Öldrun - 01.03.2002, Síða 31

Öldrun - 01.03.2002, Síða 31
32 ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002 þurfti fyrst og fremst að grípa til siðferðilegra raka um einstaklingsrétt, sem Dr. Friðrik kom á framfæri. Ég minnist þess er ég var í hópi ungra læknanema, sem voru að skoða hinn nýja Borgarspítala áður en starfsemin hófst, undir leiðsögn Dr. Friðriks. Við komum við í glæsilegu einbýli í suðurenda í A-álmu með útsýni yfir í Fossvogsdalinn. Hann sagði þá: ,,Þetta er fallegt herbergi og gott fyrir yfirlækni til að deyja í’’. Þessi ummæli á þessum stað og stund opnaði augu okkar læknanemanna fyrir því að dauðinn gæti verið eðlilegur þáttur í sjúkdómsferli inni á sjúkrahúsi (og að yfirlæknar væru kanske dauðlegir menn). Dr. Friðrik var mjög ósáttur við eigin elli. Þrátt fyrir gangráð og göngugrind hafði hann svima og óstöð- ugan gang, sem olli því að hann datt og brotnaði end- urtekið á mjöðmum. Veikindaferlið var erfitt en hugur- inn stór og jók það enn á byltuhættu. Hann fékk mik- inn styrk frá sterkri trúarsannfæringu en fyrst og fremst naut hann stuðnings og umhyggju samheld- innar fjölskyldu sinnar.

x

Öldrun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.