Són - 01.01.2006, Page 24
SÓLVEIG EBBA ÓLAFSDÓTTIR24
53
Nú þó eg vildi næra þig
og nógri miskunn gæddi
kæran skalt ei kalla mig
Krist þann María fæddi.
54
Sendur er eg af sönnum Krist,
sætan má það skilja,
þeim sem ráfa í röngu fyrst
og rétta hag sinn vilja.
55
Einsetumönnum er sá kraftr
af mér gefinn að þiggja.
Vísa eg þeim til vegarins aftr
að villtir á skógum liggja.
56
Því mega menn og þorna ristr
þær sem eg gjöri að náða
skilja eg heiti Skógarkristr,
skipaðr þeim að ráða.
57
Blessaður sért þú, brúðurin kvað,
býsna dýr í verði,
féll hans síðan fótum að
og fyrir sér krossinn gjörði.
58
Fræddu mig á því, faðirinn dýr,
fæstir trú eg það þekki,
hvar þeim stundum blessaður býr
þú blífur á himnum ekki.
59
Konunni ansar Kristur þá;
komast að slíku færri,
hér er í skóginum hellir sá
húsunum þínum nærri.
60
Virðar mega því vor og haust,
vetur og sumarið heita
sækja þangað sjálfs míns traust
og sinnar hjálpar leita.
61
Bý eg því nærri bónda og þér,
brúðurin má það skilja,
einatt gjörir sá odda grér
eftir mínum vilja.
62
Einninn gjörir þú oss í vil
en ekki er líkt um þetta.
Því hefi eg atlað, þorna bil,
þinni byrði að létta.
63
Veit eg þín eru verkin ljót,
víf, með nökkrum hætti.
Þau skal forðast, þrifleg snót,
þýð, svo hjálpast mætti.
64
Og er nú best að betra þig,
bauga lindin fríða,
elligar fær þú auðnu svig,
ekki er langt að bíða.
65
Þá svarar enn hin þrifna snót
og þó með slíkum hætti:
Hver er til þessa, blessaður, bót
að bjargast sálin mætti?
66
Ef þú vilt þér ágætleg
auðar fylgi blíðan
skaltu fara að skrifta þig
skjótt og iðrast síðan.
67
Mun þá hjálpast menþöll blíð
meðr fráhvarfi synda.
Það er mitt traust, kvað þorna hlíð,
þú megir og48 leysa og binda.
48 megir og] munir í AM 146a 8vo, Lbs. 1783 8vo og JS 47 8vo.