Öldrun - 01.11.2008, Síða 30

Öldrun - 01.11.2008, Síða 30
0 www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008 Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hélt tölu á fundinum um stefnu félagsmálaráðuneyt- isins í öldrunarmálum og var henni vel tekið af fundarmönnum. Svipmyndir frá aðalfundi Öldrunarfræðafélags Íslands Fimmtudaginn 27. mars 2008 var þrítugasti og fimmti aðal- fundur Öldrunarfræðafélags Íslands haldinn í húsnæði Fastusar að Síðumúla 16. Fundurinn var vel sóttur og tóku starfsmenn Fastusar vel á móti fundarmönnum. Arnar Bjarnason mark- aðstjóri hjá Fastusi kynnti starfsemi fyrirtækisins og þær vörur sem nýst geta öldruðum og fagfólki í geiranum Sigrún Ingvarsdóttir formaður félagsins fór yfir ársskýrslu ÖFFÍ og færði heiðursfélögum blóm sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf. Heiðursfélagar Öldrunarfræðafélagsins eru Alfreð Gíslason, Ársæll Jónsson, Gísli Sigurbjörnsson, Gunnhildur Sigurðardóttir og Þór Halldórsson. Á fund- inum var einnig kynntur til sögunnar nýr heiðursfélagi, Jóna Eggertsdóttir. Jóna Eggertsdóttir er fædd að Bakkakoti í Skorradal 10. janúar 1937. Hún lauk BA prófi í félagsfræði og starfsréttindanámi í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands 1982. Hún starfaði sem félagsráðgjafi á lyflækn- ingadeild Borgarspítalans 1983-88 og síðan sem yfirfélagsráðgjafi á vefrænum deildum Borgarspítalans. Forstöðufélagsráðgjafi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur á sömu deildum til 1. júní 2001. Frá þeim tíma yfirfélags- ráðgjafi öldrunarsviðs Landspítala - háskólasjúkrahúss. Jóna hefur alla tíð unnið ötullega að málefnum eldri borgara. Sex umsækjendur fengu styrk til rannsókna úr vísindasjóði ÖFFÍ. Þau voru: Anna G. Hansen, Ída Atladóttir, Janus Guðlaugsson, Magnús Jóhannsson, Sigrún Huld Þorgrímsdóttir og Sólveig Bjarney Daníelsdóttir. Á myndina vantar Janus Guðlaugsson og Sólveigu Bjarneyju Daníelsdóttur.

x

Öldrun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.