Són - 01.01.2006, Page 28
SÓLVEIG EBBA ÓLAFSDÓTTIR28
42
Út fór konan í annað sinn
og svo talar hún: Bóndi minn,
gagnið inn því búið er borð;
bligði hann upp á menja skorð.
43
Ekki talaði hann orðið neitt;
inn fór síðan fljóðið teitt;
húsfreyju fann og hermdi slíkt;
hlæjandi svaraði sprundið ríkt.
44
Efalaust veit eg, auðar lín,
ef ekki sparar þú hljóðin þín
geturðu þá svo galað upp hátt
hann gefr þér svar eða kemr hér brátt.
45
Líður tíminn líkt og fyrr,
liggur úti bóndinn kyrr
þar til sú, sem send var þrátt,
sviftir honum og talaði hátt.
46
Húsfreyjan stóð og hlýddi til,
hún gekk út og menja bil,
vill nú bæði vita og sjá,
vífið, hvörsu bóndinn má.
47
Þig hefi eg, sagði þorna skorð,
þrisvar kallað undir borð
en það virðir einskis þú;
ansaði henni bóndinn nú:
48
Gakktu inn aftur gullas lín,
gjarnan vilda eg húsfreyja mín
hingað kæmi að hitta mig,
hana skal eg þá fræða og þig.
49
Eg er hér hjá þér, elskan mín,
öllum þyki mér háttum þín
brugðið vera, að brúðurin kvað;
bóndinn ansar, satt er það.
50
Hingað kom eg svo heill og glaðr
helst sem þá eg var ungur maðr.
Lést eg gjöra hér litla bæn,
launin urðu að minnstu væn.
51
Þá eg var búinn í burt að gá
bar svo til sem greini eg frá,
hlaut eg að missa heyrn og sýn
hörmulegust er þessi pín.
52
Verð eg nú fyrir veikleik minn
að vera sem annar ómagi þinn,
eyða og spenna upp fyrir þér,
ekki leiðir gagn af mér.
53
Efalaust kemur það upp á þig
að annast búið og sjálfan mig,
fylgja að vinnu fólki hér,
flest öll eru nú ráð af mér.
54
Grátin ansar gullas bil:
Gjarnan skal eg þar hjálpa til,
einskis virði eg ómak mitt,
angrið syrgi eg meira þitt.
55
Hvort vill annað hreysta þá,
hjálma viður og bauga ná,
og sögðu bæði svo sem að var
syrgja dugi þeim ekki par.
56
Fer hann þá inn og falda láð;
frá eg hann öll á bænum ráð
afsalar sér sem ófær maðr,
ekki var þá bóndinn glaðr.
57
Mengrund upp á morgna stár,
munu þar leika eftir fár.
Skipar hún öllum skjótt til verks
en skundar sjálf í hvílu klerks.