Són - 01.01.2006, Page 42
RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR42
Hofsóss festu höfnum á
hraustir viðir branda
mastra hesta þessa þrjá
þjóð hér hlessta mátti sjá.
Eyða fóru andir trés,
auðinn færðu að landi,
að því vóru á unni hlés
orku stóru runnar fés.
Af því mesti arður stár,
öld sem höndlað getur,
varningslest og föngin fjár,
fólk ei brestur nú í ár.
Nyssen bætti höndlan hér,24
hús eitt grundvallaði,
mengi kætti og enn sem er,
öld það mætti nota sér.
Höndla þarf og hér settur
hinn þá burtu reisti
24 C. M. Nisson, danskur kaupmaður hóf lausaverslun í Hofsósi árið 1831 og bætti
vöruverð mjög. Árið 1833 kom hann síðan upp fastaverslun þar með liðsinni
þeirra Bjarna riddara Sívertsen og Sörens Jacobsen í Höfðakaupstað. Eigendur
Havsteensverslunar voru ekki ánægðir með samkeppnina og gátu stuggað við
Nisson sem hóf að versla í Grafarósi árið 1835. (Jón Espólín, Einar Bjarnason III
(1976–1979:20–21, 49–50); Kristmundur Bjarnason I (1969–1973:37)).
25 Guðbrandur Stefánsson (Stephensen) (1786–1857) var fyrsti verslunarstjóri
Nissons í Hofsósi, en reisti síðan smiðju í Grafarósi og lifði af smíðum sínum. Fór
til Kaupmannahafnar 1844 og bjó síðar í Reykjavík. Hann varð þjóðkunnur fyrir
að finna upp og smíða ýmis jarðyrkjuverkfæri, svo sem undirristuspaðann. (Krist-
mundur Bjarnason I (1987–1989:275–276); Páll Eggert Ólason II (1948–1952:
113)).
í menntastarfi stórvitur,
Stephens arfi Guðbrandur.25
Glaður, dyggur, hægur, hýr,
hér sig tjáir þanninn,
vinum tryggur, skarpur, skýr
skjóma yggur lastið flýr.
Kauphöndlanin gafst hér góð,
græddu höfðingjarnir,
jórar flana lands um lóð
að linda 〈Manar〉 en kættist þjóð.
Hrundu móði meyjarnar,
mestu gleði neyttu,
æddu fljóðin alstaðar
efna góð til höndlunar.
Dýrmæt klæði, klenódí,
klúta og allt hið besta,
keyptu bæði og fengu frí
fljóð sem træðu skipin í.
Bæði korn og búsföngin
bændur taka náðu,viðir branda : mennmastra hestar : skip
hlesstir : hlaðnir
andir trés : (líklega) bátar
unnur hlés : sjávaralda
runnar fés : menn
öld : fólk
skjóma yggur : maður
〈Manar〉 leiðr. fyrir mana
lindi Manar : sjór