Són - 01.01.2006, Qupperneq 43
SÆL OG BLESSUÐ, SYSTIR GÓÐ 43
sem til forna er siðurinn,
sukkið horna og matvælin.
Auðnan stiptar yndislig
eðlis stofninn bragna,
mörg hér giftir sveitin sig,
sorg frá lyftir þanka stig.
Úti í Gröf er yngri Jón,
Ingibjörgu giftur,
minnst var töf, að margra sjón,
á morgungjöf af þjassa tón.
Medalíu mæt sem var,
mær til giftu launa,
og dætur fríu freyjunnar
fékk 60 til eignar.
Mörg hefur fyrir minna tapt
mærin sinni kyku,
ef þú spyr, þó hafi haft
í hærubyri fullan kraft.
Þeygi hljótt og þýðlega
þessum yndi veitti,
fjörs með þrótt og fallega,
fæddi dóttur nýlega.
26 Jón Jónsson og Ingibjörg Jónsdóttir voru skráð vinnuhjú í Gröf á Höfðaströnd
þegar þau gengu í hjónaband 27. september 1833. Þau eignuðust dótturina Sigríði
þann 31. október sama ár.
27 Ólafur Símonarson (1810–1862) fæddist á Möðruvöllum í Héðinsfirði, en fluttist
með foreldrum sínum að Stafshóli 1831. Hann kvæntist Sigríði Ketilsdóttur
(1797–1860) árið 1833 og sama ár eignuðust þau dótturina Salome sem lést
tveimur árum seinna.
Fólks í safnið flutt inn var
frjáls með skírnar krafti
hrundin dafnar hlésglóðar,
hún fékk nafnið Sigríðar.26
Hringasól er sá giftur,
Sigríði Ketilsdóttur,
á Stafnshóli Ólafur
ofnirs bóla týr frægur.27
Brims frá nesi baugs var rein,
barn sem ól fyrir stuttu,
máls þá les ei meir um grein,
mærðar pésa sögn óhrein.
Í haust giftist Ólafur
á Dýrfinnastöðum,
angri sviftur aldraður,
innir skrift, og velríkur.
Dóttur líka sína sá
sínum vinnumanni
gifti ríka og gjörði að fá
góins brík og handar snjá.
Virðing sögð er varla dvín
veittist kátu mengi,
sukk horna : drykkur (brennivín)
þjassa tónn : gull
hærubyr : hugur
hrund hlésglóðar : stúlka
hringasól : kona
ofnirs bóla týr : maður
baugs rein : kona
góins brík : kona
handar snjár : silfur