Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 18

Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 18
1 www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008 Hjúkrunarsambýli Í sambýlinu er rými fyrir ellefu skjólstæðinga, þar af er eitt skammtímapláss, ætlað til dvalar í 3–4 vikur í senn. Til að fá vistun þarf viðkomandi að eiga gilt vist- unarmat í hjúkrunarrými og vera með væga- til meðal alvarlega heilabilun og nokkuð góða líkamlega færni. Þeir sem þarfnast flókinnar og stöðugrar hjúkrunar t.d. við lífslok geta ekki dvalið í Roðasölum. Einnig er vandkvæðum bundið að sinna einstaklingum með hegð- unartruflanir og geðræn einkenni á háu stigi sem ekki láta undan sérhæfðri hjúkrun og lyfjameðferð. Lyf eru keypt tiltekin í skammtapokum. Deildarstjóri sambýlis er Guðrún S. Viggósdóttir, sjúkraliði með viðbótarmenntun og aðrir starfsmenn eru sjúkraliðar, almennir starfsmenn í aðhlynningu og matreiðslumaður sem eldar allan mat fyrir sambýlið. Áhersla er lögð á heimilislegt umhverfi, að viðhalda reisn og færni skjólstæðinga. Leikfimi og gönguferðir eru dagleg verkefni og mikið er sungið. Ýmis samvera er sameiginleg fyrir dagþjálfun og sambýlið, s.s. þorramatur, sumarferðir og haustfagnaður. Aðstandendur eru hvattir til að koma sem oftast og heimsækja ættingja sína. Hugmyndafræði hjúkrunar Hugmyndafræði hjúkrunar í Roðasölum byggir á kenn- ingu Donnu Algase og félaga um samspil bakgrunnsþátta og breytilegra þátta sem hafa áhrif á líðan og hegðun heilabilaðra. Bakgrunnsþættir eru tiltölulega stöðugir þættir eins og heilbrigðisástand, merki um elliglöp, lýðfræðilegir þættir og sálfélagslegir þættir. Breytilegir þættir eru mannlegar líkamlegar þarfir, sálfélagslegar þarfir, umhverfisþættir á deild og félagslegt umhverfi. Samspil bakgrunnsþátta og breytilegra þátta eru ráðandi fyrir hvort og þá hvernig hegðunartruflanir og geðræn einkenni koma fram. Bakgrunnsþættir eru oft óbreyt- anlegir, en breytilegir þættir og uppfylling þarfa skjól- stæðinga eru á ábyrgð og valdi starfsmanna að sinna. Gott eftirlit, mat á líðan skjólstæðinga með viðurkenndum mælitækjum og uppfylling mannlegra þarfa eru því lykil- atriði hjúkrunar. Læknisþjónusta Samningur um læknisþjónustu er við öldrunarsvið Land- spítalans á Landakoti. Frá upphafi hefur Jón Snædal öldr- unarlæknir verið læknir Roðasala. Bakvaktarþjónusta lækna við Roðasali er allan sólarhringinn. Teymisfundir og samstarf Teymisfundir eru haldnir vikulega, en hann sitja forstöðu- maður, læknir og deildarstjórar. Á fundunum er farið yfir líðan allra skjólstæðinga ásamt öðrum málum er teng- jast skjólstæðingum. Fjölskyldufundir eru haldnir með aðstandendum og skjólstæðingum eftir þörfum, að jafnaði einu sinni á ári. Eftir atvikum er fulltrúa heimahjúkrunar boðið á fjölskyldufundi þeirra sem eru í dagþjálfun, en mikil samvinna er við heimahjúkrun. Kvarðar til að meta færni, ástand og þjónustuþörf PFQ (Present Functioning Questionnaire) já eða nei spurn- ingar sem meta starfsgetu aldraðra í daglegu lífi varðandi persónuleika, verkefni daglegs lífs, hæfni til munnlegrar tjáningar, minni og minnisstarfsemi og sjálfshjálp. FRS (Functional Rating Scale) fimm punkta Likkert kvarði sem metur upplýsingar um aldraða á átta sviðum þ.e.a.s. minni, samskipti/samfélag og atvinnu, heimili og áhugamál, persónulega umhirðu, málfarslega færni, lausn vandamála og röksemdarfærslu, tilfinningar og áttun. NPI-D eða NPI-NH (Neuropsychiatric Inventory with Caregiver Distress eða Nursing Home) sem mæla eftirfar- andi hegðunartruflanir og geðræn einkenni hjá heilabil- uðum: ranghugmyndir, ofskynjanir, uppnám/árásargirni, þunglyndi/dapurleika, kvíða, kæti/sæluvímu, tómlæti/ sinnuleysi, hömluleysi, önuglyndi/hverflyndi, afbrigðilega líkamlega hegðun, svefnvanda og matarlyst/matarvenjur og borðsiði. NPI-NH er hjúkrunarheimilis útgáfa af NPI-D. Báðir NPI kvarðarnir meta tíðni, alvarleika og álag eða truflun á aðra í umhverfinu sem þessi einkenni valda. Aðrir sérhæfðari kvarðar eru notaðir eftir þörfum m.a. GDS (Geriatric Depression Scale), MMSE (Mini Mental State Examination), CMAI-C-Relative Form (Cohen-Mans- field Agitation Inventory – Community) og Ráfkvarði Algase (The Algase Wandering Scale- Version 2). Lokaorð Frá því að Roðasalir hófu starfsemi hafa margir hópar og einstaklingar komið í heimsókn til að skoða og fá upplýs- ingar um starfsemi og aðbúnað. Stöðugleiki hefur verið mikill í starfsmannahaldi og góður andi ríkir meðal starfs- manna sem allir leggjast á eitt til að veita framúrskarandi þjónustu.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.