Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 22

Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 22
depurðareinkenni og taka fleiri en sex lyf. Þá voru konur með einmanakennd líklegri til að meta eigið heilsufar lélegt og töldu sig betur komnar annars staðar. Hin klíníska mynd eimana kvenna er mun skýrari en karla. Einmana karlar eru heldur lakari í almennum athöfnum daglegs lífs og eru líklegri til að taka svefnlyf, en skera sig að öðru leyti ekki úr. Aðrar rannsóknir hafa sýnt sterkt samband milli aldurs og einmanakenndar. Slíkt samband sást ekki í þessari rannsókn enda voru allir í raun orðnir aldraðir og á svipuðum aldri. Tengsl við kyn eru misvísandi í rann- sóknum. Ekkjur og ekklar eru líklegri samkvæmt öðrum rannsóknum til að upplifa einmanakennd sem er í samræmi við það sem við fundum. Heilsufarsþættir sem tengjast marktækt ein- manakennd í fleiri en einni rannsókn innifela líkamlegt færnitap, lélega heilsu að mati einstaklings, þunglyndi, kvíði, skyntruflanir og vit- ræna skerðingu6. Einmana fólk notar meira af svefn- og kvíðastillandi lyfjum9 en aðrir og hafa tilhneigingu til að misnota áfengi10. Að frá- töldum kvíða og skyntrufl- unum, þá fundum við þessa sömu þætti í okkar rann- sóknarhópi. Okkar rannsókn skoðaði ekki áfengisnotkun sérstaklega. Hugtökin einmanakennd, félagsleg einangrun og ein- seta eru oft notuð á víxl enda þótt þau séu hvert um sig í senn sérstök og tengd. Einnig er þunglyndi nátengt einmanakennd. Einstaklingur getur þjáðst af einmana- kennd þó að hann sé umkringdur af fólki og einangruð manneskja getur á hinn bóginn verið fullkomlega sátt við stöðu sína og liðið vel.6 Einseta er í raun auðvelt hugtak og auðmælanlegt með fjölda fólks sem býr saman og félagslega einangrun má skilgreina út frá fjölda samskipta og samþættingu manneskjunnar inn í samfélag sitt. Þunglyndisgreining styðst við greiningarskilmerki. Einmanakennd er hins vegar huglæg tilfinning og stigi einmanakenndar verður aðeins lýst af þeim sem upplifir hana. Mikilvægt er að aðgreina einmanakennd frá öðrum Tafla 2: Færniþættir og andleg líðan Einmanakennd Án einmanakenndar IADL færni Heildar hópur Leiðrétt fyrir kyn og aldur 10,4 9,8 Ekki munur fyrir heildarhópinn p=0.441 Karlar 11,0 (*,7) Konur 9,3 (*,4) Marktækur munur milli kynja p=0,024 ADL Heildarhópur: Sjalabjarga í ADL 270 Hjálp við ADL 27 Karlar án ADL skerðingar 9 (81,8%) 40 (81,6%) Karlar með ADL skerðingu 2 (18,2%) 9 (18,4%) Konur án ADL skerðingar 43 (89,6%) 171 (94,0%) Konur með ADL skerðing 5 (10,4%) 11 (6,0%) Ekki marktækur munur á milli kynja mtt ADL getu og einmanakenndar p=0.337 * staðalfrávik CPS Heildarhópur Án vitrænnar skerðingar 166 (55.9%) Með vitræna skerðingu 130 (44.1%) (vantar upplýsingar um 1) Karlar án vitrænnar skerðingar 8 (72,7%) 24 (50,0%) Karlar með vitræna skerðingu 3 (27,3%) 24 (50,0%) Konur án vitrænnar skerðingar 29 (41,7%) 110 (60,4%) Konur með vitræna skerðingu 28 (58,3%) 72 (39,6%) Konur með vitræna skerðingu eru marktækt líklegri til að vera einmana p=0,022 Depression Rating Scale: Karlar án þuglyndiseinkenna 6 (54,5%) 34 (69,4%) Karlar með þunglyndiseinkennum 5 (45,5%) 15 (30,6%) Konur án þunglyndiseinkenna 18 (37,5%) 133 (73,1%) Konur með þunglyndiseinkennum 30 (62,5%) 49 (26,9%) Konur (en ekki karlar) sem eru með einmanakennd eru líklegri til að hafa jafnframt depurðareinkenni p=0.025 Karlar Kvæntir 2 (6,9%) 27 (93,1%) Ekklar 5 (27,8%) 13 (72,2%) Fráskildir 3 3 Aldrei kvænst 4 6 Konur Giftar 5 (11,6%) 38 (88,4%) Ekkjur 37 (26,4%) 103 (73,6%) Fráskildar 3 7 Aldrei gifst 3 33 Ekki kynjamunur á einmanakennd, en ekkjufólk er marktækt líklegra til að vera einmana en kvæntir, p=0,013 Mantel Haenszel Tafla 3: Hjúskaparstaða 22 www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.