Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 9

Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 9
 ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008 www.oldrun.net spurningum um ýmsa þætti persónubundinna lífsgæða og heilsu sem hafa verið nefnd heilsutengd lífsgæði. Þessir þættir eru t.d. líðan, sjálfsbjargargeta, almennt heilsufar og lífsfylling“. Skilyrði farsællar öldrunar líkt og lífsgæði hafa orðið sífellt umsvifameira rannsóknarefni í öldrunarfræðum. Í því felast einnig tilraunir til að útskýra hvað telja megi farsælt og ákjósanlegt á efri árum. Nú þykja rannsóknir hafa sýnt að farsæl öldrun hvíli á grunnstoðunum þrem: Virkri þátttöku í lífinu, góðri heilsu og góðri andlegri og líkamlegri getu (Sigurður Kristinsson, 2007). Þetta eru einnig þau atriði sem teljast til heilsutengdra lífsgæða vegna þess að hugtökin tvö – lífsgæði og heilsa tengjast. Lífsgæðamælingum er því ætlað að vera mælistika á gæði heilbrigðisþjónustunnar með sjónarmið sjúklinganna sjálfra að leiðarljósi með það að markmiði að bæta líðan, draga úr einkennum og auka lífsgæði. Lífsgæði og beinþynning Með hliðsjón af því sem áður segir um hvað stuðlar að farsælli öldrun sýna flestar ef ekki allar rannsóknir á lífs- gæðum sjúklinga með beinþynningu að þessum grunn- stoðum farsællar öldrunar er verulega ógnað við bein- þynningarbrot og þar með því sem stuðlar að góðum lífsgæðum einstaklingsins. Rannsóknir á lífsgæðum sjúklinga með beinþynningu hafa sýnt skert heilsutengd lífsgæði bæði mælt með sértækum og almennum lífs- gæðamælitækjum (Ionnadis o.fl., 2001, Lips, 1999) Mynd 5 sýnir á myndrænan hátt áhrif úlnliðsbrota, samfallsbrota og mjaðmabrota á lífsgæði einstaklinga. Í mörg ár var bent á nauðsyn þess að rannsaka lífsgæði sjúklinga með samfallsbrot í hrygg. Kanis o.fl. birtu grein árið 1992 þar sem þeir bentu á nauðsyn þess að ,,endur- skoða samfallsbrot í hrygg og einblína meira en hingað til á lífsgæði þessa sjúklingahóps”. Gold (1996) tók í sama streng og ítrekaði að vandamálum þessa sjúklingahóps yrðu gerð betri skil og benti á að heilbrigðisstarfsfólki væri ekki kunnugt um þau vandamál sem að þessum sjúk- lingum steðja, önnur en brot og brotahætta. Á síðustu árum hafa rannsóknir á þessum sjúklingahóp verið gerðar. Áður hafði athyglin aðallega beinst að mjaðmabrotum, þar sem þau leiða nær undantekningarlaust til innlagnar á sjúkrahús og langrar endurhæfingar. Minni athygli beind- ist að samfallsbrotum þar sem einkenni þeirra voru ekki eins afgerandi og annarra beinbrota og auk þess ekki alltaf sjúkdómsgreind. Gerðar hafa verið rannsóknir á lífsgæðum þessa sjúklingahóps og lýsa flestar rannsóknir verulegri lífsgæðaskerðingu og þeir lífsgæðaþættir sem versna eru helst líkamsstarfsemi og tilfinningalíf. Þá fer lífsgæðaskerðingin einnig eftir fjölda og staðsetningu samfallsbrotanna (Oleksik, 2000, Silverman o.fl., 2001). Á síðustu árum hefur þekking manna á alvarleika samfalls- brota orðið meiri og beinist sú þekking aðallega að því að samfallsbrotin koma fyrr en mjaðmabrotin, auk þess sem samfallsbrotin hafa forspárgildi um mjaðmabrotin. Þannig hafa vísindamenn á þessu sviði ályktað að ef gripið er tímanlega til með forvarnir og meðferð hjá sjúklingum sem verða fyrir samfallsbrotum í hrygg, megi koma í veg fyrir mjaðmabrotin (Sambrook og Cooper, 2006). Lífsgæði íslenskra kvenna með samfallsbrot í hrygg. Rannsókn Kolbrúnar Albertsdóttur (2007) ,,Lífsgæði íslenskra kvenna með samfallsbrot í hrygg” var megind- leg spurningakönnun um heilsutengd lífsgæði, þar sem úrtakið voru 350 konur á aldrinum 50–80 ára. Svarhlutfall var 83%. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna og lýsa áhrifum samfallsbrota í hrygg, á lífsgæði íslenskra kvenna og bera saman við lífsgæði kvenna á sama aldri sem ekki hafa fengið samfallsbrot. Meginniðurstöðurnar voru að 21% kvennanna sem tóku þátt í rannsókninni höfðu samfallsbrot í hrygg og rúmur helmingur þeirra höfðu ekki vitneskju um að þær höfðu samfallsbrot, þ.e. þær höfðu svokallað ,,dulið samfallsbrot”. Rannsóknin sýndi fram á að lífsgæði þeirra kvenna sem voru með samfallsbrot í hrygg, hvort sem brotið var greint eða ógreint, voru marktækt skert á mörgum mælikvörðum. Þær höfðu einnig lægri líkamshæð, lægri beinþéttni og sögðu frá meiri verk en óbrotnar jafnöldrur þeirra. Ritgerðina má nálgast á bókasöfnum. Heiti: Lífsgæði íslenskra kvenna með samfallsbrot í hrygg Betra er heilt en vel gróið – forvarnir mikilvægar! Beinvernd er mikilvæg alla ævi – hvort sem maður hefur beinþynningu eða ekki – “kalk við hæfi alla ævi” ásamt nægilegri inntöku af D-vítamíni og reglulegum líkams- æfingum er öllum nauðsynleg til að fyrirbyggja beinþynn- ingu. Styrktaræfingar fyrir þá sem yngri eru, en jafnvæg- isæfingar og byltuvarnir fyrir þá eldri. Þá er nauðsynlegt að takmarka reykingar og áfengisneyslu. Eðlileg líkams- þyngd er einnig mikilvæg. Svokallaðar skeljabuxur geta Mjaðmabrot

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.