Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 8

Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 8
 www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008 síðan sendar til heimilislæknis viðkomandi eða til annars sérgreinalæknis allt eftir óskum hins mælda. Hinsvegar þurfa yngri einstaklingar tilvísun til beinþéttnimælingar þar sem fram kemur ábendingin fyrir rannsókninni sem og aðrir heilsufarsþættir sem geta haft áhrif á beinumsetn- ingu og beinbrot, sem auðveldar sérhæfða ráðgjöf með tilliti til forvarna og lyfjameðferðar. Algengi beinþynningarbrota Samkvæmt skilgreiningu WHO um beinþynningu, þ.e. T-gildi lægra en –2,5, má ætla að við fimmtugsaldur sé um 10% kvenna með beinþynningu og allt að þriðj- ungur við 65 ára aldur. Um helmingur allra 75-ára kvenna uppfylla þessi greiningarskilmerki hér á landi. Hinsvegar verður að geta þess að þessi skilmerki WHO voru fyrst sett fram sem faraldsfræðilegt tæki til að kanna stöðu beinheilsu ólíkra þjóðfélaga – þ.e. þessi skilmerki voru upphaflega ekki framsett sem sjúkdómsskilmerki, en með tilkomu virkra lyfja gegn beinþynningu og umfangsmik- illa meðferðarannsókna þar sem stuðst var við þessa skil- greiningu WHO hefur skapast hefð fyrir því að skilgreina beinþynningu út frá T-gildinu. Alþjóðlegu beinverndarsamtökin – International Osteoporosis Foundation (IOF), áætla að þriðja hver kona og áttundi hver karl brotni af völdum beinþynningar einhvern tíma á ævinni. Þetta er í samræmi við íslenska faraldsfræðilega rannsókn úr Eyjafirði, sem sýndi að önnur hver fimmtug kona og þriðji hver fimmtugur karl geti búist við beinbroti síðar á lífsleiðinni (Jón Torfi Hall- dórsson 2003). Á Íslandi er talið að um 1200–1400 beinbrot megi árlega rekja til beinþynningar. Algengust eru framhandleggs- brot, en alvarlegust eru mjaðmabrot sem eru rúmlega 200 ár hvert, eða nærri eitt hvern virkan dag ársins. Samfalls- brot í hrygg hafa hinsvegar fengið minni athygli. Þau eru til og með vangreind, en erlendar rannsóknir sýna að allt að þriðja hvert og jafnvel annað hvert samfallsbrot í hrygg er ekki staðfest með röntgenmyndatöku og því ógreint. Íslensk rannsókn, sem vikið verður að hér síðar, sem kannaði lífsgæði 300 íslenskra kvenna með tilliti til samfallsbrota í hrygg af völdum beinþynningar sýndi að þriðja hver kona sem reyndist hafa samfallsbrot í hrygg var óvitandi um að samfallsbrot væri að finna í hrygg hennar (Kolbrún Albertsdóttir 2007). Þeir sem hafa hlotið eitt samfallsbrot vegna beinþynningar – óháð því hvort það sé staðfest eða dulið, eru í allt að tvöfaldri áhættu á að fá önnur beinþynningarbrot (Mynd 4). Mikilvægt er því að staðfesta öll beinbrot af völdum beinþynningar svo unnt sé að koma við virkri forvörn eða sérhæfðri lyfja- meðferð í völdum tilfellum, svo fækka megi beinbrotum af völdum beinþynningar síðar á lífsleiðinni. Lífsgæði Lífsgæðahugtakið hefur orðið algengara allt eftir því sem langlífi hefur aukist og ljóst er að margir sjúkdómar eru ekki læknanlegir en fólk lærir að lifa með sjúkdómum og skertri líkamlegri og/eða andlegri getu. Lífsgæði hafa því orðið eins konar mælikvarði í heilbrigðisvísindum og viðbót við aðrar hefðbundnar mælistikur eins og dánar- tíðni og sjúkleika, ásamt því að athuga áhættuþætti fyrir sjúkdóma og vera verkfæri við ákvarðanatöku, gæðaþróun og árangursstjórnun innan heilbrigðiskerfisins. Líðan og lífsfylling eru persónuleg upplifun og mælikvarði einstakl- ingsins sjálfs og huglægt mat hans á lífsgæðum sínum. Lífsgæði og öldrun Mikið hefur verið rætt og ritað um lífsgæði aldraðra og er þessum greinarpistli ekki ætlað að gera því efni skil hér heldur einblína meira á áhrif beinþynningar á lífs- gæði aldraðra. Lífsgæði er flókið hugtak sem erfitt hefur verið að skilgreina. Tómas Helgason skrifar um heilsu- tengd lífsgæði aldraðra í Tímaritinu Öldrun árið 2005 og segir þar m.a. að „lífsgæði séu bæði persónubundin og efnisleg. Þau síðarnefndu sem tengist lífsgæðakapp- hlaupinu er hægt að meta hlutlægt þó deila megi um á hvaða kvarða eigi að mæla þau og hvað teljist viðunandi hverju sinni. Það eru hins vegar persónubundin lífsgæði sem erfiðara er að mæla nema af einstaklingnum sjálfum. Þess vegna hafa verið hönnuð mælitæki með stöðluðum

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.