Són - 01.01.2006, Síða 45
SÆL OG BLESSUÐ, SYSTIR GÓÐ 45
Hríðin undruð heita má,
húsa tröllið grimma,
tvö nær hundruð tveimur hjá
tjörgu lundum fleygði í sjá.
Allt nam reka öðrum frá
á Þingeyrasandi,
skaða freka meinið má,
mengið seka lengi þjá.
Hins hér tjáða fleygirs fés,
frá því skýrir mengi,
hríðin bráða flóðs um fles
flytja gáði Vatns á nes.
Heyjum bæði og húsum af
húð nam fletta Kári,
ekki næði görpum gaf,
grimmt með æði um storð og haf.
Það af bana orma er
órólegt má kalla,
stíft fram gana stormarner
um strindi svana og frónið hér.
31 Björn Þorkelsson (f. um 1753) bóndi í Vík í Héðinsfirði lést 1833. Björn bjó á
ýmsum bæjum á Svalbarðsströnd og Látraströnd 1786–1807 og síðan í Vík. (Júlíus
Jóhannesson (1964:253)).
32 Sæmundur Sæmundsson bóndi á Lambanesi í Fljótum drukknaði ofan um ís á
Miklavatni 2. nóvember 1833. (Jón Espólín, Einar Bjarnason (1976–1979:III, 44)).
33 Kristín Þorkelsdóttir (um 1766–1833) húsfreyja á Bjarnastöðum í Unadal. Eigin-
maður Kristínar var Ásmundur Jónsson (um 1766–1826), sonur Jóns Ásmunds-
sonar bónda á Þönglaskála á Höfðaströnd.
Björn, sem lengi var í Vík,
vellauðugur maður,
auð frá genginn, lagðist lík,
lénast mengi venjan slík.31
Sálaðist rekkur Sæmundur,
sá frá Lambanesi,
ýtum þekkur, of djarfur
ísinn gekk sem datt niður.32
Eg hér borða eyju frá
inni rétt sem skeði,
dauða forðað fékk ei sá
fleygir korða er stóð þar hjá.
Heljar auða kraup í krá
Kristín Bjarnastaða,33
frjáls af dauða fagna má
við frelsarans rauða benja lá.
Frí við kala, þraut og þrá,
þessi er bauga gerður,
uppheims sala öðling hjá
una skal í vegsemd há.
Alinn Bjarna Ólafur,
á var lengi Höfða,
húsa tröll : vindur
tjörgu lundar : menn
fleygir fés : maður
flóð fles : sjór
bani orma : vetur
strindi svana : sjór
borða eyja : kona
fleygir korða : maður
benja lá : blóð
bauga gerður : kona
uppheims sala öðlingur : guð