Són - 01.01.2006, Page 25
RÍMUR AF SKÓGAR-KRISTI 25
1
Mér er ekki um mansöng neitt,
mig er við hann að skilja greitt
ef hann er kveðinn af efni því
sem allar konurnar prísast í.
2
Þyki mér ekki það nema spott
þó þeim færist kvæðið gott
sem aldri veita ást né dyggð
og jafnan sýna fals og lygð.
3
Hverninn má sú heiðrast nein
sem hefur til öngva lifandi grein
nema hún dýrkar sjálfa sig
og segist að öllu voldugleg.
4
Mörg er kvinnan meinguð sú
sem mönnum virðist dygg og trú
enda reynist einhvör góð
þó ei sé haldin mektar fljóð.
5
Mæli ég ekki í móti því
margar eru þær heiminum í.
Enginn getur með orðum sagt
allt það prýðir vífið spakt.
49 árnun: fyrirbæn, heillaósk.
68
Vinna mun eg á syndum sigr
snart með ráði þínu
ef þú, faðirinn elskulegr,
athæfi hlýðir mínu.
69
Skógar mælti Kristur kyrr
komdu þá, sprundið fríða,
enn aldri hef eg veitt það annarri fyrr
eyrna skrift að hlýða.
6
Ljúfum konum leiðir af
laglegt hót og mjúklegt skraf,
alls kyns gaman og yndið nóg
svo ekki verður komið í lóg.
7
En hin vonda ýtum fær
allra handa styggðir nær.
Fyrri’ og seinna, leynt og ljóst,
leiðir af henni harm og þjóst.
8
Salamon spaki í sannleik frekr
soddan dæmi konunum tekr
en illa verri árnun49 sé
en önnr betri en gull og fé.
9
Grafa þarf ekki glósu þá,
get eg þar nokkuð sagt í frá,
enginn maður í óði þylr
hvað illa konu og góða skilr.
10
Hver sá maður af hoskri þjóð
sem hefur með orðum kvinnan góð
megi þér ekki meira en fé,
mér þykir líkt hann fávís sé.
70
Skorðan gekk til skriftarföðr
Skógar-Krist við eyra.
Týrs skal falla tanna lögr,
taki hann þeir sem heyra.
Síðari ríma (II)