Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 16

Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 16
1 www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008 gefin eru eftir bestu vitund fagfólks. Vandinn er sá að hann hefur e.t.v. misst forsendur til að meta ástand sitt vegna dómgreindartaps eða lélegs innsæis af völdum sjúkdómsins. Dæmi um þetta er akstur bifreiðar. Það getur verið niðurstaða fagfólks að heilsubrestur hafi gert einstakling- inn ófærann um að aka bifreið en sjálfur upplifir hann það sem mikla og ástæðulausa frelsisskerðingu. Reynt er að ná samningum en ef það tekst ekki getur þurft að grípa til ökumats. Slíkt ökumat er gert af iðjuþjálfa móttökunnar og ökukennara sem MM á samstarf við. Fræðsla til sjúklinga og aðstandenda fer fram við komu á deildina, í stuðningshópum, á fjölskyldufundum, á fundum hjá FAAS og öðrum fundum eða námskeiðum með fagfólki og leikmönnum. Þá er ótalin fræðsla og ráðgjöf sem fer fram í síma og um netpóst. Ná má tali af hjúkrunarfræðingum minnismóttökunnar alla virka daga kl. 8–16. Fagfólk MM útbýr fræðsluefni, bæklinga o.fl., oft með þátttöku samstarfsaðila. Fagfólk MM setur á hverju hausti saman fræðslutil- boð fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu. Í boði eru erindi um ýmislegt sem varðar málefni heilabilaðra, samskipti, hjúkrun, sjúkdóma, heilsueflingu o.fl. Fyrirlesarar eru sálfræðingar, öldrunarlæknar, geðlæknar, hjúkrunarfræð- ingar, félagsráðgjafar og iðjuþjálfar. Stofnanir geta pantað fyrirlestra fyrir starfsfólk sitt en greiðsla fyrir þá rennur til STÖLD (Styrktarsjóðs öldr- unarsviðs) sem heldur eftir hluta greiðslunnar og notar féð til að fjármagna styrki til símenntunar starfsfólks heilabilunareiningar öldrunarsviðs LSH. Á hverju vori er einnig haldið námskeið fyrir starfsfólk í öldrunarþjónustu. Ýmsir samstarfsaðilar hafa komið þar að og námskeiðin verið mjög vel sótt. Hagnaður af námskeiðunum rennur einnig til STÖLD. Sérstakir þættir í starfseminni Stuðningshópar Til að styrkja og styðja aðstandendur heilabilaðra er á hverjum vetri boðið upp á stuðningshópa. Í hverjum hóp eru annað hvort 6 – 8 makar eða 6 – 8 afkomendur. Hóparnir hittast 4 sinnum á viku fresti. Félagsráðgjafar og hjúkrunarfræðingar stýra fundum hópanna en sálfræðingur kemur í eitt skipti og tekur þátt í fundinum. Tilgangurinn er að þátttakendur deili með sér reynslu og styðji og uppörvi hver annann undir leiðsögn fagfólks sem leggur til fræðslu og veitir upplýsingar. Rannsóknir Eitt af verkefnum fagfólks á MM er að stunda rann- sóknir enda er móttakan hluti af háskólaspítalanum. Þessar rannsóknir eru margháttaðar svo sem lyfjarannsóknir í samstarfi við lyfjafyrirtæki, erfðarannsóknir í samstarfi við Íslenzka erfðagreiningu, rannsóknir á notkun heila- rits í samstarfi við Mentis Cura að ógleymdum ýmsum nemarannsóknum til BS, MS eða doktors gráðu. Núna eru viðræður um samvinnu við minnismóttökur á hinum Norðurlöndunum á sviði rannsókna. Öldrunargeðþjónusta Nýjasti þátturinn í starfsemi MM er öldrunargeðþjón- usta. Þessi starfsemi er í raun sjálfstæð eining innan MM og fæst við önnur verkefni en hin eiginlega minnismóttaka. Á næsta ári verður gerð grein fyrir þeirri starfsemi hér í blaðinu. Samstarfsaðilar Helstu samstarfsaðilar MM á LSH eru aðrar deildir öldr- unarsviðs, bráðadeildir, innlagnarstjóri LSH og útskrift- arteymi spítalans. Samstarfsaðilar MM utan LSH eru fjölmargir. Þar má nefna heilsugæsluna, heimahjúkrun, heimaþjónustu sveitarfélaga, FAAS, HÍ, RHLÖ, Mentis Cura, ÍE, hjúkr- unarheimili og aðrar heilbrigðisstofnanir um allt land. Þá viljum við nefna sérstaklega sérhæfðar dagþjálfanir fyrir heilabilaða sem taka svo til eingöngu við sjúklingum sem fengið hafa þjónustu á MM. Þær eru: Hlíðabær, Vitatorg, Fríðuhús, Maríuhús, Drafnarhús, og Roðasalir. Þessir staðir eru með þjónustu- samning við LSH um læknisþjónustu sem læknar MM sjá um. Slík deild er einnig á Eir en þar er ekki læknisþjón- usta frá MM. Umfang starfseminnar Á undanförnum árum hafa nýkomur á MM verið um og yfir 300 á ári og endurkomur ríflega 1000. Á árinu 2008 stefnir í að nýkomur verði nær 400 auk þess sem nýkomur á geðmóttöku nálgast 100. Endurkomur stefna í 1200 á MM og 170 á geðmóttöku. Stefnumörkun/framtíðarsýn MM veiti góða þjónustu sem byggist á viðurkenndum aðferðum studdum af rannsóknarniðurstöðum. Fagfólk MM vinnur að því að vera leiðandi í faglegri framþróun og rannsóknum á þeim hluta öldrunarfræða sem varða heilabilun. Símenntun starfsfólks er grundvöllur þess að móttakan geti verið leiðandi á sínu sviði. Áframhaldandi samstarf verði við aðstandenda- samtök. Efla samstarf um rannsóknir og faglega þróun við minnismóttökur á öðrum norðurlöndum.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.