Öldrun - 01.03.2002, Page 28

Öldrun - 01.03.2002, Page 28
28 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002 og kirkjuna. Samveran er sérstaklega ætluð þeim sem hafa misst ástvin og vilja staldra við á aðventunni. Þá er starfsfólk þessara eininga til staðar ef ættingjar vilja spjalla. Innlagnarferli Flestir sjúklingar koma frá krabbameins- og bráða- deildum sjúkrahússins en einnig frá öðrum stofnunum og heimahúsum. Gert er ráð fyrir að öldrunarteymi við Hringbraut og Fossvog hafi milligöngu um mat á þeim einstaklingum sem liggja á deildum spítalans og koma til álita að geti nýtt sér líknarpláss á Landakoti. Gagnvart þeim sem dvelja í heimahúsi er málum beint til móttökudeildar á Landakoti, þar sem sérfræð- ilæknir deildarinnar metur hvert mál fyrir sig í samráði við tilvísandi lækni og ákveður heimsókn viðkomandi sjúklings á móttökudeildina eða vitjun til hans heima. Það eru síðan deildarstjóri og sérfræðingur deildar- innar sem taka ákvörðun um innlögn sjúklings. RAI Á líknardeildinni er notað staðlað matstæki, RAI, til að meta heilsufar þeirra einstaklinga sem dvelja á deildinni. Hægt er að skoða niðurstöður RAI gagnasafnsins á ýmsan hátt og bera saman hvernig hver deild fyrir sig er á landsvísu og einnig milli landa. Þegar gæða- og umbótaverkefni hvers árs eru ákveðin er stuðst við þessar upplýsingar. Nú er á döfinni að koma á sérstöku RAI mati fyrir líknarþjónustu og hefur verið leitað eftir samvinnu ann- arra fagaðila í því skyni. Undirbúningsvinna er þegar hafin og er gert ráð fyrir að mælitækið verði tilbúið á haustdögum. Lokaorð Frá opnun deildarinnar hefur verið full nýting á öllum plássum og fleiri beiðnir borist en hægt hefur verið að sinna. Með hækkandi aldri þjóðarinnar lengjast ævilíkur háaldraðra og þar með má gera ráð fyrir að fleiri aldr- aðir greinist með illkynja sjúkdóma. Meðalaldur sjúklinga sem dvalið hafa á deildinni frá nóvember 1998 til nóvember 2001 er rúm 81 ár. Með- alaldur kvenna er rúm 83 ár en karla tæp 80 ár. Fleiri karlar ( 56 %) en konur hafa legið á deildinni ( 44 %). Í ljósi framangreinds má álykta að aukin þörf verði í framtíðinni fyrir líknarþjónustu fyrir aldraða.

x

Öldrun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.