Öldrun - 01.03.2002, Síða 17
17ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002
þeim sem fylgja aldurstengdri hrörnun í augnbotni.
Auganu má líkja við myndavél, þar sem glæra og auga-
steinn eru linsukerfi, sem beinir mynd í brennipunkt á
sjónu, sem skynjar myndina líkt og filma myndavélar-
innar. Í henni er urmull ljósnæmra fruma, svokallaðir
ljósnemar. Þeim má skipta í tvennt eftir gerð og eðli.
Annars vegar eru keilur, sem þurfa mikið ljós til að
starfa eðlilega og nýtast því best í birtu. Þær hafa með
skarpa sjón ásamt litar- og formskyni að gera. Keilurn-
ar eru aðallega staðsettar í gula blettinum, sem er lítið
svæði í miðjum augnbotninum, um 1,5mm að stærð. Á
því eru 10 milljón keilur. Í daglegu tali er keilusjónin
ýmist kölluð skörpsjón eða lessjón. Hinsvegar eru í
augnbotninum stafir, um 200 milljón talsins, sem
dreifðir eru um augnbotninn allan. Þeir eru mjög ljós-
næmir og nýtast því fyrst og fremst í rökkri ásamt því
að skynja hreyfingar. Starfsemi þeirra er í mæltu máli
kölluð hliðarsjón eða ratsjón.
Tengsl sjónskerðingar og aldurs
Algengi sjónskerðingar og blindu eykst hratt með
aldri. Með algengi er átt við fjölda í ákveðnum aldurs-
hópi miðað við heildar mannfjölda í sama hópi. Algengi
sjónskerðingar er aðeins 0,1% í yngstu aldurshópum
Orsakir sjónskerðingar á Íslandi
Langalgengasta orsök sjóndepru hérlendis er
aldurstengd rýrnun í miðgróf sjónu (gulablettinum),
sem á enska tungu er nefnd Age-related Macular
Degeneration (AMD). Í daglegu tali gengur hún oft
undir nafninu kölkun í augnbotni, sem er raunar rang-
nefni. Þeir sem henni eru haldnir eru alls ekki að
kalka, hvorki andlega né líkamlega. Láta mun nærri að
annar hver Íslendingur finni fyrir sjóndepru af hennar
völdum eftir áttrætt. Af öllum skjólstæðingum Sjón-
stöðvar Íslands bæði blindum og sjónskertum, 1.250
að tölu, eru 700 (54%) sjónskertir af hennar völdum.
Tveir þriðju hlutar þeirra eru komnir yfir sjötugt og
enginn er alblindur. Langflestir eru reyndar í besta
sjónskerðingarflokki, blinduflokki 1, þar sem sjónin er
á bilinu 6/18 - 6/60 en með slíka sjón getur fólk yfirleitt
lesið venjulegt letur með sérútbúnum sjónhjálpartækj-
um. Næstalgengasta orsök sjónskerðingar meðal
Íslendinga er arfgeng sjónuhrörnun eða Retinitis Pig-
mentosa (RP) en með hana sem frumorsök blindu eða
sjónskerðingar eru þó aðeins 70 manns eða tæp 6%. Í
þriðja sæti kemur svo gláka með 5,2% og sjóntaugar-
rýrnun í því fjórða, 3,8%. Sjá mynd 1.
Gerð og starfsemi augans
Nauðsynlegt er að kunna skil á byggingu og starf-
semi augans, til þess að geta áttað sig á einkennum
Sjón á efri árum
Guðmundur Viggósson
augnlæknir
yfirlæknir Sjónstöðvar Íslands
54,2%
5,2% 3,8%
5,6%
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
Aldursrýrnun RP Gláka Sjóntaugarrýrnun
Mynd 1. Fjórar aðal orsakir sjónskerðingar á Íslandi
árið 2001