Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 12

Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 12
12 www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008 tilfelli. Þá hefur verið sýnt fram á að Miacalcic (kalsít- ónín) hafi jákvæð áhrif á beinumsetninguna og því gagn- legt í völdum tilfellum. Fá karlar sömu meðferð? Karlar hafa sama gagn af bisfósfónötum og konur, en þeim gagnast af augljósum ástæðum hvorki kvenhormón né Evista eða Livial. Hinsvegar gagnast þeim Myocalsic og Forsteo. Karlhormón (testósterón) er einnig unnt að gefa sem uppbótarmeðferð og getur gagnast einstaka körlum. Lífsgæði og meðferðarárangur Aukinn skilningur á afleiðingum beinþynningar á lífsgæði hefur leitt til þróunar á meðferðarúrræðum sem bæta heilsufar, minnka beintap og draga úr áhættu á beinbrotum (Ioannidis, Gordon, Adachi, 2001). Miklar framfarir hafa verið í lyfjameðferð við beinþynningu og hefur fjöldi rann- sókna sýnt að lyfjameðferð getur viðhaldið beinþéttni og jafnvel aukið beinmagnið auk þess að draga verulega úr hættunni á beinbrotum, sérstaklega hjá konum með stað- festa beinþynningu og sögu um beinþynningarbrot. Þetta gerir það að verkum að nauðsynlegra verður að fylgjast með líðan sjúklinga fyrir og eftir meðferð. Það er því ekki nóg að bæta árum við lífið heldur þarf einnig að gæða árin betra lífi. Nauðsynlegt er að finna jafnvægi á milli lífsgæða og umfangs meðferðar og gagnsemi hennar (Tómas Helgason, 2005). Markmið sjúkdómsmeðferðar er að gera líf sjúklings eins þægilegt, virkt og ánægjulegt og mögulegt er og eru því lífsgæðamælingar góður árang- ursmælikvarði í rannsóknum á beinþynningu. Lokaorð Beinþynning er sjúkdómur sem verður algengari með aldr- inum. Afleiðingar beinþynningar, beinbrotin hafa veruleg áhrif á lífsgæði þeirra sem fyrir þeim verða. Þessi lífs- gæðaskerðing er hindrun í farsælli öldrun og getur valdið hreyfihömlun, andlegri vanlíðan og félagslegri einangrun. Þeir sem láta sig öryggi og velferð aldraðra varða þurfa að huga að alvarleika beinþynningar, hvernig hægt er að greina sjúkdóminn og meðhöndla og hvernig hægt er að koma í veg fyrir beinbrot af völdum beinþynningar. Heimildir: Aðalsteinn Guðmundsson, Sigurður Helgason og Björn Guðbjörnsson. (2002) Forvarnir og meðferð beinþynningar af völdum sykurstera. Klínískar leiðbeiningar. Læknablaðið, 88(2), 101–107. Alfreð Harðarson, Ólafur S. Indriðason og Gunnar Sigurðsson. (2001). Ómun af hælbeini sem skimpróf fyrir beinþynningu. Læknablaðið, 87(11), 881–886. FRAX – áhættureiknir fyrir brotaáhættu. Sótt þann 23. október 2008 af: http://www.shef.ac.uk/FRAX/index.htm Gold, D.T. (1996). The clinical impact of vertebral fractures: Quality of life in women with osteoporosis. Bone, 18(Suppl 3), 185S–189S. Gunnar Sigurðsson. (2001). Greining á beinþynningu meðal aldraðra. Læknablaðið, 87(1), 15–20. Ioannidis, G., Gordon, M. og Adachi, J.D. (2001). Quality of life in osteoporosis. Nursing Clinics of North America, 36(3), 481–489. Íslenskar rannsóknir vekja athygli á erlendri grundu. (2008) Fréttabréf Beinverndar, 6(2), 3. Sótt þann 23. október 2008 af: http://www. beinvernd.is/FileLib/skjalasafn/frettabref_oktl_08_vefur.pdf Jón Torfi Halldórsson, Þorvaldur Ingvarsson og Björn Guðbjörnsson. (2003). Aldurstöðluð beinbrotatíðni í Eyjafirði. Læknablaðið,89(5), 404. Kanis, J.A., Minne, H.W., Meunier, P.J., Ziegler, R. og Allender, E. (1992). Quality of life and vertebral osteoporosis. Osteoporosis International, 2(4), 161–163. Kolbrún Albertsdóttir. (2007). Lífsgæði íslenskra kvenna með samfalls- brot í hrygg. Óbirt meistararitgerð frá Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Landlæknisembættið. (2003). Kliniskar leiðbeiningar um beinþynn- ingu. Sótt þann 23. október 2008 af: http://www.landlaeknir. is/pages/102?query= Landlæknisembættið. (2004). Beinþynning. Ágrip leiðbeininga. Sótt þann 23.október 2008 af: http://www.landlaeknir.is/Uploads/FileGall- ery/Kliniskar%20leidbeiningar/Beinthynning_mars04_b.pdf Lips, P., Cooper, C., Agnusdei, F., Caulin, F., Egger, P., Johnell, O. o.fl. (1999). Quality of life in patients with vertebral fractures: Validation of the quality of life questionnaire of the European Foundation for Osteoporosis. Osteoporosis International, 10(2), 150–160. Oleksik, A., Lips, P., Dawson, A., Minshall, M.E., Shein, W., Cooper, C., og Kanis, J. (2000). Health-related quality of life in postmenopausal women with low BMD with or without prevalent vertebral fractures. Journal of Bone and Mineral Research, 15(7), 1384–1392. Sambrook, P. og Cooper, C. (2006). Osteoporosis. Lancet, 367(9527), 2010–2018. Sigurður Kristinsson. (2007). Hvað er farsæl öldrun? Öldrun, 25(1), 8–11. Silverman, S.L., Minshall, M.E., Shen, W., Harper, K.D., og Xie, S. (2001). The relationship of health-related quality of life to prevalent and incident vertebral fractures in postmenopausal women with osteoporosis: results from the Multiple Outcomes of Raloxifene Evaluation Study. Arthritis and Rheumatism, 44(11), 2611–2619. Tómas Helgason. (2005). Heilsutengd lífsgæði. Öldrun, 23(1), 22–24. HRAFNISTA HRAFNISTA

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.