Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 23
2
ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008 www.oldrun.net
skyldum hugtökum þar sem einmanakennd virðist hafa
sjálfstætt spágildi með tilliti til horfa.11, 12
Það að einn af hverjum fimm sem njóta heimahjúkr-
unar upplifi einmanakennd verður að teljast umtalsvert
umhugsunarefni þar sem lífsgæði skerðast við slíka
tilfinningu. Sænsk rannsókn sýndi að þriðjungur fólks
eldra en 75 ára fann til einmanakenndar að minnsta kosti
stundum.13,14 Önnur rannsókn frá Finnlandi sýndi að 36%
fólks eldra en 60 ára fann til einmanakenndar oft eða
stundum.15 Þannig er algengi einmanaleika þeirra sem
njóta heimaþjónustu ef til vill ekki mjög svo frábrugðið
því sem sést meðal annarra. Tölurnar sem benda til þess
að þriðjungur aldraðra séu einmana innifela hins vegar
mismunandi stig einmanakenndar. Þeir sem njóta heima-
þjónustu eru oft hreyfihamlaðir auk þess að vera einmana
og hafa ekki sömu möguleika á að fara út og aðrir. Það
kann að auka á alvarleika einmanakenndarinnar.
Einmanakennd hefur spágildi fyrir skertri lifun11,16,17
og eykur líkur á varanlegri vistun.11,12 Rannsókn frá Iowa
í Bandaríkjunum skoðaði 3000 einstaklinga og fylgdi
þeim eftir í fjögur ár.7 Hátt stig einmanakenndar jók mjög
líkurnar á hjúkrunarheimilisvistun og hélst þetta samband
þó að leiðrétt væri fyrir aldri, menntun, tekjum, vitrænni
og líkamlegri getu og félagslegum tengslum, sem einnig
höfðu tengsl við varanlega vistun.7
Eru til rannsóknir um inngrip gagnvart einmanakennd
hjá öldruðum? Er mögulegt að rjúfa einmanakennd? Fáar
rannsóknir hafa tekist á við þessar spurningar meðal aldr-
aðra.18 Ein lítil bandarísk slembirannsókn sem reiddi sig
á símastuðning náði ekki að sýna fram á ávinning hvað
einmanakennd varðaði.19 Fæstar rannsóknir hafa haft
samanburðarhóp og hafa ekki sýnt fram á árangur af
margvíslegum aðgerðum, svo sem reglulegum símhring-
ingum20,21 , hópmeðferð22 , gæludýrameðferð23,24,25 og
sorgarúrvinnslu fyrir ekkjufólk26. Líklegt er að beita þurfi
einstaklingsmiðuðum aðgerðum þar sem fólkinu sjálfu er
gefinn kostur á því að velja það sem það telur að geti
hjálpað til að vinna bug á einmanakenndinni.27 Bent hefur
verið á að inngrip ættu fremur að miða við að styrkja gæði
þeirra tengsla sem fólk kann að hafa fyrir en að reyna að
stofna til nýrra kynna. Gæði tengsla skipta máli fremur en
tíðni og skiptir þar máli að fólk eigi trúnaðarvin og finni til
nándar við aðra manneskju.8
Styrkleiki rannsóknarinnar er að stuðst er við staðlað
viðurkennt alþjóðlegt mælitæki sem er áreiðanlegt og
tengir saman einmanakennd og fjölda breyta sem hugs-
anlega geta tengst viðfangsefninu. Rannsóknarþýðið er
einkennandi fyrir þjónustu heimaþjónustu heilsugæslunnar
í Reykjavík þar sem allir voru skoðaðir sem nutu þjónustu
á þeim fjórum svæðum heimahjúkrunar sem rannsóknin
tók til. Til veikleika mætti telja að rannsóknarhópurinn
er í meðallagi stór sem dregur nokkuð úr líkum á því
að greina hugsanleg sambönd einmanakenndar við sum
af þeim atriðum sem aðrir hafa lýst. Hins vegar styrkir
það niðurstöður þessarar rannsóknar að nær sama algengi
fannst á einmanakennd með sömu rannsóknaraðferð 5
árum síðar í ADHOC rannsókninni28, 18,4% í samanburði
við 21,4% í þeirri rannsókn sem hér er lýst.
Í samantekt er einmankennd umtalsvert og viðvarandi
vandamál hjá þeim sem njóta heimaþjónustu heilsugæsl-
unnar í Reykjavík eins og tvær kannanir með 5 ára millibili
staðfesta. Vert er að greina einmanakennd sérstaklega og
fljótt eftir að fólk fær þjónustu svo að gera megi tilraun til
að nálgast vandamálið á persónutengdan hátt þar sem það
virðist vera vænlegasta leiðin til að létta á einmanakennd.
Ef einmanakennd varir tengist hún auknum líkum á þung-
lyndi 6 og ef hún er djúp er hún mjög sterkur áhættu-
þáttur fyrir varanlega vistun.10,11 Það er því í anda laga
um málefni aldraðra að takast á við þetta viðfangsefni.
Það ber að styðja aldraða til að búa heima sem lengst en
þar í hlýtur að vega mest óskin um að lífsgæði og líðan
verði eins góð og kostur er. Auk persónulegrar nálgunar á
einmanakennd væri fróðlegt að skoða gagnsemi dagvistar
og hvíldarinnlagna í því að rjúfa einmanakenndina. Loks
væri vert að skoða áhrif varanlegrar vistunar á einmana-
kennd með það fyrir augum að skilja hvort varanleg vistun
geti verið þáttur í að draga úr þessari sérstöku tilfinningu
eða hvort einungis væri um tilfærslu að ræða án bættrar
líðanar.
Þakkir
Sérstakar þakkir fyrir aðgang að rannsóknargögnum til
eftirfarandi aðila: Pálma V Jónssonar, Hlífar Guðmunds-
dóttur, Fanneyjar Friðbjörnsdóttur, Maríönnu Haralds-
dóttur, Þórunnar Ólafsdóttur, Önnu Birnu Jensdóttur,
Ingibjargar Hjaltadóttur, Ómars Harðarssonar og Hrafns
Pálssonar.
Þessi þáttur rannsóknarinnar var styrktur af Vísinda-
sjóði Félags Íslenskra Heimilislækna og VASS.
Verkefnið var unnið á Rannsóknarstofu Háskóla Íslands
og Landspítala háskólasjúkrahúss í öldrunarfræðum.
Heimildir:
1. Lög um málefni aldraðra nr. 125/1999.
2. Tracy JP, DeYoung S. Moving to an assisted living facility: exploring
the transitional experience of elderly individuals. J Gerontol Nurs,
2004; 30(10): 26–33.
3. Pálmi V. Jónsson, Hlíf Guðmundsdóttir, Fanney Friðbjörnsdóttir,
Maríanna Haraldsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Anna Birna Jensdóttir,
Ingibjörg Hjaltadóttir, Ómar Harðarson og Hrafn Pálsson. Heilsufar,
hjúkrunarþörf og lífsgæði aldraðra sem nutu heimaþjónustu heilsu-
gæslunnar 1997. Læknablaðið, 2003; 89(4): 313–8.
4. Morris JN, Fries BE, Steel K, Ikegami N, Bernabei R, Carpenter
GI, et al. Comprehensive clinical assessment in community setting:
applicability of the MDS-HC. J Am Geriatr Soc, 1997; 45(8): 1017–
24.
5. Carpenter GI, Morris J, Ikegami N, Hirdes JP, Topinkova E.
Standardised assessment for community care – field testing of the
RAI-HC. Age Ageing, 1997; 26(suppl 3): 23.
6. Routasalo P, Pitkala KH. Loneliness among older people. Rev Clin
Gerontol, 2003; 13(4): 303–11.
7. Russell DW, Cutrona CE, de la Mora A, Wallace RB. Loneliness and
nursing home admission among rural older adults. Psychol Aging,
1997; 12(4): 574–89.
8. Dugan E, Kivett VR. The importance of emotional and social isola-