Són - 01.01.2006, Síða 23
RÍMUR AF SKÓGAR-KRISTI 23
39
Nú fer heim af hljóði hann
og hirðir gripina báða,
sína hústrú síðan fann
og segir við lindi þráða.
40
Þú skalt fara á þykkvan skóg,
þorna lindin fríða,
okkur að sækja eplin nóg
en eg mun heiman ríða.
41
Héðan af skaltu hringa reim45
hvern dag skóginn plægja
þar til eg kem, þorngrund, heim,
þá mun fullvel nægja.
42
Bóndinn segir hvar bauga ná
best mun epla að leita,
síðan skilur við sætu þá
sviftir ófnis reita.
43
Hér næst frá ég hann heiman ríðr
en hústrúin fer til skógar
sækja eplin seima fríðr
svinn og plómur nógar.
44
Þar með hefur hún þennan sið
þá hún ei skóginn tínir
kæran leikur klerkinn við
og kærleik allan sýnir.
45
Brátt kom dagur sá bóndinn heim
brúði lofaði að ríða.
Sukk var þá ekki síst með þeim
sætu og klerknum fríða.
46
Fer hún þá út á fagran skóg
og fyllir bóndans vilja,
eplin tekur og aldin nóg
annað bauga þilja.
47
En þegar búin var bæjarins til
birg af nöðru tóli
sér hjá veginum seima bil
sitja mann á stóli.
48
Þessa46 virtist, það vil eg tjá,
þöllu linna síka
eins og sagt er englum frá,
aldrei sá hún hans líka.
49
Frúin var þá með fel〈m〉tri s〈t〉ödd
framar en hér um ræðast
en hann mælti mjúkri rödd:
Mig þarftu ekki hræðast.
50
Bittum47 miskunn, brúðurin, þér,
betra er öllum þetta.
Kann vera nú sé kostur hér
klækjunum burt að fletta.
51
Hver ertu, sagði hryggileg,
af hjartans mjúkum vilja.
Gjarnsamlegana girnumst eg
gæsku þína að skilja.
52
Þú mátt, syndug þorna rist,
þungum stödd í voða,
sjá hér upp á sjálfan Krist
sendann þér til góða.
45 Óvíst hvort á að vera „reim“ eða „rein“ (bundið með striki yfir i-inu), hér er valið
að hafa m-ið vegna rímsins.
46 Þessa] Þessi bæði í Lbs. 1783 8vo og JS 47 8vo.
47 Bittum] Bið þú um í Lbs. 1783 8vo.