Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 14

Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 14
14 www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008 Beiðni þarf því að berast frá heilsugæslulækni eða öðrum lækni sem hefur metið einstaklinginn. Læknabréf þarf að fylgja beiðni þar sem fram koma heilsufarsupplýsingar og upplýsingar um lyfjameðferð sem og greinagóðar upplýsingar um forsendur þess að einstaklingnum er vísað á minnismóttöku. Markmið/hlutverk Lykilorð í starfsaðferðum MM er teymisvinna. Öll erum við háð því að hafa okkur við hlið aðrar fagstéttir sem geta lagt til þekkingu og færni þar sem okkar eigin þrýtur. Þegar við leggjum öll saman getum við veitt betri þjónustu en nokkurt okkar eitt og sér. Greining Fyrst þarf að komast að því hvort um vitræna skerðingu er að ræða, hvers eðlis hún er og hversu mikil. Þá er að greina hvaða sjúkdómur liggur að baki og hvort einkenni eru það mikil að um heilabilun sé að ræða. Þjónustan tekur síðan mið af því hver niðurstaðan er. Læknir og hjúkrunarfræðingur skoða einstaklinginn, afla upplýsinga frá honum sjálfum og fjölskyldu hans og læknirinn metur hvaða rannsóknir þarf að gera til að komast að niðurstöðu um greiningu. Að fengnum niðurstöðum úr rannsóknum gerir lækn- irinn sjúkdómsgreiningu. Í tilvikum þar sem greining liggur ekki ljós fyrir getur þurft frekari rannsóknir eða ákveðið er að bíða í hálft til eitt ár og sjá hvort frekari þróun verður á einkennum. Auk sjúkdómsgreiningar er gerð greining á þörf fyrir félagslega þjónustu, heilsufarseftirlit, endurhæfingu, hjúkrun ofl. Sú greining er gerð af öðrum meðlimum teymisins í samvinnu við lækninn. Hjúkrunarfræðingar eru tengiliðir sjúklings og aðstandenda hans við aðra fagaðila utan deildarinnar og innan. Eftir að greining liggur fyrir, afhendir hjúkrunar- fræðingur nafnspjald sitt og býður að haft sé samband við sig ef spurningar vakna eða ef leita þarf ráða. Mælt er með að haldinn sé fjölskyldufundur fljótlega í kjölfar greiningar heilabilunarsjúkdóms þar sem farið er yfir niðurstöður rannsókna, hvernig greiningin er fengin og hvaða áhrif sjúkdómurinn gæti mögulega haft á daglegt líf einstaklingsins og hans nánustu. Farið er yfir hvað er til ráða og gefinn kostur á spurn- ingum og umræðum. Mikil áhersla er lögð á að horfa ekki til verstu dæma og að afar misjafnt er hvernig afleiðingar veikindanna verða. Mikilvægt er að taka ekki út fyrirfram þjáningu vegna einhvers sem e.t.v. verður ekki svo slæmt. Horft skal til skamms tíma í senn og reynt að leysa verkefni sem liggja fyrir á hverjum tíma. Greiningarfundir Yfir vetrarmánuðina er einu sinni í mánuði haldinn grein- ingafundur þar sem allt fagfólk MM kemur saman og tekið er fyrir flókið greiningartilfelli. Læknar móttökunnar skiptast á að kynna tilfelli og fundarmenn fara saman yfir greiningarferlið og skiptast á skoðunum. Meðferð/úrræði Meðferð við heilabilunarsjúkdómum skiptist í lyfjameð- ferð og aðra meðferð. Lyfjameðferð er annars vegar við sjúkdómnum sjálfum og hins vegar einkennameðferð við geðrænum einkennum ef þau eru til staðar. Önnur meðferð beinist að því að styrkja sjúklinginn andlega, líkamlega og félagslega og aðstoða hann og fjölskyldu hans við að aðlagast breytingum sem minn- issjúkdómur hefur á daglegt líf þeirra. Miklu máli skiptir að bæta sjálfsmynd sjúklingsins sem oft býður verulegan hnekki í heilabilunarsjúkdómi. Því skal lögð megináhersla á að horfa á styrkleika einstaklingsins og fjölskyldunnar og vinna með þá á öllum stigum sjúkdómsins. Markmið meðferðar er að viðhalda heilsu eftir föngum og gera sjúklingnum og ástvinum hans gerlegra að lifa innihaldsríku lífi og varðveita sjálfstæði sem lengst. Eftirlit Þegar greining liggur fyrir og meðferð hafin mætir sjúk- lingurinn í flestum tilvikum áfram í reglubundið eftirlit á MM hjá lækni og hjúkrunarfræðingi. Stundum hagar málum þannig að eftirliti er vísað til heilsugæslu. Það á sér oft landfræðilegar orsakir en þær geta einnig verið aðrar. Eftirlitið felst í því að fylgjast með sjúkdómsferli og grípa til viðeigandi ráðstafana eftir því sem breytingar verða á heilsufari eða aðstæðum. Einnig þarf að fylgjast með árangri meðferðar og breyta henni ef þurfa þykir. Eftirliti á MM lýkur við flutning á hjúkrunarheimili eða þegar aðrir til þess hæfir aðilar taka við. Algengast er að eftirliti ljúki á MM þegar sjúklingurinn fer í sérhæfða dagþjálfun. Þá færist eftirlit þangað. Ráðgjöf og fræðsla Ráðgjöf er veitt á öllum stigum í greiningu, meðferð og eftirliti. Þar koma að læknar, hjúkrunarfræðingar, félags- ráðgjafar, sálfræðingur og iðjuþjálfi. Við fyrstu komu á minnismóttökuna gefst tækifæri til að hitta lækni, félagsráðgjafa og hjúkrunarfræðing. Hjúkrunarfræðingarnir eru tengiliðir sjúklings og fjöl- skyldu hans við annað fagfólk. Þeir veita ráðgjöf og leita á hverjum tíma eftir ráðgjöf annarra fagstétta eftir því hvað við er að fást. Ráðgjöf getur verið um hvað eina sem upp kemur hjá fjölskyldunni og tengist sjúkdómsástandi eða afleiðingum þess. Dæmi: Félagsleg aðstoð, réttindamál, um úrræði í heilbrigðiskerfinu, t.d. heimahjúkrun, hvíldarinnlagnir, dagþjálfun o.fl. Algeng viðfangsefni hjúkrunarfræðinga eru að ráð- leggja um næringu, meltingartruflanir, þvagleka, viðbrögð við atferlistruflunum og skapgerðarbreytingum, hreyf- ingu og virkni, ADL og um verkun og aukaverkanir lyfja. Oft er vandasamt að fá sjúkling til að þiggja ráð sem Sjón - alltaf betri fljónusta. Eldri borgarar! Laugavegi 62 sími 511 6699 Glæsibæ sími 511 6698 www.sjon.is sjon@sjon.is Við veitum persónulega ráðgjöf við val á gleraugum. Einnig bjóðum við heimaþjónustu fyrir þá sem ekki sjá sér fært að koma á staðinn. Hjá okkur er mikið úrval af vönduðum gleraugnaumgjörðum. fyrir eldri borgara af öllum vörum afsláttur 35%

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.