Öldrun - 01.03.2002, Qupperneq 22

Öldrun - 01.03.2002, Qupperneq 22
22 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002 meðferðar eða endurhæfingar, en einnig er talsvert um að sjúklingar komi í hvíldarinnlagnir og biðpláss. Deildirnar eru alveg eins upp byggðar og veita sömu þjónustu. Átján rúm eru á hvorri deild og þar af eru tvö hvíldarrúm á hvorri um sig, eitt fyrir karla og eitt fyrir konur. Á hverju ári koma um 65 manns í hvíldarinn- lagnir, en þær eru til þriggja vikna í senn. Flestir sem leggjast inn hafa einhvern tíma komið á minnismóttöku þ.a. talsvert hefur þá verið unnið í málunum áður. Aðrir sem leggjast inn eru erfiðir sjúk- lingar af öðrum deildum spítalanna eða þeir sem eru orðnir mjög erfiðir heima. Á vikulegum innlagnar- fundum er farið yfir þá sjúklinga sem bíða heima eftir því að leggjast inn á deildirnar og forgangsraðað eftir þeim upplýsingum sem fyrir liggja. Á báðum deildum eru einnig vikulegir teymisfundir og alltaf eru haldnir fjölskyldufundir fyrir hvern sjúk- ling, hvort sem séð er fram á útskrift eða ekki. Á fund- unum er ákveðið í samráði við fjölskyldu hvort útskrift sé ráðleg og þá hvaða þjónustu sé þörf heima. Ef sjúk- lingur kemst ekki heim er hann kominn í svo kallað biðpláss og bíður eftir framtíðarvistun á hjúkrunar- heimili. Deildarstjóri á L-1 er Gerður Sæmundsdóttir og læknir er Jón Snædal. Á deild L-4 er Ída Atladóttir deildarstjóri og læknir Björn Einarsson. Jón og Björn eru jafnframt þeir læknar sem hafa mesta viðveru á minnismóttöku. Dagvistir Samningar um læknisþjónustu eru við þrjár dag- vistir, sérstaklega ætlaðar fyrir sjúklinga með heila- bilun. Þær eru eftirfarandi: Hlíðabær sem stofnaður var af S.Í.B.S., Reykjavík- urdeild R.K.Í. og Samtökum aldraðra árið 1986. Hlíða- bær er staðsettur að Flókagötu 53 og þar er forstöðu- maður Sigrún K. Óskarsdóttir. Vitatorg var stofnað af Reykjavíkurborg árið 1996. Það er að Lindargötu 59 og þar er forstöðumaður Marta Pálsdóttir. Fríðuhús er nýjasta dagvistin og var stofnuð af félagi aðstandenda Alzheimers sjúklinga (F.A.A.S.) í byrjun árs 2001. Fríðuhús stendur við Austurbrún 31 og þar er forstöðumaður Hildur Reynisdóttir. Dagvistirnar hafa það að markmiði að þjálfa þá lík- amlegu og andlegu færni sem enn er til staðar hjá hverjum einstaklingi. Læknarnir Jón Snædal og Björn Einarsson mæta þangað vikulega, fylgjast með sjúk- lingum og hafa gjarnan fundi með fjölskyldum. Algengt er að aðstandendur þeirra sem eru í dagvistun nýti sér hvíldarinnlagnir á Landakoti fyrir viðkomandi sjúkling. Læknarnir eða forstöðumenn dagvistanna hafa þá samband við félagsráðgjafa heilabilunareining- arinnar sem heldur utan um hvíldarinnlagnirnar og hann raðar sjúklingum fram í tímann í samráði við aðstandendur. Stuðningshópar Stuðningshópar fyrir aðstandendur sjúklinga með heilabilun hafa verið starfræktir við heilabilunarein- ingu frá árinu 1997. Alls hafa um 140 manns komið í slíka hópa, en hóparnir eru orðnir 20 að tölu. Þeir eru lokaðir og ekki stærri en sjö manna. Ýmist er boðið upp á makahópa eða barnahópa. Hóparnir hittast í sex skipti í eina og hálfa klukkustund í senn, vikulega. Venjan hefur verið sú að bjóða upp á blöndu af fræðslu og stuðningi, þ.a. félagsráðgjafi, læknir og sálfræð- ingur hafa verið með sitt innleggið hver en þess á milli eru umræður. Einnig hefur talsvert verið notast við myndbönd og fagbókasafn í öldrunarfræðum sem staðsett er á Landakoti. Sálfræðingur og félagsráðgjafi hafa stýrt þessum hópum frá upphafi. Umsóknir um þátttöku í stuðningshópum koma í gegnum minnis- móttöku, dagvistirnar þrjár og legudeildirnar. Heilabilunareining Dagvistir/sambýli: Hlíðabær, Vitatorg Fríðuhús Foldabær (sambýli) Minnismóttaka Greining, læknisskoðun félagsráðgjafi fær sögu aðstandenda Deild L-1 Greining, meðferð Hvíldarinnlagnir Biðpláss Deild L-4 Greining, meðferð Hvíldarinnlagnir Biðpláss Landakot Stuðningshópar fyrir aðstandendur Mynd 1: Heilabilunarein- ingin

x

Öldrun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.