hægt að senda boð ef einhver sem ræður ekki við að fara sjálfur fram úr rúmi og ætti að hafa aðstoð sér við hlið, fer fram úr. Þá kemur boð í þráð- lausan síma hjá viðkomandi umönnunaraðila um að líta til þessa einstaklings. Ennfremur getur sá sem býr við þvaglekavandamál látið senda samskonar boð ef hann liggur í blautu rúmi. Venjulegast helst viðkomandi þurr í næturbleiu en inn á milli fer allt á flot. Þeir sem til

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað: 1. tölublað (01.03.2002)
https://timarit.is/issue/384651

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

1. tölublað (01.03.2002)

Aðgerðir: