Öldrun - 01.03.2002, Blaðsíða 16
16 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002
Fyrirtækið og rekstur
Heimili hafa ekki launadeild, tæknideild, tölvu-
deild, bókhaldsdeild o.s.frv. Slíkar einingar verða þó
nauðsynlegar þegar horft er á rekstur hjúkrunarheim-
ila. Rekstur stærri heimila er með 1/2 til 1 milljarð í
ársveltu og nokkur hundruð starfsmenn í vinnu. Brýnt
er við hönnun að þessir þjónustuliðir verði ekki þeir
sýnilegustu á heimilinu. Í seinni tíð hefur sá möguleiki
opnast að úthýsa slíkum þáttum í rekstri og ef komið
er á hagstæðum samningum við rekstraraðila er það
mjög jákvætt gagnvart yfirbragði heimilisins. Þannig
er hægt að úthýsa, eldun máltíða, þvottaþjónustu, bók-
haldi og launavinnslu, og kaupa að ræstingu, garðyrkju
og tölvu- og tækniþjónustu. Þessi atriði hafa þýðingu
þegar litið er á heimiliskenndina, býr maður í fyrirtæki
eða á heimili. Það sama má segja um ýmsa aðstöðu
starfsmanna. Er vaktin, línið, skolið miðja deildar-
innar/heimilisins? Á venjulegum heimilum þá er það
eldhúsið og stofurnar. Þvottahúsið og geymslurnar
eru einhvers staðar fjarri og blasa ekki við. Þörfin fyrir
vaktíverustaðinn hverfur þegar boðin koma beint til
þín hvar sem þú ert staddur í byggingunni. Áherslan
þarf að vera á þá þjónustu sem ætluð er íbúanum beint
á hjúkrunarheimilinu sjálfu. Allt annað getur verið
fjarri með nútíma tækni. Með því að fækka fermetrum
í byggingu undir fyrrnefnda stoðþjónustu, má fjölga
þeim fermetrum sem íbúinn hefur til sinna afnota. Við
það að bæta aðstöðu hans, batnar verulega aðstaða
starfsmanna til að annast um viðkomandi og koma að
viðeigandi hjálpartækjum hverju sinni. Áhersla á
aðbúnað íbúans verður sýnilegri.
Öryggið
Hjúkrunarheimilið þarf að vera öruggt. Það á við
um öll heimili. Sérstaða hjúkrunarheimila á Stór-
Reykjavíkursvæðinu er stærð þeirra. Það þýðir að það
er ekki yfirsýn um þá gesti sem koma í húsið. Með vax-
andi notkun eiturlyfja hérlendis hafa hjúkrunarheimili
orðið fyrir ágengni eiturlyfjaneytenda og útigangs-
manna sem misnotað hafa heilsuleysi aldraðra íbúa til
þess að stela og svíkja. Alvarlegast er þegar slíkir
glæpamenn eru ættingjar íbúanna. Þarna skarast tvo
sjónarmið, annars vegar það að heimilið sé opið
gestum íbúanna eins og þeir kjósa og hins vegar að
tryggja öryggi íbúanna og starfsmanna fyrir óviðkom-
andi óþjóðalýð. Vegna aðstæðna er nauðsynlegt að hafa
nýjustu tækni hvað varðar aðgangsstýringu, innbrota-
kerfi, hússtjórnarkerfi og brunavarnakerfi til staðar í
nútíma hjúkrunarheimili.
Lokaorð
Tæknin er óþrjótandi og getur verið mjög hjálpleg,
það má hins vegar aldrei gleyma hinum mannlega
þætti umönnunar. Umhyggjan, samveran og nándin
skipta hér höfuðmáli ásamt því að tryggja að umönnun
þeirra sem háðir eru öðrum sé ávallt byggð á þekk-
ingu. Þörf fyrir hjúkrunarheimili fer vaxandi, líta þarf
á íbúðir íbúa þeirra sem eigin heimili og þjónustuna
sem heimaþjónustu.
Ítarefni:
Anna Birna Jensdóttir, Júliana Sigurveig Guðjónsdóttir, Hlíf Guð-
mundsdóttir, Ingibjörg Hjaltadóttir.(1999-2000) Sjáanlegar vísbendingar
um gæði öldrunarhjúkrunar. Grein í vinnslu. Rannsóknin var kynnt á
WENR ráðstefnu, Reykjavík 2000 og 15 NKG ráðstefnu Reykjavík 2000.
Auður Harðardóttir og Anna Birna Jensdóttir. Umönnun aldraðra.
(1996) í bókinni ,,Árin eftir sextugt. Allt sem þú þarft að vita til að njóta
efri áranna.” Ritstj. Hörður Þorgilsson og Jakob Smári. Útg. Forlagið.
Bls. 424-435
Hjúkrunarvöktunarkerfið Vökull www.securitas.is