Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 19

Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 19
1 ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008 www.oldrun.net Einmanakennd aldraðra sem njóta heimaþjónustu Gríma Huld Blængsdóttir sérfræðingur, heimilislækningar Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl einmanakenndar við andlega, líkamlega og félagslega þætti aldraðra sem nutu heima- þjónustu heilsugæslunnar árið 1997 Gríma Huld Blængsdóttir sérfræðingur: heimilis- lækningar. – Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins netfang: grima.huld@mos.hg.is Thor Aspelund, PhD sérfræðingur: tölvufræðingur – Hjartavernd, Háskóli Íslands netfang: aspelund@hjarta.is Pálmi V. Jónsson sérfræðingur: lyf og öldrunarfræð- ingur – Landspítali – háskólasjúkrahús, öldrunar- svið, Háskóli Íslands netfang: palmivj@landspítali.is Lykilorð: einmana, heimaþjónusta, heima- hjúkrun, heilsugæsla, aldraðir English summary Blængsdóttir GH, Aspelund T, Jónsson, PV, Lonely Older Persons in Home Care Key words: loneliness, home care, elderly, primary, health care Ágrip Tilgangur: Markmið þessarar rannsóknar var að skoða tengsl einmanakenndar við andlega, líkamlega og félags- lega þætti aldraðra sem nutu heimaþjónustu heilsugæsl- unnar árið 1997 Efniviður og aðferð: 257 einstaklingar sem nutu heima- þjónustu heilsugæslunnar á Reykjavíkursvæðinu haustið 1997 voru metnir með MDS-RAI HC (Minimum Data Set- Resident Assessment Instrument for Home Care) mæli- tækinu. Tengsl við einmanakennd eru skoðuð með ein- og fjölþáttagreiningu. Leitað var staðfestingar á algengi einmanakenndar í sambærilegri könnun 5 árum síðar. Niðurstöður: Af heildarhóp þeirra sem nutu heimahjúkr- unar upplifðu 20,3% einmanakennd, 18,3% karla, 20,9% kvenna. Ekkjufólk var marktækt líklegra til að vera einmana en fólk í hjúskap, p=0,013. Ekki var munur á milli kynja með tilliti til einmanakenndar og færni til frumathafna daglegs lífs (ADL) en hins vegar höfðu eimana karlar marktækt meiri líkur á erfiðleikum í almennum athöfnum daglegs lífs (IADL). Konur með vitræna skerðingu voru marktækt líklegri til að finna fyrir einmanakennd, p=0,022. Konur, en ekki karlar, sem voru með einmanakennd voru líklegri til að hafa jafnframt depurðareinkenni, p=0,025. Konur með fleiri lyf en sex voru marktækt líklegri til þess að vera einmana, (79,2% vs. 20,8%, p=0,018) og þær voru líklegri til að taka sterk geðlyf ( p=0,007) en einmana karlar voru líklegri til að taka svefnlyf (p=0,046). Þeir sem mátu eigið heilsufar lélegt voru líklegri til að vera einmana, p=0,042. Þeir sem fóru aldrei út fyrir hússins dyr á einum mánuði voru ekki líklegri til að vera einmana og ekki kom fram munur á tíma formlegrar þjónustu milli þeirra sem voru einmana og ekki einmana. Þegar spurt er um hvort einstaklingur telji sig betur kominn annars staðar, svör- uðu 43,5% kvenna með einmanakennd játandi á móti 12,7% kvenna án einmanakenndar, p<0,0001. Sambærilegar tölur fyrir karla eru ómarktækar, 18,2% á móti 14,3%. ADHOC rannsóknin fimm árum síðar sýnir að algengi einmana- kenndar er 18,4% í algerlega sambærilegum hópi. Ályktanir: Einmanakennd greindist hjá fimmta hluta þeirra einstaklinga sem njóta heimaþjónustu heilsu- gæslunnar, og það algengi er staðfest fimm árum síðar. Einmanakennd sást oftar hjá ekkjufólki og konum með vitræna skerðingu. Þeir sem mátu heilsufar sitt lélegt

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.