Són - 01.01.2006, Side 52

Són - 01.01.2006, Side 52
HJÖRTUR MARTEINSSON52 háttum eða eigin útfærslu þeirra, urðu það drottnandi afl sem mótaði val og notkun annarra skálda á bragarháttum. Hvaða áhrif hafði þetta „nýja“ skáldskaparform á íslensk skáld sem staðið höfðu föstum fótum í innlendri menningu? Hvaða yrkis- efni urðu íslenskum skáldum að eftirlæti þegar þau ortu sonnettur og á hvaða hátt og hvernig mótuðu þau þetta ljóðform sem var orðið sex alda gamalt þegar það barst hingað fyrst? Réðu þar íslenskar hefðir eða smekkur og listræn gáfa hvers og eins? Hvaða nýjungar tileink- uðu skáldin sér og hvernig unnu þau úr hefðinni? Það vekur athygli að viðhorf íslenskra skálda til sonnettuformsins koma hvergi fram með beinum hætti á prenti og hin blómlega um- ræða, sem átti sér stað í Þýskalandi sem og á Englandi um sonn- ettuformið og hlutverk þess og eðli – þeirrar umræðu gætir nánast ekkert hérlendis! Þegar augum er rennt yfir sonnettur íslenskra skálda kemur á daginn að yrkisefni þeirra eru æði fjölbreytt. Fljótt á litið mætti flokka flestar þeirra sem ljóðræn ástarkvæði þar sem fegurðarþrá og draum- lyndi rómantísku og nýrómantísku stefnunnar svífa yfir vötnum. Erfikvæði, saknaðarljóð og kveðjur setja einnig sterkan svip á sonn- ettusmíðina ásamt ljóðum þar sem heimspekileg efni um lífið og tilveruna eru færð í búning sonnettunnar. Áhrifin frá síðari sonnettu Jónasar leyna sér þar ekki. Efnislega skera íslensk skáld sig ekki frá þeim erlendu skáldum sem fyrr voru nefnd. Hins vegar ber hér á landi lítið á sonnettum sem andæfa göfugleika formsins með því að færa fram skoplegt eða háðskennt efni. Sonnettur, sem flytja þjóðfélags- ádeilu, eru einnig teljandi á fingrum annarrar handar. Strangt til tekið er þar bara um eina slíka hreinræktaða sonnettu að ræða þar sem er eitt þekktasta kvæði Þorsteins Erlingssonar, „Huldufólkið“. II Nokkur þrep í sögu íslensks sonnettukveðskapar, stuðlasetning og ljóðstíll 2.1 Um skáldskaparhugmyndir Jónasar Hallgrímssonar með hlið- sjón af skáldskaparhugmyndum og heimssýn rómantískra skálda Kvæðagerð Jónasar Hallgrímssonar einkenndist alla tíð af yfirvegun og markvísi. Andstætt rímnaskáldum eins og Sigurði Breiðfjörð tók skáldskapur Jónasar sjaldnast eða aldrei á sig mynd hins óstöðvandi orðaflaums þar sem hortittir og ógrundaðar hugsanir flutu úr fjaður- pennanum.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Són

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Són
https://timarit.is/publication/1139

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.