Öldrun - 01.03.2002, Qupperneq 18
18 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002
eða einn sjónskertur af hverjum 1.000 íbúum og eykst
lítið fram að sextugu, enda fágætt að menn verði blind-
ir á því aldursbili, þar sem orsakir sjónskerðingar
meðal ungs fólks eru flestar meðfæddar. Eftir sextugt
eykst algengið aftur á móti hratt og kemst upp í 30% í
elstu aldurshópum. Ekki er síður erfitt að missa les-
sjón á efri árum þegar hreyfigeta dvínar og lítið annað
hægt að gera en að líta í bók. Ævikvöldið er alltaf að
lengjast og því ættu menn að reyna að viðhalda lífsgæð-
um eins og sjón með öllum ráðum.
Aldurstengd augnbotnahrörnun
Algengi augnbotnahrörnunar fer ört vaxandi með
auknum aldri. Algengið er aðeins 2,4% í aldurshópnum
60-65 ára, 27% í hópnum 75-80 ára en meira en 50% hjá
þeim sem komnir eru yfir áttrætt. Flestir eru á aldrinum
75-80 ára eða 70% allra, enda er sá aldurshópur einn fjöl-
mennasti hópur aldraðra. Nafngiftin aldursrýrnun er til-
komin vegna þessara nánu tengsla við aldur. Sjá mynd 2.
lespunktinum og því beint ofan í skemmdina. Stundum
er auðveldara er að greina smáatriði með því að gera
sér far um að horfa framhjá því sem ætlunin er að
skoða, þannig að myndin lendi utan við skemmdina.
Algengast er að skarpa sjónin versni smám saman á
löngum tíma uns fólk hættir að geta lesið með venju-
legum lesgleraugum. Einnig er til í dæminu að sjónin
versni nokkuð skyndilega vegna bjúgs eða blæðinga í
lespunktinn. Til eru nefnilega tvö ólík form af sjúk-
dómnum, annarsvegar svokölluð þurrarýrnun með
hægfara versnun og hins vegar votarýrnun, en þá bjag-
ast sjónin vegna leka frá nýæðamyndunum. Algengast
er að aldursrýrnun byrji fyrst aðeins í öðru auga og
geta jafnvel liðið nokkur ár þar til seinna augað gefur
sig. Getur þetta skipt sköpum varðandi meðferð, sér-
staklega fyrir þá sem hafa votarýrnun, þar sem með-
ferð er nú loksins möguleg í sumum tilvikum hennar.
Menn geta þá verið á sérstökum verði gagnvart fyrstu
einkennum seinna augans, það er bjöguninni, því bestu
möguleikar til meðferðar eru á byrjunarstigi sjúkdóm-
urinn. Ekkert er því miður hægt að gera til lækninga
eftir að ör hefur náð að myndast í lespunktinum. Það
verður því aldrei of brýnt fyrir fólki að láta augnlækni
skoða augu reglulega þegar aldurinn færist yfir eða
breytingar verða á sjón.
Meðferð
Algengt er að fólk með augnbotnahrörnun spyrji
hvort ekki sé hægt að bæta sjón með sérstöku matar-
æði. Því miður hefur ekki verið hægt að sýna fram á
það. Stórreykingarfólki er mun hættara við aldurs-
hrörnun en þeim sem ekki reykja. Hófleg áfengis-
neysla virðist ekki vera til skaða. Sterkt sólarljós er
örugglega ekki hollt fyrir augun og því skyldi varast að
horfa upp í sólina og skynsamlegt að nota vönduð sól-
gleraugu og jafnvel derhúfu meðan sól er á lofti. Hing-
að til hefur ekki verið unnt að beita lyfjameðferð við
augnbotnahrörnun en nýlega birtist þó grein í viður-
kenndu augnlæknatímariti, þar sem lýst er nokkurri
gagnsemi af inntöku málmsins Zinks í stórum
skömmtum. Samkvæmt rannsókninni virðist um fjórði
hver sjúklingur hafa eitthvert gagn af inntöku Zinks,
hvort heldur sem sjúkdómurinn er á byrjunarstigi eða
lengra genginn. Á allra síðustu árum hefur komið fram
sérstök lasermeðferð við votarýrnun, en hún hrjáir
tæpan helming þeirra sem haldnir eru aldurshrörnun
í augnbotni. Meðferðin felst í því að skemmdin er lituð
með sérstökum grænum lit (Verteporfin), sem spraut-
að er inn í æðakerfið og grænlituð skemmdin síðan
geisluð með rauðu laserljósi, sem lokar nýæðamynd-
unum og lekum nýæðum og kemur þannig í veg fyrir
áframhaldandi skemmdir. Árangursríkast er að beita
meðferðinni í byrjun sjúkdómsins, eða þegar vart verð-
ur fyrstu breytinga á sjón, eins og bjögunar. Eru menn
nú jafnvel farnir að líta á þessa tegund augnbotna-
hrörnunar sem bráðasjúkdóm með tilliti til meðferðar.
Meðferðin hentar því miður fremur litlum hópi eða
2,4%
27,0%
50,0%
0%
10%
20%
30%
40%
50%
60%
60-65 ára 75-80 ára 80-85 ára
5 ára aldurshópar
Mynd 2 Samband aldurs og aldursrýrnunar í augn-
botnum
Fyrir utan náin tengsl við aldur er reyndar fátt vitað
um orsakir aldursrýrnunar. Hún heldur algengari
meðal hvítra en svartra. Nánast enginn munur á al-
gengi aldursrýrnunar meðal karla og kvenna. Oft spyr
fólk sem haldið sjúkdómnum, hvort ekki sé skaðlegt
að reyna á augun. Því er til að svara að ekkert hefur
komið fram sem bendir til þess að augnáreynsla skaði
sjónina. Fremur má segja að æskilegt sé að viðhalda
lesgetu með daglegum lestri, þótt hann valdi iðulega
þreytu vegna óeðlilega stuttrar lesfjarlægðar, sem
skapast af sterkum gleraugum. Það hefur og sýnt sig
að þeir sem hætta lestri vegna sjónskerðingar hefja
hann sjaldnast aftur síðar.
Einkenni aldurstengdrar
augnbotnahrörnunar
Fyrsta einkenni aldursrýrnunar í lespunkti er
versnandi lessjón og að fólk á í erfiðleikum með að sjá
texta á sjónvarpi og þekkja andlit fólks á förnum vegi.
Skýrist það af því að mynd þess sem horft er á lendir á