Öldrun - 01.11.2008, Page 5

Öldrun - 01.11.2008, Page 5
 ÖLDRUN – 24. árg. 2. tbl. 2006 www.oldrun.net Beinþynning er algengur sjúkdómur og afleiðing- arnar eru ótímabær beinbrot oftast við lítinn eða engan áverka. Í dag eru áhættuþættir vel þekktir og sjúkdómsgreining auðveld með svokölluðum beinþéttnimælum. Beinbrot af völdum beinþynn- ingar valda bráðum einkennum og oft á tíðum innlögn á sjúkrahús og flestir sem fá mjaðmabrot þurfa að gangast undir bráða skurðaðgerð. Byrði og meðferð beinþynningar hefur oft verið lýst í tölulegum stærðum en minna hefur verið vitað um líðan og líf þeirra sem brotna. Brotin skilja þó eftir sig mein til lengri tíma sem hafa áhrif á lífsgæði viðkomandi. Til að rannsaka líðan sjúklinga með beinþynningu hafa mælitæki sem mæla heilsutengd lífsgæði verið notuð. Þau ná yfir þætti sem tengjast heilsunni sjálfri, upplifun á henni, takmörkunum og mat einstaklingsins sjálfs á aðstæðum sínum miðað við heilsufar. Með tíma- bærri sjúkdómsgreiningu og réttum forvarnarað- gerðum eða meðferðarvali má fækka marktækt beinbrotum af völdum beinþynningar og þannig stuðla að farsælli öldrun. Lykilorð: Beinþynning – lífsgæði – samfallsbrot – forvarnir – meðferð Beinþynning og lífsgæði – mikilvægt að nýta forvarnar- og meðferðartækifæri Dr Björn Guðbjörnsson Dósent í gigtarrannsóknum Rannsóknarstofa í gigtar− sjúkdómum. Landspítali – háskólasjúkrahús 5431000 / 6568 bjorngu@landspitali.is Inngangur Á Íslandi má gera ráð fyrir að árlega megi rekja 1200 – 1400 beinbrot til beinþynningar. Flest eru þessi bein- brot í framhandlegg – oft tengd hálkuslysum, þá koma upphandleggsbrot og samfallsbrot, en alvarlegust eru mjaðmabrotin. Öll þessi beinbrot kalla á heimsókn á slysavarðstofu eða innlögn á spítala og í mörgum tilfellum bráðar skurðaðgerðir. Þó beinbrot grói oftast viðunandi, verða margir fyrir varanlegri hreyfiskerðingu eða fá lang- vinna verki – allt þetta hefur áhrif á lífsgæði viðkomandi. Fyrsta beinbrotið eykur áhættuna á fleiri beinbrotum. Þess vegna er mikilvægt að koma í veg fyrir beinbrot – því betra er heilt en vel gróið – og forða einstaklingum frá enn frekari beinbrotum með góðri forvörn eða sérhæfðri lyfjameðferð. Hvað er beinþynning? Beinþynning er langvinnur og hægfara sjúkdómur í beinum sem einkennist af minnkuðu magni af steinefnum í beinvef, aðallega kalki, og misröðun á innri byggingu beinsins með þeim afleiðingum að beinstyrkur skerðist og hættan á beinbrotum eykst. Sjúkdómurinn er einkenna- laus þar til eitthvert bein brotnar. Beinbrot orsaka bæði bráða og langvinna verki og oft á tíðum skilur beinbrot eftir sig viðvarandi fötlun. Starfshæfni einstaklingsins skerðist og lífsgæði versna. Allt fram á síðustu áratugi var beinþynning talin óumflýjanleg og hluti af hrörnunarástandi öldrunar sem ekkert væri unnt að gera við. Beinþynning er sjúkdóms- ástand sem bæði konur og karlar verða fyrir og með forvörn er unnt að tefja framskrið sjúkdómsins og koma í veg fyrir afleiðingar beinþynningar, þ.e. beinbrotin (Gunnar Sigurðsson, 2001). Rannsóknum á beinþynningu hefur fleygt fram á síðustu áratugum og rannsakendur hafa stuðlað að umtalsverðum framförum í kunnáttu um beinþynningu og þar má nefna athyglisverðar rannsóknir Gunnars Sigurðssonar, prófessors við læknadeild HÍ, og nú á síðustu misserum hafa fyrstu niðurstöður úr öldr- unarrannsókn Hjartaverndar vakið alþjóðlega athygli (Fréttabréf Beinverndar, 2008). Þessar rannsóknir hafa aukið skilning m.a. á uppbyggingu beinsins á unglings- árum og brotaáhættu eldri einstaklinga. Kolbrún Albertsdóttir, MSc Svæfingahjúkrunarfræðingur Landspítali – háskólasjúkrahús 5431000/7227 kolalb@landspitali.is

x

Öldrun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.