Són - 01.01.2006, Side 39

Són - 01.01.2006, Side 39
SÆL OG BLESSUÐ, SYSTIR GÓÐ 39 síðan fréttir af sjálfri sér og nánustu fjölskyldu. Þá taka við almenn tíðindi af búskapnum og lífsviðurværinu, svo sem heyskap, fuglaveiði við Drangey, hákarla- og fiskveiði. Allt kemur þetta vel heim og saman við það sem fram kemur í Annál nítjándu aldar þar sem sagt er að vel hafi heyjast nyrðra og að fiskafli hafi verið betri þar en syðra. Þar kemur þó fram að fuglaafli við Drangey hafi verið í minna lagi.19 Solveig segir síðan frá verslun í Hofsósi og gleðst yfir batnandi versl- unarháttum þar. Í beinu framhaldi segir hún frá giftingum og barn- eignum í héraðinu sem verða þrátt fyrir að jarðnæðið skorti. Fréttir Solveigar af því að bændur bæði í Sléttuhlíð og Húnaþingi hafi orðið fyrir fjárskaða staðfestast í Sögu frá Skagfirðingum þar sem sagt er frá því að „frá Árbakka og Vindhæli á Skagaströnd hraktist í sjó og fennti nær 200 fjár“ þann 14. október 1833 og 21. desember „hrakti líka fé í sjó úr Sléttuhlíð“.20 Í Annál nítjándu aldar er aðeins sagt að haustið hafi verið „vindasamt og hart frá í október“ og „vetur snjóa- og frostasamur til ársloka“.21 Eftir lýsingu Solveigar á þessu slæma tíðarfari og sköðum sem orðið hafa þess vegna segir hún frá öðrum dauðsföllum. Hún endar bréfið á góðum óskum til systur sinnar, en í síðustu vísunum kemur fram nafn hennar, ásamt því hvar og hvenær ljóðabréfið er ort. Bréfið er nokkuð lipurlega ort og oftast eru frétt- irnar auðskiljanlegar. Þó kemur fyrir í viðkvæmum málum að Solveig tali þannig að ekki er hægt að skilja hvað hún á við nema þekkja til. Sem dæmi má nefna að ekki hefur tekist að ráða í hver það var sem Solveig ætlaði að biðja fyrir bréfið til Arnfríðar. Við uppskrift bréfsins sem hér fer á eftir er stafsetning samræmd og aðeins leiðréttar augljósar villur. Þær leiðréttingar eru auðkenndar með oddklofum og sagt frá þeim í athugasemdum. Þegar eldri stafsetning skiptir máli vegna ríms er hún látin halda sér. Upplýsingar um fólk og atburði sem sagt er frá í bréfinu eru fengnar úr ýmsum áttum. Mest er stuðst við Skagfirzkar æviskrár. Tímabilið 1850–1890, Jarða- og búendatal í Skagafjarðarsýslu 1781–1958, Manntal á Íslandi 1816 og Íslendingabók auk þess sem Gísli Þór Ólafsson starfsmaður á Héraðsskjalasafni Skag- firðinga fletti upp í gögnum safnsins. Færi ég honum bestu þakkir fyrir hjálpina. Skýringar neðanmáls eru samsettar úr þessum heimildum og þeirra ekki getið, en þar sem aðrar heimildir eru notaðar, annað hvort eingöngu eða með þeim áðurtöldu, er vísað til þeirra. 19 Pétur Guðmundsson II (1912–1954:35–36). 20 Jón Espólín, Einar Bjarnason III (1976–1979:33). 21 Pétur Guðmundsson II (1912–1954:35).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.