Són - 01.01.2006, Page 40
RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR40
Ljóðabréf
Sæl og blessuð, systir góð,
sértu ævinlega.
Óska eg þess af innstu lóð,
allt þig hressi, baugaslóð.
Stundir allar hrepptu hýr
hylli guðs og manna,
frjáls af galla fremda skýr,
Fofnirs valla þiljan dýr.
Kveðju vanda vel sem ber
vill minn hyrjar gustur,
uppheims landa öðling hér
yndis standið veiti þér.
Kóng englanna best eg bið,
böl svo ekki grandi,
veita svanna líkn og lið
um líf stundanna takmarkið.
Fel þitt ráð og fjörið allt
frelsaranum þjóða
hans því náð þér vel ávallt
verður tjáð sem reyna skalt.
Við þann treystum eflaust á
allt sem kann að veita,
hvur með hreysti hörmum frá
heiminn leysti og dauðans þrá.
Okkur ræður allt í hag,
okkur stirt þó falli,
okkur mæðir einn um dag,
okkur klæðir best í lag.
Sína reynir hér í heim,
hann með ýmsum móti,
böls þó meina bætir keim
með blíðu óseina flytur heim.
Mér í sinni fæ eg fest,
fljóð ef kæta mætti,
stiklu spinna vik þó verst,
verða kynni og lýta mest.
Mig þér segja fýsir frá
frétta léttu efni,
svars um vegi seggjum hjá
sem er þeygi tregt að fá.
Tals um vega tjái þér
tyggi prísist hæða,
bærilega líður mér,
laus frá trega nú sem er.
Artin dafnar auðnunnar,
átti eg son fyrir stuttu,baugaslóð : kona
Fofnirs valla þilja : kona
hyrjar gustur : hugur
uppheims landa öðlingur : guð tyggi hæða : guð