Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 3

Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 3
 ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008 www.oldrun.net 27. árg. 2. tbl. 2008 EFNISYFIRLIT: Beinþynning og lífsgæði mikilvægt að nýta forvarnir og meðferðartækni Kolbrún Albertsdóttir MSc Dr. Björn Guðbjörnsson 5 Minnismóttaka öldrunarsviðs LSH á Landakoti Guðrún Karlsdóttir 13 Roðasalir í Kópavogi Sambýli og dagþjálfun fyrir heilabilaða Ída Atladóttir 17 Einmanakennd aldraðra sem njóta heimaþjónustui Gríma Huld Blængsdóttir 19 Öldubrjótur íslensku-, samfélags, og verkmenntaskóli Hrafnistu Alma Birgisdóttir Hrönn Ljótsdóttir Lovísa A. Jonsdótir 25 • ÚTGEFANDI: Öldrunarfræðafélag Íslands Pósthólf 8391, 128 Reykjavík www.oldrun.net ÁBYRGÐARMAÐUR: Líney Úlfarsdóttir PRÓFARKALESTUR: Ritnefnd FORSÍÐUMYND: Roðasalir UMSJÓN AUGLÝSINGA: Öflun ehf. – Faxafeni 5 UMBROT OG PRENTUN: Oddi UPPLAG: 600 eintök Tímaritið Öldrun kemur út tvisvar á ári ISSN 1607-6060 STJÓRN ÖLDRUNARFRÆÐAFÉLAGS ÍSLANDS Pósthólf 8391 – 128 Reykjavík Sigrún Ingvarsdóttir, formaður, formadur@oldrun.net Ingibjörg Halla Þórisdóttir, ritari, ritari@oldrun.net Guðlaug Þórsdóttir, gjaldkeri, gjaldkeri@oldrun.net Auður Hafsteinsdóttir, Líney Úlfarsdóttir, Jóhanna Marín Jónsdóttir, Sigurveig H. Sigurðardóttir ÖLDRUN Frá ritnefnd Öldrunar: Nú hefur annað tölublað tímaritsins Öldrunar árið 2008 litið dagsins ljós. Efni blaðsins er mjög fjölbreytt að þessu sinni en eins og venjan er í haustblöðum er kynning á öldrunarstofnun. Í þessu blaði eru það Roðasalir í Kópa- vogi sem kynna starfsemi sína, en starfsemi Roðasala er tvíþætt, annars vegar hjúkrunarsambýli fyrir heilabilaða og hinsvegar dagþjálfun. Ritnefnd bárust athyglisverðar greinar úr ýmsum áttum og má sem dæmi nefna auk kynningar á Roðasölum, grein um beinþynningu og lífsgæði þeirra sem greinst hafa með sjúkdóminn, kynningu á Minnismóttöku á Landakoti og íslensku- samfélags og verkmenntaskóla Hrafnistu. Síðast en ekki síst er í blaðinu kynningu á niðurstöðum rann- sóknar á einmanakennd þeirra sem fá heimaþjónustu. Stjórn ÖFFÍ hefur nú þegar ákveðið efni næstu námstefnu félagsins sem haldin verður fimmtudaginn 5. mars 2009, kl. 9:00 – 16:00 í Endurmenntun Háskóla Íslands. Þar verður umfjöllunarefnið „Þekkingarmiðlun og þátttaka milli kynslóða í samfélaginu“. Fjallað verður um þjóðfélags- lega þróun íslensks samfélags og velt upp þeirri spurn- ingu hvort bil hafi myndast milli kynslóða hvað varðar þekkingarmiðlun og tengsl. Kynnt verður hugmyndafræði og viðhorf við veitingu þjónustu sem efla aldraða til þátt- töku í samfélaginu og styrkir gagnvirkni í samskiptum kynslóðanna. Sem fyrr vill ritnefnd hvetja lesendur til að skrifa greinar í blaðið eða benda á áhugaverð efni sem þarfnast kynningar. Vinna við næsta tölublað hefst strax á fyrstu vikum ársins 2009. Ritnefnd vill einnig þakka höfundum fyrir þeirra framlag og Fanneyju Kristbjarnardóttur sérstaklega fyrir yfirlestur og góð ráð um meðferð heimilda. Með bestu kveðju Líney Úlfarsdóttir, sálfræðingur Guðlaug Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur Elín Guðjónsdóttir, félagsráðgjafi Eyjólfur Þ. Haraldsson, öldrunarlæknir Rósa Hauksdóttir, iðjuþjálfi ritnefnd@oldrun.net

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.