Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 13
1
ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008 www.oldrun.net
FRÆÐSLA OG SÍMENNTUN Í ÖLDRUNARGEIRANUM
Minnismóttaka
Saga
Sérstök móttaka fyrir þá sem eru farnir að tapa minni
opnaði árið 1995 á móttökudeild öldrunarlækningadeildar
Landspítalans sem þá var staðsett í Hátúni 10b. Þetta
var gert án þess að til kæmi viðbótarfjárveiting vegna
nýrrar starfsemi og umfang þjónustunnar takmarkaðist
af því. Fyrir þann tíma hafði Jón Snædal öldrunarlæknir
um nokkurra ára skeið stundað greiningu og meðferð
heilabilunarsjúkdóma á móttökudeildinni eftir fyrirmynd
frá minnismóttökum erlendis. Á þeim árum hóf Sigurveig
Sigurðardóttir félagsráðgjafi á móttökudeildinni að bjóða
upp á stuðningshópa fyrir aðstandendur og veitti félags-
ráðgjöf. Hjúkrunarfræðingar hittu sjúklinga við komu á
móttökudeildina og lögðu mat á hjúkrunar- og þjónustu-
þörf. Hanna Þórarinsdóttir hjúkrunarfræðingur mótaði á
Guðrún Karlsdóttir,
hjúkrunarfræðingur, deildarstjóri
göngudeildar öldrunarsviðs LSH
Minnismóttaka öldrunarsviðs LSH á
Landakoti hefur það hlutverk sem deild
innan háskólasjúkrahúss að hafa fagfólk
með sérfræðiþekkingu á öllum sviðum öldr-
unarfræða og vera leiðandi í rannsóknum og
fagþróun í málefnum heilabilaðra á Íslandi.
upphafsárunum starf hjúkrunarfræðinga á deildinni sem
þá byggðist mikið á vitjunum í heimahús sem og stuðn-
ingi og ráðgjöf í síma.
Við sameiningu öldrunarsviða Sjúkrahúss Reykjavíkur
og Landspítalans 1997 flutti deildin á Landakot og hét
þá móttöku- og endurkomudeild en heitir nú göngudeild
öldrunarsviðs LSH. Þá um haustið fékkst formlegt leyfi
með tilheyrandi fjárveitingu og minnismóttakan var
stofnuð – hér eftir kölluð MM.
Þar hafa síðan fengið þjónustu einstaklingar sem líða
af minnistapi og/eða hafa önnur einkenni um vitræna
skerðingu. Mikil áhersla hefur frá upphafi verið lögð á
að sinna einnig aðstandendum sjúklinga en þeir bera oft
talsverða ummönnunarbyrði og velferð þeirra getur skipt
sköpum um heilsufar sjúklingsins og líðan.
2006 tók Anna Stefánsdóttir hjúkrunaforstjóri upp
þá stefnu að innfæra fjölskylduhjúkrun eftir kanadísku
módeli á LSH og það fellur vel að þeirri stefnu sem unnið
hefur verið eftir á minnismóttökunni eins og reyndar í
allri hjúkrun á öldrunarsviði LSH.
Við flutning á Landakot jókst komufjöldi mikið og
aukning varð á allri þjónustu deildarinnar. Öldrunarsál-
fræðingur og taugasálfræðingur komu þá til starfa og
síðar bættist iðjuþjálfi við.
Haustið 2007 var opnuð á minnismóttökunni sérstök
móttaka fyrir öldrunargeðþjónustu – GM en þar veita þjón-
ustu geðhjúkrunarfræðingur, sálfræðingur, 2 geðlæknar
og félagsráðgjafi. Alls 9 öldrunarlæknar sinna nú MM
ásamt öðrum verkefnum.
Hjúkrunar- og móttökuritarar starfa á MM auk þess
sem allir hjúkrunarfræðingar göngudeildarinnar koma
þar að, sem og flestir félagsráðgjafar öldrunarsviðsins.
Aðgengi
Mikil aðsókn er að MM og því er mikilvægt að nýta starfs-
krafta hennar sem best í þágu þeirra sem þurfa á þeirri
sérfræðiþjónustu að halda sem þar er veitt. Æskilegt er að
biðtími eftir fyrstu heimsókn sé ekki lengri en mánuður
og ýmsum ráðum er beitt til að svo megi verða. Því þarf
að fara fram eins konar sía, þannig að mat læknis liggi
til grundvallar komu á MM því stundum er niðurstaðan
sú að einkenni eiga sér aðrar skýringar, svo sem þung-
lyndi, efnaskiptasjúkdóma eða aðra líkamlega sjúkdóma.
Í slíkum tilvikum er ekki þörf á heimsókn á MM heldur
er erindinu beint annað.