Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 21

Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 21
21 ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008 www.oldrun.net Leitað var eftir upplýstu samþykki en ef hinn aldr- aði einstaklingur gat ekki veitt samþykki sitt var leitað samþykkis aðstandenda. Í þeim tilvikum var heimildar til rannsóknarinnar leitað hjá þeim aðstandendum sem voru honum nátengdastir. Upplýsinga var aflað með samtali við einstaklinginn sjálfan, úr sjúkraskrám, hjá umönn- unaraðilum og/eða nánum aðstandendum. Rannsóknin var samþykkt af Tölvunefnd og Vísindasiðanefnd. Unnið var með upplýsingarnar á rannsóknarnúmerum og kenni- tölur afmáðar. Heimahjúkrunarfræðingar af viðkomandi heilsugæslu- stöðvum þar sem verkefnið fór fram söfnuðu upplýsing- unum. Áður en gagnasöfnun hófst var haldið eins dags námskeið í notkun gagnasafnsins en hver einasta breyta hefur ákveðna skilgreiningu og kennsluefni hefur verið þróað sem leiðbeinir um matið. Með þessu móti var gagnaöflunin áreiðanleg. Matið tók á bilinu eina til eina og hálfa klukkustund. Gerð var einþáttagreining á breytum MDS-HC mats- ins með tilliti til einmanakenndar. Þættir sem tengdust marktækt einmanakennd í þeirri greiningu voru settir í fjölþáttagreiningu til þess að finna sjálfstæð tengsl við einmanakennd. Marktækni miðast við P jafnt eða minna 0,05. SPSS tölfræðiforritið (útgáfa 11) var notað við úrvinnslu gagnanna. Til þess að meta hvort breyting hefði orðið á algengi einmanakenndar hjá einstaklingum sem nutu heimaþjón- ustu heilsugæslunnar frá því að gögnum var safnað 1997 í þá rannsókn, sem hér er lýst, voru gögn skoðuð frá árinu 2001–2003. Um er að ræða íslenskar niðurstöður úr samevrópskri rannsókn (ADHOC) sem einn höfunda (PVJ) var ábyrgðarmaður fyrir. Í ADHOC rannsókninni voru 405 einstaklingar, 65 ára og eldri metnir, 285 höfðu heimaþjónustu heilsugæslunnar með eða án félagsþjón- ustu en 120 höfðu eingöngu félagslega heimaþjónustu. Gagna var safnað í þessari rannsókn með sama mælitæki, MDS-HC, á sama svæði og með slembiúrtaki eins og í rannsókninni 1997. Niðurstöður Af heildarhóp þeirra sem nutu heimahjúkrunar upplifðu 20,3% einmanakennd, 18,3% karla á móti 20,9% kvenna. Lykilupplýsingar eru sýndar í töflu 1. Taflan sýnir að ekki var kynjamunur eða munur á aldri með tilliti til einmana- kenndar. Ekkjufólk var marktækt líklegra til að vera einmana en fólk í hjúskap, p=0,013. Tafla 2 sýnir færni- þætti og andlega líðan með tilliti til einmanakenndar. Ekki var munur á milli kynja á færni til frumathafna daglegs lífs (ADL) en hins vegar höfðu karlar marktækt meiri líkur á erfiðleikum í almennum athöfnum daglegs lífs (IADL). Þegar vitræn geta var skoðuð kom í ljós að konur með vitræna skerðingu voru marktækt líklegri til að vera einmana, p=0,022. Konur með einmanakennd voru líklegri til að hafa jafnframt depurðareinkenni, p=0,025, en slíkt samband sást ekki hjá körlum. Fjöldi lyfja var skoðaður út frá því hvort þau væru núll til fimm eða sex og fleiri. Konur með fleiri en sex lyf voru marktækt líklegri til þess að vera einmana, (79,2% vs 20,8%, p=0,018). Þetta samband sást ekki hjá körlum. Þegar geðdeyfðarlyf, sterk geðlyf, kvíðastillandi lyf og svefnlyf voru skoðuð sást að einmana konur voru líklegri til að taka sterk geðlyf ( p=0,007) en einmana karlar að taka svefnlyf (p=0,046). Að öðru leyti var ekki munur á geðlyfjanotkun. Af 48 einmana konum mátu 60,4% eigið heilsufar lélegt samanborið við 44,5% af þeim sem ekki voru einmana sem nær næstum marktækni, p=0,053. Hvað 11 einmana karla varðar voru sömu tölur 54,5% á móti 38,8%, sem er ómark- tækur munur. Munurinn fyrir heildarhópinn er mark- tækur, p=0,042 og stefnir í sömu átt hjá báðum kynjum. Einmana einstaklingar voru ekki marktækt líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús. Ekki var samband milli ferða utanhúss og eimanaleika. Þannig voru þeir sem aldrei fóru út fyrir hússins dyr á einum mánuði ekki líklegri til að vera einmana. Ekki kom fram munur á tíma form- legrar þjónustu milli þeirra sem voru einmana og ekki einmana. Þegar spurt var hvort einstaklingur teldi sig betur kominn annars staðar svöruðu 43,5% kvenna með einmana- kennd játandi á móti 12,7% kvenna án einmanakenndar, p<0,0001. Sambærilegar tölur fyrir karla eru ómarktækar, 18,2% á móti 14,3%. Í ADHOC rannsókninni frá 2001–2003 voru samtals 405 einstaklingar, 104 karlar (25,8%) og 301 kona (74,2%). Meðalaldur karla var 79.7 ár (staðalfrávik 10 ár) og meðal- aldur kvenna 81,9 ár (staðalfrávik 6.4 ár). Einir bjuggu 68,2%. Einmanakennd greinist hjá 19,2% af heildarhópnum: 18.4% hjá þeim sem nutu heimaþjónustu heilsugæslunnar en 21,1% hjá þeim sem nutu félagslegrar heimaþjónustu eingöngu. Umræða Þessi rannsókn sýnir ekki kynjamum á einmanakennd og sú tilfinning er ótengd aldri. Ekkjufólk er marktækt líklegra til að vera einmana en fólk í hjúskap. Konur með vitræna skerðingu eru líklegri til að vera einmana og jafn- framt eru einmana konur líklegri til að tjá sig um sérstök Tafla 1: Lýðfræðilegir þættir rannsóknarhópsins Einmanakennd Án einmanakenndar Kyn Allir 59 (20,3%) 231 (79,7%) Kvk 48 (20,9%) 182 (79,1%) Kk 11 (18,3%) 49 (81,7%) Aldur Óháð kyni 83,4 (*6,3) 82,7 (*6,5) Kvk 83,6 (*6,2) 82,6 (*6,2) Kk 82,6 (*6,8) 83,1 (*7,6) Enginn kynjamunur p=0,786 Enginn munur á aldri miðað við einmanakennd p=0,48 * staðalfrávik

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.