Són - 01.01.2006, Page 19
RÍMUR AF SKÓGAR-KRISTI 19
snjallt máls hjól34 I.3.2 nýgerving með snældu
óðar – sjá bls. 17
mærðar mál I.10.1 271
mærðar tól35 I.3.3
mærðar ól I.3.1
snælda óðar I.2.4 340
Týrs tanna lögur I.70.3 (f. skáldamjöðurinn) 380
Aðrar kenningar:
Gull:
nöðru sandur I.16.4 309
Hugur/brjóst:
visku land I.34.2 (229 og Björn Karel36)
Epli:
nöðru tól I.47.2 sjá tilvitnun 81 bls. 33
Kenningarnar segir Einar Ólafur Sveinsson að tilheyri heimi
hugarburðar og opni áheyrendum galdraveröld, þar sem allt sé kyn-
legt og ekkert eins og það sýnist í fyrstu.37 Hvað sem um það má segja
er óhætt að fullyrða að þær hafa ekki verið áheyrendunum til trafala
við skilning því oft segir efnið til um hvað kenningin merkir og þeir
hafa eins og skáldin sjálf vanist þeim í eldri skáldskap. Kenningarnar
hafa öllu fremur verið þeim til ánægju vegna þess að þær voru frávik
frá hversdagsræðu, hafning, og óteljandi leiðir skáldanna til að sýna
listfengi sitt – finna nýjar og fjölbreyttar leiðir til að nefna þau hugtök
og fyrirbæri sem klifað var á aftur og aftur í rímnaflokknum.
Víst er, að minnsta kosti, að kenningarnar og heitin léttu skáld-
unum erfiði sitt við yrkingarnar. Velja mátti úr þeim eftir vild til þess
að fá hvort heldur vantaði rímorð ((auðar/bauga/þorna) rist á móti
Krist), hljóðstafi (mærðar mál, Fjölnis ferju) eða atkvæði af réttum
fjölda (veitir gulls hins rauða). Þessi tækjaforði varð undirstaða for-
múlulegrar tækni og var liprum bragsmiðum, er beita kunnu, alltaf
handhægur og auðveldaði þeim að yrkja söguna áfram38 því skáld-
skapur er listgrein og málið er miðill hans líkt og tónarnir eru tón-
listarmanninum. Skáldin leika sér að orðum, raða þeim saman og ná
þannig fleiri tónum og samhljómum úr málinu en öðrum er gefið.
34 „snjallt“ er ákvæðisorð með kenningunni.
35 Björn K. Þórólfsson (1934:200–201).
36 Björn K. Þórólfsson (1934:125).
37 Einar Ól. Sveinsson (1956:58).
38 Davíð Erlingsson (1989:334).