Són - 01.01.2006, Blaðsíða 16
SÓLVEIG EBBA ÓLAFSDÓTTIR16
Skáldskapur:29
fræði I.1.1 – II.14.1
mærð
(hluti kenninga
sjá bls. 19)
óður I.37.4 – II.9.3 – II.12.1 – II.75.1
Auk þessara heita eru nokkur fleiri orð sem rímnahöfundur notar í
stað konu svo sem ágætleg, frú, hryggileg, húsfreyja, hústrú og kvinna. Í stað
maður (bóndi) notar hann auk heitanna hér að ofan orðin: herra og
kappi. Sjáanlegt er af þessari upptalningu allri saman að höfundurinn
hefur verið metnaðarfullur og viljað hafa heiti sín fjölbreytt enda
kemur aðeins einu sinni fyrir að hann noti sama heitið í vísu eftir
vísu, en það er heitið halur yfir mann í 23. og 24. vísu fyrri rímu.
Með kenningastílnum leitast skáldin við að tjá sömu hugsun nýjum
og nýjum orðum, sýna hugkvæmni og fjölbreytni í orðavali, eins og
áður hefur verið vikið að. Kenningar Skógar-Krists rímna eru engin
undantekning þar á. Þær eru fjöldamargar og flestar koma aðeins fyrir
einu sinni þó fyrir komi að kenning sé tvítekin eða jafnvel þrítekin en
þá oftast með góðu millibili. Í mörgum erindum er engin kenning en í
öðrum tvær og í 3. erindi fyrri rímunnar eru kenningarnar þrjár og
allar yfir skáldskap. Kenningar rímnanna eru yfirleitt einfaldar og
oftast tvíliðaðar en þrisvar er þríkennt: ’sviftir ófnis reita‘ (I.42.4), ’þöll
linna síka‘ (I.48.2) og ’Týrs tanna lögr‘ (I.70.4). Langflestar þeirra má
finna í Rímnaorðabók Finns Jónssonar þó einnig séu í rímunum dæmi
um kenningar sem ætla má að skáldið hafi búið til svo sem ’mærðar ól‘
og ’máls hjól‘ í 3. vísu fyrri rímu og fara þar ágætlega og eru auðskild-
ar kenningar um skáldskap, enda mærð skáldskaparheiti. Og um
kenninguna ’nöðru tól‘ í I.47.2 segir Björn Karel:
Alveg einstök er kenningin tól nöðru (epli), eftir biflíusögunni
um það er ormurinn tældi Evu með eplinu. Þess munu ekki
fleiri dæmi í rímum þeim, sem hjer eru til meðferðar, að kent sje
eftir sögu úr biflíunni.30
Fjórum sinnum notar skáldið hálfkenningar eða stofnorð kenninga
eitt og sér líkt og um heiti væri að ræða, sjá listann yfir kenningar hér
29 Björn K. Þórólfsson (1934:195) og AM 605 4to.
30 Björn K. Þórólfsson (1934:90).