Són - 01.01.2006, Side 41
SÆL OG BLESSUÐ, SYSTIR GÓÐ 41
færði í safnið fjölgunar,
fékk sá nafnið Jónasar.22
Hér er Pétur hlýri þinn
hjá honum Stephenssyni
nú í vetur vistráðinn,
vex þeim betur heiðurinn.23
Mínum líður eins nú enn
og þá fórstu héðan,
bætir stríð og báginden
bestur lýða græðarenn.
Þundar svanni blóma bar
besta í meðallagi,
heyið manna hér og hvar
heims í ranni mikið var.
Vorsins blíða veittist þjóð
vetur eftir liðinn,
hratt frá kvíða, hryggð og móð
heyjatíðin nota góð.
Fuglinn veiddu fleins runnar
fram við eyju Dranga,
vel til reiddu víða hvar
voðum breiddu skeiðarnar.
22 Jónas Jónsson (1833–1863) sonur Solveigar, var vinnumaður í Bæ á Höfðaströnd
1855, á Grund í Höfðahverfi 1860 og síðan í Keflavík í Fjörðum. Ókvæntur og
barnlaus.
23 Pétur Eiríksson (1806–1837) bróðir Solveigar hefur líklega verið ráðinn hjá
Guðbrandi Stefánssyni (Stephensen), sem nefndur er aftur seinna í bréfinu, versl-
unarstjóra við Nissonsverslun í Hofsósi. Pétur drukknaði í Grafarárósi í maí 1837.
(Jón Espólín, Einar Bjarnason III (1976–1979:73)).
Bægsla drjónum bráðheppner,
best sem orku neyttu,
út með sjónum eyddu hér
á öldu ljónum beimarner.
Þorskinn drógu þrátt úr mar
þundar vatna funa,
keyrðu um móa keilunnar,
kepptu þó til lendingar.
Mengið kætti björgin best
bæði fjærri og nærri,
úr sá rætti bjargarbrest
barna er gætti sinna mest.
Hlíð á svana í hörðum byl,
hlaðin allskyns vörum,
létu gana flóða fyl,
flokkar Dana landsins til.
Um flyðru traðir flóðdýrin
fögur þrjú með ýta
sigldu hlaðin öll hér inn
einn í stað með varninginn.
hlýri : bróðir
lýða græðari : guð
þundar svanni : jörð
voðum breiddar skeiðar : skip
bægsla drjóni : (líklega) hákarl
öldu ljón : skip; beimar : menn
þundar vatna funa : menn
mói keilunnar : sjór
mengi : fólk
hlíð svana : sjór
flóða fyl : skip
flyðru traðir : sjór
flóðdýr : skip