Són - 01.01.2006, Page 51
„GULLBJARTAR TITRA GÁRUR BLÁRRA UNNA“ 51
er í raun að ráða í það hvenær um er að ræða hefðbundna sonnettu
eða afbrigði hennar. Þó er þar eitt atriði sem getur orðið að liði í leit-
inni að hinu hreina viðmiði. Þar er átt við hina skilyrðislausu kröfu sem
fólst í formi sonnettunnar, um hnitmiðun hugsunarinnar sem aftur endurspeglaðist
í hinni tvískiptu byggingu hennar.
Fullyrða má að þetta hafi alla tíð verið ríkasta einkenni sonnett-
unnar á þeim sjö öldum sem liðnar eru frá upphafi hennar. Einu hefur
mátt gilda hvort skáldin hafi kosið að fækka og/eða auka við brag-
liðum og braglínum sonnettunnar eða kynna til sögunnar sífellt ný
tilbrigði við rímskipan hennar. Að baki þessum breytingum hefur
ávallt búið krafan um náin tengsl hrynjandi og ríms við efni ljóðsins
og þá hugsun sem þar er leidd til lykta.
1.2 „Og flykkjast heim að fögru landi Ísa“
Allt frá því að andvarinn í ljóðinu Ég bið að heilsa hvíslaði ástarorðum
Jónasar Hallgrímssonar til fósturjarðarinnar og stúlkunnar heima í
dalnum hafa þau þótt bera vott um friðinn og fögnuðinn sem bjó í
brjósti skáldsins þá stund þegar kvæðið var ort. Viðtökurnar, sem
þetta ljóð Jónasar hlaut, voru allar á einn veg: Snilld þessa manns
varð ekki í efa dregin. Ætla hefði mátt að í kjölfarið myndu fylgja
fleiri ljóð Jónasar í hinum sama stíl en það átti ekki fyrir honum að
liggja. Þann tíma, sem hann átti eftir ólifaðan, orti hann aðeins eina
sonnettu til viðbótar, Svo rís um aldir árið hvurt um sig. Mestu skipti þó
að sonnettan hafði fyrir tilstuðlan Jónasar Hallgrímssonar fest rætur í
íslenskum bókmenntum.
Fljótlega eftir dauða Jónasar fer að bera á því að önnur íslensk
skáld fari að fást við þetta fornhelga ljóðform og augljóst má vera af
þeim tilraunum að sonnettur Jónasar, Ég bið að heilsa og Svo rís um aldir
árið hvurt um sig urðu skáldunum nokkurs konar fyrirmyndir í
meðferð og efnistökum sonnettuformsins.
Nánast öll nafnkunnustu skáld 19. aldarinnar á Íslandi ortu sonn-
ettur ef undan er skilinn Grímur Thomsen. Samt varð sonnettan
aldrei að eftirlætishætti íslenskra skálda á 19. öld. Flest yrkja þau fáar
sonnettur og sýnt þykir að aðrir bragarhættir urðu þeim notadrýgri.
Þar skipti líklega miklu að íslensk kveðskaparhefð byggði á alda-
gömlum grunni fyrirmynda og reglna. Hin gatslitna rímnahefð varð
furðu lífseig á 19. öldinni og reyndar nokkuð fram á þá 20. og þau
áhrif, sem þjóðskáldin sköpuðu með vali sínu á séríslenskum bragar-