Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 28
2
www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008
margfaldað árangurinn af íslenskunámi nemenda á þeim
sjö mánuðum sem liðnir eru. Af reynslu Mímis-símennt-
unar að kenna íslensku hafa kennarar þar fullyrt að svo
almennar framfarir eiga sér sjaldan stað í vinnustaða-
hópum þar sem íslenskukennsla er eingöngu á dagskrá.
Í september var gerð könnun meðal samstarfsmanna
Öldubrjótsnemenda, þar kom í ljós almenn ánægja með
nemendur úr öldubrjótnum. Umsagnir samstarfsmanna
voru mjög jákvæðar og þeir sögðu meðal annars að
nemendurnir væru áhugasamir, góðir starfsmenn, sem
sýndu mikinn vilja til að læra íslensku.
Framhald?
Þegar þessi grein er rituð hefur ástandið á vinnumarkaði
á Íslandi breyst gífurlega og nú er búið að fullmanna á
Hrafnistuheimilunum. Því verður ekki að sinni framhald
á þessu verkefni en við eigum það fullvaxið og tilbúið til
notkunar hvenær sem er. Nemendurnir hjálpuðu okkur á
erfiðum tímum og reyndust góðir starfsmenn og eru því
framtíðarstarfsmenn Hrafnistu ætli þeir sér að vera hér á
landi áfram. Því miður hefur efnahagsástandið haft þær
afleiðingar að tveir nemendur sjá sér ekki fært að vera
lengur en yfirgefa Hrafnistu með trega í huga og þeirra
bíða störf hjá okkur ef þeir kjósa að koma aftur.
Alma Birgisdóttir Hjúkrunarforstjóri Hrafnistu
Hrönn Ljótsdóttir Félagsráðgjafi Hrafnistu
Lovísa A. Jónsdóttir Forstöðumaður Hrafnistu
Hafnarfriði
Land Aldur Búið á íslandi Íslenskupróf jan Íslenskupróf ágúst
Búlgaría 25 ára 3 mán Byrjandi 2-3 stig
Pólland 23 ára 5 mán Byrjandi 2 stig
Tansamía 33 ára 1½ ár 2 stig 3 stig
Filippseyjar 41 árs 2 ár 2-3 stig 3 stig
Rússland 34 ára 9 mán Byrjandi 2-3 stig
Pólland 51 árs 3 mán Byrjandi 3 stig
Pólland 26 ára 1 mán Byrjandi 3 stig
Pólland 22 ára 6 mán Byrjandi 2-3 stig
Poland 48 ára 1 mán Byrjandi 2-3 stig
Namibia 49 ára 1 mán Byrjandi 2 stig
Filippseyjar 23 ára 5 mán Byrjandi 3-4 stig
Kenía 27 ára 3 ár 2 stig 3 stig
Þýskaland 46 ára 3 mán 2-3 stig 3-4 stig
Tafla 2. Árangur á íslenskuprófi