Són - 01.01.2006, Page 56
HJÖRTUR MARTEINSSON56
mótunarskeið sonnettunnar og augljóslega má greina af kveðskap
þeirra skálda, sem reyndu að temja sér þetta ljóðform, ákveðna tog-
streitu á milli hinnar erlendu kveðskaparhefðar og þeirrar íslensku.
Hin erlenda hefð kemur líklega skýrast fram í því hvernig rímhljóm-
unum er skipað niður, sem og efnisvalinu að nokkru. Þó er greinilegt,
að efnisval hinna tveggja sonnetta Jónasar Hallgrímssonar hafði mikil
áhrif á íslensk skáld. Hinu ber að bæta við að íslenska sonnettan sker
sig úr að einu leyti formlega séð. Þar er auðvitað átt við hina fast-
mótuðu og sterku innlendu hefð er varðar ljóðstafasetninguna.
Síðara skeið í formtilraunum skáldanna einkennist einkum af
tilraunum þeirra með skipan rímhljómanna í sonnettunni ásamt því
sem nokkur þeirra taka að prjóna við hina ákveðnu hluta hennar eins
og nánar verður getið hér á eftir.
Jónas Hallgrímsson ígrundaði og lá yfir ljóðum sínum, strikaði yfir
atriði í þeim og lagfærði. Sú eina gerð sonnettunnar Ég bið að heilsa sem
varðveist hefur í eiginhandarriti skáldsins staðfestir þessi vinnubrögð
þegar hún er borin saman við frumprentunina í Fjölni og þá gerð sem
síðar var tekin upp í Ljóðmæli Jónasar árið 1847. Til glöggvunar fara
hinar tvær gerðir sonnettunnar hér á eftir og eru breytingar Jónasar
frá frumkvæðinu feitletraðar til að auðvelda samanburðinn:
Ég bið að heilsa!
(Samkvæmt eiginhandarriti Jónasar8)
Nú andar suðrið sæla vindum þýðum,
á sjónum allar bárur smáar rísa
og flykkjast út að fögru landi Ísa-,
að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum.
Ó! heilsið öllum heima í orðum blíðum
um haf og land í drottins ást og friði,
leiði þið bárur! bát að fiskimiði,
blási þið vindar hlýtt á kinnum fríðum.
Söngvarinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer
með fjaðrabliki háa vegarleysu
í lágan dal að kveða kvæðin þín,
8 Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti (1965:183).