Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 26
2
www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008
Val á þátttakendum
Auglýst var eftir þátttakendum í Fréttablaðinu, í janúar,
á þremur tungumálum, íslensku, pólsku og ensku. Auk
þess sem auglýst var innan Hrafnistu og starfsfólk í ræst-
ingu og býtibúri var hvatt til að sækja um til að auka
starfsmöguleika sína. Viðtökur voru vonum framar og alls
sóttu um þátttöku í verkefninu yfir 100 manns. Umsóknir
voru frá einstaklingum frá mörgum þjóðlöndum og jafn-
vel frá einstaklingum sem ekki voru formlega fluttir til
Íslands. Umsjónaraðilar ákváðu fljótlega að skilyrði fyrir
vali í viðtöl væru að hafa búið í einhvern tíma á Íslandi og
að hafa tryggt húsnæði.
Allar umsóknir sem stóðust þessi skilyrði voru skoð-
aðar. Niðurstaðan var sú að boða 25 einstaklinga í viðtöl
með túlki og fóru þau fram á Hrafnistu í Reykjavík og
Hrafnistu í Hafnarfirði. Alls voru þessir einstaklingar frá
11 þjóðlöndum. Að viðtölum loknum voru allir boðaðir
í stöðupróf í íslensku. Þegar þessu tvennu var lokið var
tekin endanleg ákvörðun um þann hóp sem boðið var að
taka þátt í verkefninu. Umsjónaraðilar tóku tillit til þess
hvernig einstaklingar kæmu fyrir, fyrri reynslu, mennt-
unar og áhuga. Upphaflega var ákveðið að fara af stað
með 15 manna hóp en vegna þess hve umsækjendur voru
frambærilegir þá var ákveðið að bjóða 17 einstaklingum
að taka þátt. Þessir 17 einstaklingar sem voru allir konur,
voru ráðnar sem starfsmenn Hrafnistu frá 18. febrúar 2008
og fengu laun frá og með þeim degi. Átta þessara kvenna
komu frá Pólland, tvær frá Rússlandi, ein frá Þýskaland,
Keníu, Namibíu, frá Fillipseyjum, Tansanía og Svíþjóð.
Kennslan
Formlegur skóli var í 4 vikur sem skiptist í íslenskunám,
samfélagsfræðslu og verklega kennslu. Íslensku kennslan
var í höndum Mímis-símenntun og stóð yfir alla morgna
þessar 4 vikur eða í 100 kennslustundir. Verkleg kennsla
var í höndum starfsmanna Hrafnistu og voru umsjónarað-
ilar Þórunn Sveinbjarnardóttir, sýkingarvarnarhjúkrunar-
fræðingur og Oddný Ragnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur.
Markmið þessarar kennslu var að kenna þátttakendum
aðhlynningu, umbúnað og almenna umgengi við aldraða
einstaklinga. Eftir hádegi þessar fjórar vikur sem form-
legi skólinn starfaði var farið í menningar og fræðsluferðir
sem hluti af samfélagskennslu. Þess má geta að ýmsir
starfsmenn Hrafnistu tóku að sér að fara með nemend-
unum í menningarferðirnar og mynduðust tengsl á milli
nemenda og starfsmanna. Sem hluti af leið til að rjúfa
félagslega einangrun einstaklinga af erlendum uppruna
var farið í samstarf við Rauða kross Íslands með Mentor
verkefni, sem snýst um að „heimamaður“ og erlendur
einstaklingur myndi með sér vináttusamband byggt á
jafningjagrundvelli.
Að loknu fjögurra vikna íslensku, samfélags- og verk-
námi tók við fjögurra vikna starfsnám á deild með leið-
beinenda. Lagt var upp með að hver leiðbeinandi væri
með einn þátttakenda sem til að byrja með fylgdi honum
alveg á vöktum. Þegar liði á mánuðinn væri svo endur-
skoðað hvort þátttakendur gætu farið að vinna meira sjálf-
stætt en myndu samt hafa stuðning og aðstoð frá leiðbein-
anda sínum.
Fræðsla til umhverfis
Mikilvægt er að hafa samstarfsmenn og heimilismenn
jákvæða fyrir verkefnum sem þessum, þar sem verkefnið
byggir mikið á samskiptum og samvinnu margra einstakl-
inga. Í byrjun voru deildastjórar og stjórnendur boðaðir á
fund þar sem verkefnið var kynnt. Umsjónaraðilar kynntu
markmið og tilurð verkefnisins markvisst til starfsmanna
bæði á deildarfundum og í óformlegu spjalli. Því næst
voru haldin fræðsluerindi um fjölmenningu, bæði fyrir
starfsmenn og heimilismenn. Einnig var boðið uppá
örtungumálanámskeið til að gera fólki kleift að setja sig í
spor þeirra sem eru að læra nýtt tungmál. Auk þess hefur
Öldubrjóturinn verið kynntur í ýmsum fyrirlestrum og
námskeiðum s.s. hjá Félagi aðstandenda Alzheimersjúkra
og annarra skyldra sjúkdóma (FAAS), Félagi stjórnenda í
öldrunarþjónustu, Stjórnvísi og fleirum. Í október síðast-
liðnum var Öldubrjóturinn kynntur á alþjóðlegu málþingi
í Helsinski sem fjallaði um rekstur heilbrigðiskerfins í
fjölmenningarsamfélagi.
Kostnaður
Áætlaður kostnaður er um 9 milljónir. Hrafnista leggur til
fé til þessa tilraunaverkefnis og hyggst greiða hluta af áætl-
uðum kostnaði. Verkefnið hefur fengið styrki frá Mennta-
málaráðuneytinu, Félagsmálaráðuneytinu, Heilbrigðis- og
tryggingarmálaráðuneytinu, Eflingu og Starfsmennta-
ráði.
Árangur verkefnisins
Sjö mánuðum eftir að Öldubrjóturinn hófst var íslensku-
kunnátta þátttakendanna aftur metin og árangurinn er
augljós. Allir þátttakendurnir hafa tekið framförum í
íslensku á tímanum sem er liðinn síðan verkefnið fór af
stað, sumir ótrúlega miklum. Í síðara prófinu var áhersla
lögð á að meta kunnáttu nemenda í starfstengdum orða-
forða svo og daglegu máli. Þátttakendur sýndu allir mikið
öryggi í að tjá sig um starfið, höfðu öðlast mikinn orðaforða
sem tengist starfinu og sögðust tala eingöngu íslensku í
vinnunni. Kunnátta þeirra í daglegum orðaforða reyndist
líka góð líkt og tafla 2 sýnir.
Mímir-símenntun hefur haldið fjöldamörg íslensku-
námskeið á vinnustöðum. Það er sérstaklega eftirtekt-
arvert að bera saman áhrif þessa verkefnis á framfarir
þátttakenda í málinu og svo árangur af íslenskunám-
skeiðum á vinnustöðum þar sem eingöngu er miðað við
að kenna íslensku en ekki litið til þess að þátttakendur fái
starfsþjálfun af því tagi sem skipulögð var í Öldubrjótnum.
Þótt það hafi ekki verið rannsakað sérstaklega, þá er það
mat kennara hjá Mími símenntun að skipulögð starfs-
þjálfun, eftirfylgni og almenn þátttaka vinnufélaga í verk-
efninu Öldubrjót til viðbótar við íslenskukennsluna hefur