Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 25

Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 25
2 ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008 www.oldrun.net Mannauður í öldrunarþjónustu Hrafnista hefur sett sér þau markmið að vera leiðandi í umönnun og þjónustu við aldraða, að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan heimilisfólks, að starfs- fólk efli faglega þekkingu og að starfsánægja og starfs- umhverfi sé gott. Undanfarin ár hefur verið erfitt að uppfylla þessi markmið vegna viðvarandi manneklu. Skerða hefur þurft þjónustu og hafa hjúkrunarrými jafn- vel staðið auð vikum og mánuðum saman. Á árinu 2007 var lögð mikil vinna og mikill kostnaður í auglýsingar hjá Hrafnistuheimilunum sem aðeins hafa skilað hluta af þeirri mönnun sem til þurfti. Það var þó nóg af fólki sem sótti um lausar stöður, meira að segja af mjög frambærilegu fólki, fólk með góða menntun s.s. hjúkrunarfræði eða fólk með mikla reynslu í umönnun aldraðra, en vegna þess að flestir þessara einstaklinga voru erlendir og töluðu hvorki né skildu íslensku var ekki hægt að ráða það til starfa. Hrafnista hefur sett sér það markmið að ráða einungis starfsfólk í aðhlynningu sem skilur og talar íslensku til að geta uppfyllt þaumarkmið sem Hrafnista stendur fyrir. Í janúar 2008 vantaði í um 30 stöðugildi á Hrafnistu- heimilunum og allir sem að öldrunarmálum koma voru sammála að þessar aðstæður væru ekki líðandi, en hvað var til ráða? Úr þessari umræðu spratt hugmyndin að tilraunaverkefninu „Öldubrjót – íslensku-, samfélags- og verkmenntaskóli Hrafnistu”. Markmið skólans voru: •   að kenna einstaklingum af erlendum uppruna íslensku •   að kynna fyrir þeim íslenskt samfélag, gildi þess og viðmið •   að kenna aðhlynningu, mannleg samskipti og fleira •   að rjúfa félagslega einangrun einstaklinga af erlendum uppruna •   að nýta þann mannauð sem einstaklingar af erlendum uppruna búa yfir •   að ráða þessa einstaklinga sem framtíðarstarfsmenn Hrafnistu Þessi markmið eru í samræmi við stefnu ríkisstjórnar Íslands um aðlögun innflytjenda t.d. að fullorðnir innflytj- endur bæði á vinnumarkaði og utan hans eigi kost á góðri íslenskukennslu, að samfélagsfræðsla sé hluti af íslensku- námi fyrir innflytjendur og að fram fari gæðamat og eftirlit með íslenskukennslu. Eftir undirbúningsvinnu sem m.a. fól í sér að kynna þessa hugmynd fyrir þeim aðilum sem aðallega koma að kennslu innflytjenda s.s. menntamálaráðuneytis, félags- málaráðuneytis, Eflingu og Mími-símenntun var ákveðið að hrinda verkefninu í framkvæmd. Verkefnið tekur hluta af árinu 2007 vegna undirbúningsvinnu og allt árið 2008. Tafla 1. sýnir yfirlit yfir verkefni Öldubrjóts árið 2008. FRÆÐSLA OG SÍMENNTUN Í ÖLDRUNARGEIRANUM Öldubrjótur íslensku-, samfélags- og verkmenntaskóli Hrafnistu Verkefni Jan. Feb. Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des. Auglýsingar Viðtöl Íslenskupróf Skóli Starfsfþjálfun Starf án leiðb. Íslenskupróf Könnun Tafla 1. Yfirlit yfir árið 2008

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.