Són - 01.01.2006, Síða 10

Són - 01.01.2006, Síða 10
SÓLVEIG EBBA ÓLAFSDÓTTIR10 höfundur rímnanna sé sá Rögnvaldur blindi er fræðimenn fyrri alda, svo sem Páll Vídalín, Grunnavíkur-Jón, Hálfdan Einarsson og Einar Bjarnason, þekktu með nafni, vissu að verið hafði rímnaskáld og eignuðu honum Brönurímur og Skógar-Krists rímur.4 Harla lítið annað er vitað um Rögnvald blinda nema að hann er talinn hafa verið almúgamaður eða bóndi og Björn Karel telur hann vera Vestlending því málfar rímnanna beri vott um fullkomna afkringingu y-hljóðanna og það að Brönurímur eru varðveittar í Staðarhólsbók sýni að þær geti ekki verið ortar síðar en 1540 og fyrir miðja sextándu öld hafi afkringing y-hljóðanna varla verið afstaðin víðar en á Vesturlandi. Jón Þorkelsson telur hann hafa verið uppi á síðari hluta fimmtándu aldar og fyrri helmingi sextándu aldar.5 Björn Karel þrengir þetta enn frekar og telur hann ekki geta verið fæddan fyrr en um 1480, því þótt fram komi í mansöng Skógar-Krists rímna að hann kvarti undan elli þá hljóti hann að hafa lifað fram yfir siðaskipti og geti því varla verið fæddur fyrr.6 Fræðimenn virðast nokkuð sammála um að telja rímurnar ortar um eða fyrir siðaskiptin 1550. Elsta handritið sem varðveitir Skógar- Kristsrímur hefur verið nefnt Selskinna, AM 605 4to, og er það talið vera frá síðari hluta 16. aldar. Björn Karel telur rímurnar ekki geta verið ortar fyrir 1546 og rökstyður það með að í mansöng annarrar rímu stendur: Salamon spaki í sannleik frekr soddan dæmi konunum tekr en illa verri árnun sé en önnr betri en gull og fé.7 Síraksbók og Orðskviði Salómóns, þar sem bornar eru saman góðar og vondar eiginkonur, mun Gissur Einarson biskup hafa þýtt 1545 og 1546.8 Um tímamörkin segir Björn Karel: Ekki er ástæða til að rengja að hann hafi gamall verið, þegar hann kvað Skógarkristsrímur, og þó að þar finnist áhrif frá þýðingum eftir Gissur Einarsson, þá er vafasamt um lúthersku skáldsins. 4 Björn K. Þórólfsson (1934:461). 5 Jón Þorkelsson (1888:304). 6 Björn K. Þórólfsson (1934:461–462). 7 Vísa II.8. 8 Björn K. Þórólfsson (1934:460).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Són

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.