Öldrun - 01.05.2008, Page 21

Öldrun - 01.05.2008, Page 21
21 ÖLDRUN – 27. árg. 1. tbl. 2008 www.oldrun.net (tafla 3). Rúmur fjórðungur var með milda eða meðal skerð­ ingu á vitrænni færni fyrir veikindi. Við bráðaveikindi varð breyting á, þá greindust einhverjir þátttakendur í hverjum flokki þó aðeins rúm 5% í efstu þremur flokkunum. Viku eftir bráðaveikindi og innlögn á sjúkrahús hefur hlutfall þeirra þátttakenda sem greindist með enga eða litla skerð­ ingu á vitrænni færni lækkað um rúm 5% frá því sem var fyrir veikindi. Fimm mánuðum eftir innlögn á sjúkrahús hefur það hlutfall lækkað enn frekar og um fimmtungur þátttakenda greinist í fjórum efstu flokkunum. Sjálfsbjargargeta þátttakenda við athafnir daglegs lífs (ADL) fyrir veikindi var nokkuð góð (tafla 4). Enginn þátt­ takandi var þá mjög háður eða algjörlega háður aðstoð við þessar athafnir og einungis rúm tíund þurfti meira en eftirlit við þessar athafnir. Sjálfsbjargargeta við ADL breyttist mikið við bráðaveikindin. Rúmur helmingur þátt­ takenda hafði þá mikla þörf fyrir aðstoð við ADL, en viku eftir innlögn á sjúkrahús hafði um fjórðungur þátttakenda mikla þörf fyrir aðstoð. Fimm mánuðum eftir bráðaveik­ indi og innlögn á sjúkrahús var um fjórðungur þátttak­ enda ekki sjálfbjarga við ADL, um tíund hafði mikla þörf fyrir aðstoð við ADL. Sjálfsbjargargeta þátttakenda var minni við almennar athafnir daglegs lífs (IADL) en við athafnir daglegs lífs (tafla 5). Sá kvarði er ekki stigskiptur og sýnir hann ekki með sama hætti afgerandi vaxandi þörf fyrir aðstoð við þessar athafnir eins og ADL kvarðinn gerir. Um fjórð­ ungur þátttakenda greindist með 0­2 stig á IADL kvarð­ Tafla 3. Skerðing á vitrænni færni (CPS) þátttakenda fyrir veikindi (N=157), við bráðaveikindi og innlögn á sjúkrahús (N=157), viku eftir innlögn á sjúkrahús (N=155) og fimm mánuðum eftir innlögn á sjúkrahús (N=143)   Engin  skerðing  Lítil  skerðing  Mild  skerðing  Meðal  skerðing  Meðal til  alvarleg  skerðing  Mikil  skerðing  Mjög  mikil  skerðing  % % % % % % % Fyrir veikindi 47,8 24,8 14,6 12,7 0,0 0,0 0,0 Bráðafasi 43,3 24,2 15,3 11,5 2,5 1,9 1,3 Viku seinna 43,9 23,2 15,5 14,8 1,9 0,6 0,0 Fimm mánuðum seinna 40,6 25,9 13,3 16,8 1,4 2,1 0,0 Tafla 4. Sjálfsbjargargeta þátttakenda við athafnir daglegs lífs (ADL) fyrir veikindi (N=157), við bráðaveikindi og innlögn á sjúkrahús (N=157), viku eftir innlögn á sjúkrahús (N=155) og fimm mánuðum eftir innlögn á sjúkrahús (N=143)   Sjálfbjarga Eftirlit Takmörkuð  þörf Mikil þörf  1 Mikil þörf  2 Mjög  háður  aðstoð Algjörlega  háður aðstoð % % % % % % % Fyrir veikindi 84,7 3,8 8,3 1,3 1,9 0,0 0,0 Bráðaveikindi 19,7 5,7 3,2 3,2 53,5 13,4 1,3 Viku seinna 52,9 10,3 9,7 5,8 19,4 1,3 0,6 Fimm mánuðum seinna 75,5 3,5 9,1 4,9 6,3 0,7 0,0 Tafla 5. Stigun þátttakenda við almennar athafnir daglegs lífs (IADL) fyrir veikindi (N=157), við innlögn á sjúkrahús (N=157), viku eftir innlögn á sjúkrahús (N=155) og fimm mánuðum eftir innlögn á sjúkrahús (N=143)   0-2 stig 3-5 stig  6-8 stig 9-11 stig 12-14 stig  15-17 stig 18-21 stig % % % % % % % Fyrir veikindi 24,8 16,6 20,4 14,6 15,9 4,5 3,2 Bráðafasi 5,7 3,8 7,0 10,2 24,2 37,6 11,5 Viku seinna 8,4 9,7 16,1 12,9 23,9 20,0 9,0 Fimm mánuðum seinna 16,8 12,6 18,2 16,1 16,1 14,0 6,3

x

Öldrun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.