Öldrun - 01.03.2002, Síða 34
35ÖLDRUN – 20. ÁRG. 1. TBL. 2002
Inngangur.
Fæturnir eru stoðir líkamans.
Þeir eru undirstaða líkamans eins og allir vita og í
öllum eðlilegum tilfellum eru það þeir sem hafa borið
okkur á þá staði sem við höfum farið um og förum frá
vöggu til grafar ef allt er eðlilegt.
Það er ekki þar með sagt að við höfum virt fætur
okkar að sama skapi, það er langt í frá.
Fátækt, sparnaður, níska, forgangsröðun og ekki
síst tískustraumbylgjur kynslóðanna hafa þar ráðið
miklu, þeim hefur að jafnaði verið haldið ofan í lok-
uðum skóm oft á tíðum þröngum, skældum, ljótum,
óþægilegum daginn út og daginn inn hvort sem þeim
líkaði betur eða ver.
Mörg okkar, sérstaklega þeir sem eru komnir á efri
ár bera glögglega merki þessarar meðferðar á fótum
sínum og kemur þar inn í afleiðingar frá uppvexti eldra
fólks eins og kal á fótum sem var nokkuð algengt og
skófatnaður eins og kúskinnsskór sem voru hannaðir
eins og eftir nýjustu tísku í dag, þröngir, þunnir og
támjóir.
Ef skótíska liðinna alda er skoðuð er það með ein-
dæmum hvað hún hefur oftast verið támjó en ekki
löguð eftir lagi fótarins, þetta hefur trúlega þótt frá
örófi alda fallegra og dæmi hver fyrir sig.
Fótavandamál.
Orsök fótameina er mjög oft skófatnaður sem
veldur óeðlilegum núningi og orsök núningsins er oft
á tíðum tábeinsskekkjur vegna sina og eða liðbanda
veikleika.
Vörn líkamans er siggmyndun til að verja áreytta
svæðið, þar sem áreytið heldur áfram snýst vörnin upp
í andhverfu sína, þannig að siggmyndunin fer að þrýsta
sér niður í neðri lög húðarinnar og þá oftast dýpra á
einum punkti á áreytta svæðinu, þannig að það verður
eins og örvaroddur af siggi sem smýgur dýpra, þetta
kallast líkþorn, dauð sigghúð sem er komin niður í
neðri lög húðarinnar þar sem taugaþræðir liggja, þetta
veldur sársauka.
Verk fótaaðgerðarfræðingsins er ma.að hreinsa
þetta sigg eða líkþorn í burtu. Ef áreytið heldur áfram
kemur líkþornið að sjálfsögðu aftur. Þannig að það sem
verður að gera er að komast fyrir áreytið, þá með
hlífðarmeðferðum, siliconmeðferðum osfv.
Af þessu má sjá að líkþorn hafa ekki rót, en það er
spurning sem fótaaðferðarfræðingar eru oft spurðir
um. „Ertu búinn að ná rótinni“ Vörtur hafa rót, þær eru
vírus og nærast á okkur, þar þarf að drepa rótina til að
uppræta meinið.
Sveppir er einnig algengt vandamál sem setjast ma.
á fæturnar bæði í húð og neglur.
Yfirleitt er auðvelt að uppræta sveppi úr húð með
kremameðferð en ef sveppurinn er komin í neglur þarf
á lyfjameðferð að halda sem er miklu meiri og alvar-
legri meðferð.
Ráðlegg ég eldra fólki að spyrjast vel um hjá
læknum áður en lagt er upp í þá meðferð. Þá skiptir
máli á hvaða öðrum lyfjum viðkomandi er á, hvernig
áhrif þau lyf hafa á sveppameðferðina og þau saman á
lifrina, fara fram lifraskoðun áður en meðferð hefst
o.s.frv. Víða erlendis eru miklar kröfur gerðar á skoð-
un og ástandi líkamans fyrir lyfjameðferð á sveppum
og fólki kynntar aukaverkanir sem kunna myndast í
meðferð.
Niðurgrónar neglur, naglaþykknun, naglrótar-
vandamál eru meðferðir sem koma daglega upp á borð
fótaaðgerðafræðinga og eru þar til gerðar spangar-
meðferðir, fræsun, o.fl. sem er til ráða. Þannig mætti
lengi telja.
Fætur aldraðra
Eygló Þorgeirsdóttir
fótaaðgerðarfræðingur