Són - 01.01.2006, Page 44
RÓSA ÞORSTEINSDÓTTIR44
hófin lögðu saman sín,
með sæmdabrögð og hótin fín.28
Fróns um vegi fyrða grú
festir hjóna bandið,
veit eg eigi þekkir þú
þó af segi fleirum nú.
Gjafir með og mundar snjá
margir hýrga fljóðin,
leika beði líka á,
lifnar geðið snótum hjá.
Frekt nú þjáir fyrða lið
flestu öðru meira,
una má við einlífið
því illt er að fá hér jarðnæðið.
Sveit óglaða setja réð
seint á liðnu hausti,
hreppti skaða, fennti féð,
í Felli er það og Hrauni skeð.
Á Róðhól bæði og Bræðrá eins
bar til efni sama,
28 Ólafur Þorleifsson (um 1767–1846) bóndi á Dýrfinnustöðum frá 1802 kvæntist
Rakel Stefánsdóttur (1802–1863) árið 1833. Fyrri kona Ólafs var Kristín Sigurðar-
dóttir er lést 1830, 61 árs. Eldri dóttir Ólafs af fyrra hjónabandi, Ingibjörg (f. um
1794) giftist Þorsteini Sigfússyni og bjuggu þau á Dýrfinnustöðum þar til Þorsteinn
lést árið 1846, 44 ára.
29 Árið 1833 bjuggu Jón Einarsson og Guðrún Bergsdóttir í Felli í Sléttuhlíð, Jón
Þórðarson og Margrét Bjarnadóttir á Hrauni, Björn Björnsson og Soffía Erlends-
dóttir á Róðhóli og Jón Hinriksson og Sólveig Jónsdóttir á Bræðraá.
30 Sigurður Stefánsson vinnumaður frá Vatnsenda í Héðinsfirði varð úti á Hests-
skarði (á milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar) 20. október 1833 (Pétur Guðmunds-
son (1912–1954:II, 42)).
kenndu ei rjóðir kvistir fleins
kælu hríði〈r〉 fleiri eins.29
Sumt af fénu í sjóinn dreif
svelnir bráður húsa,
út í fen og elfur þreif,
með afli óklénu, dautt svo bleif.
Kári skemmdi hús og hey,
helst í Siglufirði,
víða hremmdi fé og fley,
fönn á dembdi þundar mey.
Fór upp glaður fjalls á leið,
fjarðanna á milli,
enti hraður æviskeið
ungur maður, fékk sá deyð.30
Frekt má heyra fjártapeð
frá þeim Húnvetningum,
öllu meira er þar skeð,
álfar geira misstu féð.
fyrða grú : mannfjöldi
mundar snjár : silfur
fyrða lið : fólk
kvistir fleins : menn
〈r〉 leiðrétt fyrir n
svelnir húsa : vindur
þundar mey : jörð
álfar geira : menn