Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 20

Öldrun - 01.11.2008, Blaðsíða 20
20 www.oldrun.net ÖLDRUN – 27. árg. 2. tbl. 2008 voru líklegri til að vera einmana. Kynjamunur kom fram með tilliti til andlegrar líðanar og lyfjainntöku. Skoða þyrfti nánar hvernig þörfum þessara einstaklinga verði best mætt. English abstract: Lonely Older Persons in Home Care Objective: The purpose of this study was to explore the association between loneliness and affective, cognitive, physical and social factors for older persons in home care in 1997 in Reykjavík. Materials and method: 257 individuals who received home care in the Reykjavik area in autumn of 1997 were assessed with the MDS-RAI HC (Minimum Data Set – Resident Assessment Instrument for Home Care) instru- ment. Association of loneliness was evaluated in uni- and multivariate analysis. Prevalence of loneliness was reas- sessed 5 years later with the same methodology. Results: Of the total group that received home care, 20.3% expressed loneliness, 18.3 of males and 20.9% of females. Widowed persons were significantly more likely to be lonely than married persons, p=0.013. There was no sex difference with regards to loneliness and primary ADL, but lonely males were significantly more likely to have IADL difficulties. Females with cognitive impair- ment were more likely to be lonely, p=0.022. Females, but not males, who were lonely were more likely to have depressive symptoms, p=0.025. Females who took more than six medications were significantly more likely to be lonely (79.2% vs. 20.8%, p=0.018) and were more likely to take neuroleptic medications (p=0.007). Lonely males were more likely to take sleeping medications (p=0.046). Those who assessed their health as poor were more likely to be lonely, p=0.042. Those who never went out of their home in one month were not more likely to be lonely and there was no difference in the use of formal care services with regards to loneliness. When females were asked if she thought she would be better of elsewhere, 43.5% of the females with loneliness agreed with the statement versus 12.7% of women without loneliness, p<0.0001. Simi- lar numbers for males were non significant, 18.2% and 14.3%, respectively. In the ADHOC study, 5 years later, the prevalence of loneliness was 81.4%. Conclusion: Loneliness was identified in one fifth of persons in home care and that prevalence was confirmed 5 years later. Loneliness was more often seen among widowed persons and females with cognitive impairment. Those who assessed their health as being poor were more likely to be lonely. Sex difference was seen with regards to affective symptoms and medication use. Further stud- ies are needed to understand how the needs of lonely persons in home care can be best met. Key words: loneliness, home care, elderly, primary, health care Correspondence: Gríma Huld Blængsdót- tir, grima.huld@mos.hg.is Inngangur Í stefnumótun um málefni aldraðra er kveðið á um að aldr- aðir skulu studdir til að búa heima eins lengi og kostur er. Þeim skal skapað vistrými á dvalar- eða hjúkrunarheimili þegar þarfir eru meiri en sem svarar þeim stuðningi sem tiltækur er heima.1 Rannsóknir hafa sýnt að fólki farnast vel á hjúkrunarheimili þegar þörfum einstaklingsins er mætt með þjónustu heimilisins. Hins vegar er hið gagn- stæða niðurstaðan þegar að óskir og vilji einstaklingsins er fremur að vera heima en á stofnun.2 Af þessu leiðir að mikilvægt er að skoða andlega og líkamlega líðan sjúkra aldraðra í heimahúsum og spyrja hvort þörfum þeirra sé mætt þar og ef ekki, hvort bæta megi úr því með breyttri þjónustu. Rannsókn á heilsufari, hjúkrunarþörfum og lífsgæðum aldraðra sem nutu heimaþjónustu heilsugæslunnar 1997 sýndi að 18,4% einstaklinganna hafði aldrei farið út fyrir hússins dyr síðustu 30 daga fyrir skoðun og 24,2% hafði aðeins farið út einu sinni í viku. Einungis 18,4 % hafði farið út daglega. Jafnframt sýndi rannsóknin að 21,3% einstakl- inganna upplifði einmannakennd, 18,3% leiddist og 18,8% sýndi dapurt yfirbragð. Einvera var algeng, sem sést af því að 27,4% voru einir allan daginn, en 39,3% meira en hálfan daginn.3 Ekki fundust íslenskar rannsóknir á einmanakennd við leit í gagnagrunnum tímarita. Erlendar rannsóknir sýna að einvera og einmanakennd tengjast skertum lífs- gæðum.6 Markmið þessarar greinar er að skoða nánar tengsl einmanakenndar við andlega, líkamlega og félags- lega þætti aldraðra sem nutu heimaþjónustu heilsugæsl- unnar með það fyrir augum að greina þá þætti sem tengjast sjálfstætt einmanakennd en það gæti leitt af sér hugmyndir um bætta þjónustu þessara einstaklinga. Efniviður og aðferðir Grein þessi er nánari úrvinnsla á efni greinarinnar um rannsókn á heilsufari, hjúkrunarþörfum og lífsgæðum aldraðra sem nutu heimaþjónustu heilsugæslunnar 1997 og dagdeildar öldrunarsviðs SHR.3 Markmið verkefnisins var að skrá heilsufar og meta hjúkrunarþörf íbúa 65 ára og eldri er nutu heimaþjónustu heilsugæslunnar haustið 1997 á heilsugæslustöðvum Fossvogs, Hlíðasvæðis, Mið- bæjar og Seltjarnarness með MDS-HC mælitækinu.4 Með heimaþjónustu heilsugæslunnar er átt við þjónustu heilsu- gæslunnar í heimahúsum en hana veita hjúkrunarfræð- ingar, sjúkraliðar og læknar. Úrtak rannsóknarinnar voru allir sem skráðir voru með heimaþjónustu á heilsugæslustöðvunum þegar rann- sóknin hófst 1. september 1997, alls 347 einstaklingar, en rannsóknin tók fjóra mánuði. Þátttaka var 75%, 52 neituðu þátttöku, 24 voru á sjúkrahúsi, tveir voru komnir á hjúkr- unarheimili, 3 hættu við eða voru fjarverandi þegar til átti að taka og níu létust áður en kom að þeim að vera metnir. Samtals tóku því 257 einstaklingar þátt í rannsókninni, 31 frá heilsugæslustöð A, 68 frá heilsugæslustöð B, 64 frá heilsugæslustöð C og 94 frá heilsugæslustöð D.

x

Öldrun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldrun
https://timarit.is/publication/1137

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.