Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 17
17
ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008 www.oldrun.net
Dagþjálfun
Í dagþjálfun eru 20 skjólstæðingar sem njóta þjónustu
virka daga frá klukkan kl. 8–16.
Boðið er upp á akstur til og frá Roðasölum og lögð
áhersla á að nýta þann kost. Flestir eru sóttir heim á tíma-
bilinu frá kl. 8–10 og keyrðir til baka kl. 16. Allir skjólstæð-
ingar eru í lyfjaskömmtun og skömmtunarkort þeirra eru
í Roðasölum. Deildarstjóri dagþjálfunar er Helga María
Arnarsdóttir, sjúkraliði sem skipuleggur daglega starfs-
semi. Aðrir starfsmenn eru sjúkraliðar og almennir
starfsmenn í aðhlynningu. Mikið er lagt upp úr líkamlegri
virkni m.a. göngutúrum, leikfimi og sundi, þá er spilað,
sungið og föndrað. Prestur kemur og messar einu sinni
í viku, farið er á kaffihús, í leikhús og á söfn. Boðið er
upp á morgunmat og hádegismat, böðun, hárgreiðslu og
fótsnyrtingu. Skjólstæðingar greiða í afþreyingasjóð sem
nýttur er til að fara í ýmsar ferðir.
Allar umsóknir um dagþjálfun berast forstöðumanni.
Þær koma aðallega frá minnismóttöku á Landakoti,
öldrunarlæknum með stofurekstur, heimilislæknum og
heimahjúkrun ásamt Félagsþjónustu Kópavogs. Forsenda
fyrir dagþjálfun er að viðkomandi geti búið heima, sé með
greindan heilabilunarsjúkdóm sem aðal vandamál og sé
Kópavogsbúi.
Forstöðumaður hringir fljótlega í aðstandendur til að
láta vita að umsókn hafi borist, kannar viðhorf, væntingar,
aðstæður og ástand heima fyrir. Einnig eru gefnar upplýs-
ingar um hugsanlegan biðtíma eftir þjónustu. Samráð er
haft við heimahjúkrun, Félagsþjónustuna og samráðshóp
um dagþjálfun á Reykjavíkursvæðinu um forgangsröðun.
Þegar hyllir undir að pláss losni er haft samband við
aðstandendur og þeim boðið í viðtal við forstöðumann og
deildarstjóra. Í því viðtali eru þrír matskvarðar, þýddir af
forstöðumanni (PFQ, FRS og NPI-D eða NPI-NH) lagðir
fyrir aðstandendur til að meta færni, ástand, þjónustuþörf
skjólstæðingsins og líðan aðstandenda. Þegar pláss losnar
er svo aðstandendum og skjólstæðingi boðið í heimsókn,
ástand hans og viðhorf til Roðasala metið, veittar upplýs-
ingar um starfsemina og fyrirkomulag. Í sumum tilvikum
neitar skjólstæðingur að koma í viðtal og þá fer forstöðu-
maður ásamt deildarstjóra heim til skjólstæðings.
Ída Atladóttir
Forstöðumaður
Starfsemin í Roðasölum 1 er tvíþætt, annars
vegar er um að ræða hjúkrunarsambýli fyrir
minnisskerta og hins vegar dagþjálfun. Roða-
salir heyra undir Félagsþjónustu Kópavogs og
eru reknir af Kópavogsbæ með daggjöldum frá
ríkinu. Starfssemi í Roðasölum hófst þann 19.
janúar 2005.
Forstöðumaður Roðasala er Ída Atladóttir
hjúkrunarfræðingur, MSc. í öldrunarhjúkrun,
sérsvið klínísk sérhæfing í hjúkrun heilabilaðra
með hegðunartruflanir og geðræn einkenni.
Húsnæðið sem er á einni hæð er staðsett í
íbúðahverfi þar sem góðar gönguleiðir eru allt
um kring, ásamt skjólgóðum palli umhverfis
húsið. Þjónustan sem veitt er í Roðasölum
miðast við þarfir heilabilaðra skjólstæðinga og
aðstandenda þeirra Meginmarkmið starfsem-
innar er að veita skjólstæðingum framúrskar-
andi þjónustu. Það er best gert í samvinnu við
alla fjölskylduna og aðstandendur sem eru í
mikilli þörf fyrir stuðning, ráðgjöf og skilning á
aðstæðum sínum.
Roðasalir í Kópavogi
Sambýli og dagþjálfun fyrir heilabilaða